Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 29
Æ G I R 155 Erfiðleikar í sjávarutvegi Breta. í vor og sumar hefur mikið verið ræit °S ritað i Englandi um þá erfiðieika, sem sjávarútvegurinn þar á við að etja. Verður hér rakið að nokkru, sem fram hefur kom- í þeim efnum, því að sjáifsögðu skiptir el<ki litlu máli fyrir íslendinga, hversu Bret- ar snúast við því að rétla liag þessa at- vinnuvegar. Það, sem liér verður sagt, er f^Ht saman iir ýmsum blöðum, en þó eink- Uni úr „Fish Trades Gazette“ og „The l'isliing Ne\vs“. Til þess að gera saman- úurð við okkur auðveldari hef ég alls stað- si’ umreiknað í ísl. krónur. Síðan styrjöldinni lauk, hefur það verið almenn krafa enskra togaraeigenda og fiski- inanna yfirleitt að nema á hrott verðlags- akvæði á fiski. Sögðust þeir vera búnir að lá meira en nóg af höftum, sem á þá hefðu verið lögð og óskuðu einskis frekar en írjálsrar verzlunar. í lok síðasta árs lét rík- isstjórnin það boð út ganga, að hún væri lyrir sitt leyti fús á að upphefja höftin 15. apríl nú í ár, og var það gert. En nú er svo l<oxnið, að mikill þorri þeirra manna, sem oskaði eftir frjálsri verzlun, krefjast verð- lagsákvæða á ný. Of mikill framleiðslukostnaður og minnk- andi neyzla á fiski valda aðalörðugleikunum 1 brezkum sjávarútvegi. I júlímánuði í sum- ar var kosin nefnd í neðri málstofu þings- lns «1 þess að gera tillögur um á hvern hatt niætti ráða hót á erfiðleikum þessa alvinnuvegar. Einn af nefndarmönnum er Hector M’ Neil, Skotlandsráðherra og full- h'úi Breta hjá Sameinuðu þjóðunum. I sam- handi við þessa nefndarkosningu urðu mikl- ar umræður um sjávarútvegsmálin og var þar hent á, að mikil kreppa væri yfirvof- andi í brezkum sjávarútvegi, en hann væri sem kunnugt er einn af höfuðatvinnuveg- um þjóðarinnar ásamt landbúnaði og kola- vinnslu. Síðan 1939 hefur útgerðarkostn- aður þre- til fjórfaldast. Fyrir styrjöldina var úthaldskostnaður togara á dag 914— 3142 kr., en er nú 2742—3107 krónur. Bun- kerskol kostuðu 1939 73 kr. smál., en kosta nú 235 kr. Hráolía hækkaði einungis vegna gengislækkunar Breta um 32^ %. En sam- timis og útgerðarkostnaður hefur stórhækk- að, hefur neyzla fisks minnkað, og á heima- markaðinum á fiskurinn í harðri samkeppni \ið önnur matvæli, sem gagnstætt fiskmeti eru framleidd með ríkisstyrk. Þá er þess að geta, að innflutningur á fiski hefur þre- faldast að magni síðan 1939. Árið 1938 voru fluttar til Bretlands 53 þús. smál. af fiski, eða 6.6% af öllum þeim fiski, sem Bretar neyttu. Árið 1947 var innflutningurinn orð- inn 181 þús. smál. eða 19.2% af öllu fiski- magninu. Árið 1949 minnkaði innflutning- urinn í 16.9% og fyrstu þrjá mánuði þessa árs varð hann 20 þús. smál. minni en á sama tíma í fyrra. Því hafði verið haldið fram, að bann gegn innflutningi á fiski til Bretlands mundi injög bæta aðstöðu brezkra útgerðarmanna. F.n Hector M’ Neil svaraði því til í neðri málstofunni, að stjórnin gæti ekki fallist á að setja liömlur á innflutning erlends fisks. Það væri ekki einvörðungu pólitík þessarar stjórnar heldur hefði svo verið í langa hríð. Til þess að greiða fyrir sölu á ^/b Sæfari var aflahæstur, félck 173.5 smál. í 46 róðrum. Meðalafli hans í róðri varð 3.773 kg. Sæfari er 36 rúml. að stærð, eign Andvara li/f í Súðavik, en formaðnr a honum er Jakob Elíasson. Heita var næg og var seld á kr. 1.30 pr. kg. Fyrir lifur var greitt kr. 1.30 fyrir lítr- ann fram til 20. marz, en 30 aurar eftir það.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.