Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 12
90
Æ G I R
hve ört tekst að selja birgðirnar. Séu birgð-
irnar sáralitlar, þegar veiði nýrrar vertíð-
ar tekur að gæta, eru áhrifin auðsæ. Mis-
munandi neyzla freðfiskframleiðslunnar,
svo og birgðirnar sem til eru, þegar ný
vertíð hefst, hefur hvort tveggja mikla þýð-
ingu. Til þess að átta sig í þessuin efnum
verður að athuga ýmsa hluti, svo sein
hvernig freðfiskverzlunin hefur verið und-
anfarin ár í sambandi við hlutaðeigandi ver-
tið. Að þessu leyti má nefna fiskbirgðirnar
miðað við undanfarandi ár, hvað þær hafa
dugað langt fram á vertíðina og hvað afl-
ast hefur á hverri vertíð. .1 þessari skýrslu
er því talið veigamikið, hverjar fiskbirgð-
irnar eru, en þær eru miðaðar við 1. marz
síðastl.
Eins og fjárhagsástandið er nú, blasa við
nokkur atriði, er gætu haft neikvæð áhrif,
að því er snertir eftirspurn eftir fiskafurð-
um. Má i því sambandi nefna miklar birgðir
af öðrum matvælum, sem boðin eru við
mjög lágu verði. Það er til dæmis vitað,
að mjög mikið verður um kjöt og flesk
fyrir lágt verð. Þá má nefna þá ákvörðun
Breta að takmarka innflutning frá þeim
þjóðum, er krefjast greiðslu í reiðu fé, svo
og gengislækkun islenzku krónunnar. Hið
fyrra hlýtur að hafa slæm áhrif á útflutn-
ing sjávarafurða frá Bandaríkjunum, en
liið síðara eykur tvímælalaust samkeppn-
ina milli innfluttra sjávarafurða og vorr-
ar eigin framleiðslu.
Við Nýja-England ná botnvörpuveiðarn-
ar hámárki í mánuðunum apríl til júní.
Því er haldið fram, að mikil eftirspurn
verði eftir þorskfiski og kola. Um langt
skeið liafa birgðir af þorskfiskaflökum
(þorskur, ýsa, ufsi o. fl.) verið mjög litlar,
og hefur það haft áhrif á fiskverzlunina.
Það er því búist við mikilli eftirspurn eftir
fiski til hraðfrystingar. Þorskfiskveiði var
ekki eins mikil 1949 og tíðast áður og svo
getur enn farið í ár. Verði aflinn hins veg-
ar meiri, lækkar verðið, eftirspurninni
verður fullnægt og meiri birgðir safnast
fyrir en venja er til. Þá getur innflutningur
á þorsfiskaflökum orðið til að gera mark-
Verndarsvæðið
fyrir Norðurlandi.
Hinn 5. apríl 1948 voru sett lög, sem
heimila ríkisstjórninni að ákveða verndar-
svæði við strendur íslands til þess að lcoma
í veg fyrir gjöreyðingu fiskimiða. Þann 22.
apríl síðastl. gaf sjávarútvegsmálaráðu-
aðinn enn lalcari. — Samkeppni af hálfu
Kanadamanna svo og annarra þjóða, eink-
um íslendinga, mun einnig hafa sín áhrif
á markaðinn.
Að því er snertir ufsa, er ástandið ekki
eins hagstætt og með aðra þorskfiska. Þann
1. marz voru ufsabirgðirnar 10 milljón
pund, sem er 25% meira en á sama tíma
í fyrra.
Eftirspurnin eftir sardinum er talin að
verði í meðallagi. Gert er þó ráð fyrir að
sala þeirra örvist eitthvað, vegna þess hvað
verðið er lágt. Árið 1949 voru fluttar inn
23 milljónir punda af sardínu og var það
25% minna en 1948.
Talið er, að markaður fyrir fiskmjöl
verði minni en síðastl. ár, en þó álitið, að
það fari eftir því, hvort fjárstofninn verði
aukinn. Búist er við meiri innflutningi af
fiskmjöli vegna aukinnar framleiðslu er-
lendis. Mikið magn af fiskmjöli hefur ný-
verið verið flutt inn frá Nýfundnalandi.
Gert er ráð fyrir, að markaður fyrir fisk-
olíur aukist ekki og verðlag hækki eigi.
Siastl. ár var heimsframleiðslan á feiti og
olíum 22 millj. smálestir, og var það meira
en að meðaltali árin 1935—39. Þó vantaði
2 milljónir smál. til að fullnægja feitmetis-
þörfinni síðastl. ár.
Markaður fyrir þorskalýsi er talinn
minni en verið hefur. Til þess liggja ýmsar
ástæður, en einkum mikið framboð af
gerviolíum.