Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 34

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 34
160 Æ G I R 2. mynd. Til vinstri sést fimmtán metra svið valið eftir mœlivísinum. Til luegri sýnir slcífan stóra fiska að ofan, en smœrri fisk neðar. „Fischlupe“ og nota Norðmenn einnig lieiti það (Fiske-lupa). Vel mætti nefna það fisksjá á íslenzku og verður svo gert hér íneðan ekki bólar á betra heiti. Það, sem hér verður sagt um tæki þelta, er tekið úr tveim norslcum hlöðum, „Norges Handels og Sjöfartstidende" og „Fiskaren“. Fyrirtæki það, sem framleiðir fisksjána, heitir Elictric Acustic og hefur bækistöð sína í Kiel. Sá heitir Bolzmann, sem hug- myndina á og smiðað hefur tækið, en þrír áratugir eru liðnir síðan byrjað var að vinna að því. Loks í fyrra var svo komið, að það var reynt á Bjarnareyjarmiðum. Gaf sú tilraun það góða raun, að sextíu fiski- skip þýzk liafa nú fengið fisksjá. Þá hefur það verið sett í norslta rannsóknarskipið „Johan Hjort“ og verður á næstunni sett í sænska rannsóknarskipið „Eystrasalt". Einnig var þess vart, þá er finnski síld- veiðileiðangurinn kom við í Bergen á leið lil íslands, að einhver af skipunum voru liúin fisksjá. Þess er og getið, að Hollend- ingar, Brazilíumenn og Suður-Afríkumenn vilji kaupa tæki þetta. Mismunurinn á fisksjá og venjulegum bergmálsdýptarmæli er fólginn i því, að hægt er að sjá hvað í sjónum er á 15 metra svæði allt niður í 600 metra dýpi. í nokk- urs konar rafmagnsauga (glerskífu), sem er á tækinu, kemur fram mynd af því, sem sjáanlegt er á hinu afmarkaða svæði og á ákveðnu dýpi, án þess að hún truflist af því, sem er grynnra eða dýpra í sjónum. Myndin lielzt stöðugt svo lengi sem fiskur- inn eða hvað annað sem um er að ræða, er í mátulegri sjónvídd. Og er myndbirting fisksjárinnar að því leyli frábrugðin ritun dýptarmælisins. Með sérstökum hreyfi- hnúð er liægl að stækka myndina í raf- magnsauganu og miða hana við tídeildan inælistiga. Talið er, að eflir nokkra æfingu mcgi með þessum hætti gera sér sæmilega grein fyrir af livaða stærð fiskurinn er. Myndirnar koma fram á skífunni sem lá- rétt samsvarandi strik um lóðréttan öxul. Sjáist ])élt og lílt sundurgreinandi strika- röð neðarlega um öxulinn, en gildari sund- urgreinandi strikaröð ofar, er um að ræða tvær torfur, síldartorfu neðar, en þorsk- torfu yfir henni. Þeim mun stærri sem fisk- urinn er, þeim mun gildari verða strikin. Fisksjáin er sögð svo nákvæm, að liægt sé að greina í henni 5 cm stóran fisk, er sé 30 c.m frá hotni á 600 metra dýpi. Fiski- menn telja sig liafa markað í fisksjánni lireyfingar við botn, sem þeir álíta að sé koli. Segjast þeir oft Iiafa kastað fyrir kola eftir víshendingu fisksjárinnar og aflað vel. Mikill kostur þykir það við fisksjána, að hægt skuli vera að sjá í lienni einstaka fisk, því að oft renni þeir fyrir fisktorfum og geli skipið þa fært sig að torfunni. Með serstakri aðferð er liægt að sjá með hvaö 3. mynd. Lóðað er á 100 m dýpi og fisktorfa finnst í miðjum sjó. Hún er þá einangruð og aðeins skoð- að 15 m svæði á Ó0—55 m dýpi til þess að glöggva sig betur á horfunni. Á síðustu mgndinni er lóð- unin frá 285—300 og cr þá við botn, svo sem stóru • Ijósblikin neðst sýna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.