Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFELAGS ÍSLANDS 43^ | Nr. 7 8 Skýrsla Cooleys og íslenzk hótfyndni. Haustið 1939 ritaði ég í þetta blað grein, ^em ég nefndi „Marlcaði og vöruvöndun“. IJar segir svo: ..Meðan matarskemmur þjóðanna standa hálftómar eru ekki gerðar jafnmiklar kröf- »r til vörugæðanna og ella. En fyrr en varir getur orðið breyling á því. Menn mega ekki láta ástand líðandi stundar stinga sig svefn- l>orni, slikt hlýtur að hefna sín grimmilega, l^egar vér á ný þurfum að fara að keppa við aðrar þjóðir um markaði fyrir þessa vöru“ (þ. e. hraðfrystur fiskur). — Síðan er að því vikið, að þess verði nú vart, að slíkur fiskur sé nú flakaður og frystur, er »ienn hefðu ekki árætt að nota til hagnýt- iagar á þann hátt fyrir styrjöldina. Og síð- an orðrétt: „Máske kemur það ekki að sök lI1» þessar mundir, cn getur þó dregið á eftir sér óþægilegan dilk. Er ekki fólgin í því nokkur hætta, ef meðvitund manna um full- Ivomna vöruvöndun sljóvgast? Getur ekki svo farið, að eftir kunni að eima af því, l'egar vér sitjum eigi lengur svo að hitunni sem nú?“ — Síðan er þess getið, að eftir- iii með freðfiskframleiðslunni, sé hlutfalls- iega minni en fyrir styrjöklina og sjómenn ielji, að eigi gæti jafnmikillar vandvirkni °g áður. Eðlilegt sé, að löggjafinn Iáti mál i>etta til sín taka, og átti ég þar við það, nð freðfiskmat yrði lögskipað. Loks lýkur geeininni þannig: „í sambandi við freðfisk- framleiðsluna á það að vera takmark vort að beita svo strangri vandvirkni og að- gæzlu, að þessi vara hljóti hæstu einkunn hjá erlendum neytendum, ekki eingöngu nú, heldur jafnframt eftir að heimurinn hefur iarið vel að stöfnum á ný. Takist það, er meira unnið en menn munu gera sér grein grein fyrir i fljótu bragði." Þessari ábendingu haustið 1943 var væg- ast sagt mjög illa tekið. Einn af fyrirsvars- mönnum freðfisksframleiðenda sagði: „Full ástæða er til að ætla, að slík blaðaummæli sem þessi geti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir þennan atvinnuveg.“ Þá skildist mér á öðrum mönnum, að þeir hefðu lielzt lyst á því að fá mig dæmdan, svo að ég gæti fengið að gista Skólavörðu- stíg 9 fyrir þokkabragðið. Loks hafði einn fulltrúi á fiskiþingi stimplað mið landráða- mann fvrir tilvikið. Allt var var þetta ósköp lágkúruleg fyrirmennska og eigi þess kyns, að ástæða væri til að kippa sér upp við Iiana. Árið eftir að ég reit fyrrnefnda grein, samþykkti Alþingi lög um freðfiskmat, og yfirleitt má segja, að á þeim sjö árum, sem síðan eru liðin, hafi vandvirkni við fram- leiðslu á freðfiski aukist injög, þótt enn standi inargt til bóta. En enn er það svo, að ábendingar um það, sem miður fer, eru teknar illa upp og litið á þær sem íslenzka hótfyndni. Svo sem kunnugt er fékk ríkisstjórnin íslenzka i samvinnu við Marshallstofnun- ina amerískan fiskiðnfræðing, Edward H. Cooley, liingað til lands síðastl. vor. Skyldi hann athuga fiskiðnað íslendinga. Hann

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.