Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 49

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 49
Æ G I R 175 sín, og kemur það ekki að notum. Það verður því aldrei of oft brýnt fyrir þeim, sem bera ábjrrgð á verkinu, að ryðvarnar- farvinn verður að berast á áður en gróður- varnarfarvinn er notaður, því að undirfarv- inn dregur i sig leifar gamla farvans, ver auk þess ryðgun og myndar harðan og slétt- an yfirflöt fyrir gróðurvarnarfarvann. Því er oft ekki veitt fullnœgjandi at- hygli, að magn eiturupplausnarinnar er að luiklu leyli háð ryðvarnarfarvanum. Fram- leiðendum hefur að sjálfsögðu verið kunn- ugt um þetta í mörg ár, og blöndun þeirra a ryðvarnarfarvanum og gróðurvarnarfarv- anum er þannig samræmd, að báðar teg- undir verka sem ein samstæða. Bolur skipsins sé rækilega hreinsaður, aður en farvinn er borinn á. Bezta aðferðin er að þvo bolinn jafnóðum og dælt er úr þurrkvínni og hreinsa sjávargróður og hrúð- ur með þar til gerðri sköfu. Til þess að farvinn komi að tilætluðum notum er undir því komið, að vel sé hreinsað undir, eins og gert er undir allar tegundir af málningu. Stundum gefa ríkisstjórnir út fyrirmæli um gerð botnfarva, sem ætlaður er til notk- unar á herskip. 1 sambandi við þetta skal vakin athygli á því, að þótt farvinn henti vel þess konar skipum til sérstakra nota, er ekki víst að hann sé hentugur fyrir kaup- shiP eða til að bera hann á á venjulegan hátt. Lesandanum skal bent á, að blöndun hinna nýjustu tegunda af gróðurvarnar- farva er byggð á margra ára reynslu, og unðað við áframbaldandi endurbætur megi vænta þess, að frekari árangur náist með að framleiða enn j)á betri samsetningu, þeg- ar l3ær rannsóknir, sem nú standa yfir, verða hagnýttar. Menn gera sér sjaldan grein fyrir þvi, að letland á í raun og veru engan keppinaut 1 framleiðslu á gróðurvarnarfarva, og mun það sýna sig, að þess konar farvi, sem fæst j.a uðrum siglingaþjóðum, er brezk fram- riðsla eða er framleiddur á staðnum með séi leyfi tii ag nota brezka „formuIu“. Stærsti saltfiskfarmur til Brazilíu. í byrjun júnímánaðar tók norska skipið ,,Cometa“ stærsta farm af verkuðum salt- fiski, er nokkru sinni hefur verið sendur til Brazilíu. Um þennan saltfiskfarm segir „Sunnmörs Posten“: Það er ástæða til að vera ánægður með þetta met. En samtímis hefur verið sett annað met, sem er annars kyns og ekki jafn ánægjulegt. Vér mundum verða undr- andi, ef vér spyrðum það, að nokkru sinni hefði verið innheimt meira útflutningsgjald af einum fiskfarmi, en hér átti sér stað. — Farmurinn var um 50 þúsund kassar og útflutningsgjald af kassa var um 100 lcrón- ur (kr. 228.50 ísl.) eða um 5 millj. króna (11 425 þús. kr. isl.), en andvirði farms- ins var 12 millj. kr. (27 420 þús. kr. ísl.). ☆ Saltfiskverá í Færeyjum. Blaðið „Dimmalætting“ gelur þess 11. maí síðastl., að í þeim mánuði hafi full- staðinn salfiskur verið keyptur beint úr skipi fyrir kr. 2.93 pr. kg. Sama blað get- ur og þess 27. maí siðastl., að þá sé salt- fiskur seldur til Ítalíu fyrir kr. 3.67 pr. kg og til Spánar fyrir kr. 4.49 pr. kg. Hér er miðað við ísl. peninga. ☆ Leiárétting. í síðasta tbl. Ægis stóð Friðgeir Þor- steinsson sexn höfundur að grein um Bræðslufélag Keflavíkur, og svo var einnig undir mynd, er þar birtist. Á báðum stöð- um átti að standa Friðrik, svo sem fram kom í lesmálinu. Er Friðrik beðinn afsök- unar á mistökunum. Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.