Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 30
156 Æ G I R framleiðslu þungaiðnaðarins á erlendum markaði væri nauðsynlegt að leyfa ýmsum þjóðum að selja umfram framleiðslu sína af i'iski í Bretlandi. Um svipað leyti og þessar umræður fóru fram i brezka þinginu hélt félag togaraeig- enda fund og ræddi um hinar alvarlegu hori'ur hjá brezkri togaraútgerð. Þar var fullyrt a. m. k. 200 togurum hefði verið lagt upp. Það sem einkanlega gerði útvegsmönn- um ókleift að halda skipunum úli væri liið lága verð á smáfiski, ýsu og lýsu í saman- hurði við tilkostnaðinni. Á fundi þessum, sem á mættu fulltrúar l'rá öllum útgerðar- félögum í Hull og Grímshy (að einu undan- skildu) er gera út skip á fjarlæg fiskimið, var algert samkomulag að takmarka af lrjálsuin vilja sjóferðafjölda skipanna og aflamagn, er þau mættu flytja heim. Ríkis- stjórnin féllst nokkru síðar á þessa fram- kvæmd. Talið er, að takmarkanir þessar komi til framkvæmda um miðjan ágúst að því er snertir norsku ströndina, Bjarnar- eyjar og Hvítahafið. Sagt er, að mál þetta sé til athugunar í Fleetwood. Talið er, að Bretar vilji með þessu færa rök gegn ótak- mörkuðum fiskinnflutningi. Enn, sem kom- ið er, verður ekkert um það sagt, hvaða verkun þetta samkomulag togaraeigenda í Hull og Grímsby kann að hafa á fiskmark- aðinn í Bretlandi. Meðan nefnd sú, sem skipuð er þing- mönnum neðri málstofunnar, er að athuga með hvaða hætti verði komið útgerðinni til aðstoðar, liefur stjórnin ákveðið að styrkja útveginn sem hér segir: Útgerðarmenn, sem gera út minni báta en 70 fet fá 30 aura styrk á lcg fyrir slægðan fislc með liaus, en 24 aura fyrir óslægðan fisk. Þessi styrkur er þó aðeins greiddur, að fiskurinn fari til smásala og sé seldur sem neyzluvara. Út á hauslausan fisk er ekki greiddur neinn styrkur, nema skötu- hörð og ýmsar fisktegundir, sem lítt eða ekki er um að ræða hér við land. Við út- reikning fisksins skal miða við þunga fisks- ins upp úr skipi. Gufuskip, sem eru stærri en 70 fet, en minni en 140 fet og stunda veiðar við Fær- eyjar, skulu fá 548 kr. styrk á útlialdsdag, þó ekki meira en 8.226 kr. í veiðiferð. Styrk- urinn er þó bundinn því skilyrði, að brúttó- tekjur skipsins ásamt styrknum séu ekki meiri en 4.113 kr. á dag, eða 74.034 kr. í veiðiferð. Skipum, sem stunda veiðar á fiskislóð- um, sem eru mitt á milli heimamiða og fjarlægra miða, skal greiða: 1. Stærri en 70 fet, en minni en 100 fet, 548 kr. á úthaldsdag, hámark 5.384 lcr. í veiðiferð, þó aðeins að brúttótekjur fari ekki fram úr 3.199 ltr. á úthalds- dag, eða 35.189 kr. í veiðiferð að styrkn- um meðtöldum. 2. Skip, sem eru 100 fet og stærri, en minni en 120 fet, 548 kr. á úthaldsdag, hámark 6.580 lcr. í veiðiferð, þö því að- eins að brúttótekjur fari ekki fram lir 3.427 kr. á úthaldsdag, eða 41.130 kr. í veiðiferð, að styrknum meðtöldum. 3. Skip, sem eru 120—130 fet, 548 kr. á dag, hámark 6.580 kr. í vpiðiferð, þó því aðeins að brúttótekjur fari ekki fram úr 3.656 kr. á dag, eða 43.872 kr. í veiðiferð, að styrknum meðtöldum. 4. Skip, sem eru 130—140 fet, 548 kr. á dag, hámark 7.677 kr. í veiðiferð, þó því aðeins að brúttótekjur fari ekki fram úr 4.113 kr. á dag, eða 57.582 kr. í veiðiferð. Mótorskipum, sem eru stærri en 70 fet og stunda veiðar með dragnót (seine net), slcal greiða 457 kr. á dag, hámark 4.570 kr. í veiðiferð, þó því aðeins að brúttótekjur fari ekki fram lir 2056 kr. á dag, eða 20.565 kr. í veiðiferð, að styrknum meðtöldum. Styrkur til annarra mótorskipa 70—90 fet greiðast 457 kr. á dag, hámark 5.384 kr. í veiðiferð, svo fremi að brúttótekjur fari ekki fram úr 2.513 kr. á dag, eða 30.162 kr. i veiðiferð, að styrknum meðtöldum. Til mótorskipa 90—140 fet greiðist 548 kr. á dag, liámark 6.580 kr. í veiðiferð, svo fremi að brúttótekjur skipsins fari eklci fram úr 2.970 kr. á dag, eða 35.646 í veiðiferð, að styrknum meðtöldum. — Það sem hér er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.