Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 13
Æ G I R
91
lleytið út reglugerð í framhaldi af ofan-
greindum lögum, og öðlast liún gildi 1. júní
t950. Reglugerðin er svo hljóðandi:
t- gr. Allar botnvörpuveiðar og dragnóta-
veiðar skulu bannaðar á svæðinu frá Horni
ap Langanesi innan línu, sem dregin er 4
sJómílur frá yztu annesjum, eyjum eða
skerjum og mynni flóa og fjarða.
pyrst skulu dregnar beinar grunnlínur
miHi eftirfarandi staða og síðan sjálf
niarkalínan samhliða þeim, en 4 sjómílum
utar.
Staðir þessir eru:
!• Horn 66° 27y4 n.br., 22° 24'5 v.lg.
2- íraboði 66° 19'8 n.br., 22° 06'5 v.lg.
3- Drangasker 66° 1473 n.br., 21° 48'6
v-lg.
4- Selsker 66° 07'3 n.br., 21° 3H2 v.lg.
5- Ásbúðarrif 66° 08'1 n.br., 20° 11'2 v.lg.
6- Siglunes 66° 11'9 n.br., 18° 50'1 v.lg.
7- Flatey 66° 10'3 n.br., 17° 50'5 v.lg.
8- Lágey 66" 17'8 n.br., 17° 07'0 v.lg.
9- Rauðinúpur 66° 30'7 n.br., 16° 32'5
v.lg.
10. Rifstangi 66° 32'3 n.br., 16° 11'9 v.lg.
tl. Hraunhafnartangi 66° 32'3 n.br., 16°
01'6 v.lg.
12. Langanes 66° 22'6 n.br., 14° 32'0 v.lg.
Endamörk svæðisins eru að vestan: lína
dregin í rétt norð-austur frá Rana á Horna-
bjargi, og að austan: lína dregin í rétt
austur frá Langanestá.
Auk þess skal dregin markalína 4 sjó-
mílur frá j^ztu annesjum og skerjum Gríms-
eyjar, í kringum eyna (sjá uppdráttinn).
2. gr. Á svæði því, sem um ræðir í 1. gr.,
mega íslenzlcir ríkisborgarar einir reka
síldveiðar og má aðeins nota íslenzk skip
til veiðanna, sbr. lög nr. 33 frá 19. júní
1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi.
3. gr. Útgerðarmenn þeir, er um ræðir í
2. gr. og hafa í hyggju að stunda sumar-
sildveiði fyrir Norðurlandi á tímabilinu frá
1. júní til 1. október, skulu sækja um leyfi
til sjávarútvegsmálaráðuneytisins fyrir 1.
júní 1950 og síðan fyrir 15. maí ár hvert
og tilgreina í umsókn sinni, hvaða slup
þeir ætli að nota til veiðanna og hvers
konar veiðarfæri verði notuð.
Nú telur sjávarútvegsmálaráðuneytið, að
um ofveiði verði að ræða, og getur það þá
í byrjun veiðitímabils eða síðar takmarkað
ljölda veiðiskipa og hámarksafla hvers
einstaks skips.
Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi
íslands á þann hátt, sem fyrir er mælt í
lögum nr. 55 frá 27. júní 1941, um afla-
og útgerðarskýrslur.