Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 48

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 48
174 Æ G I R Tegundir dýragróðurs á skipuin. Margar tegundir sjávardýra festa sig við skipið, helzt þar sem lílillar birlu gœli. í síðustu styrjöld og eftir að henni lauk hefur miltið verið skrifað um svo nefnt „plastic" gróðurvarnarefni, sem haldið hef- ur verið mikið á lofti sem nýrri þróun að því er snertir vörn á botni skipa. En það ein- asta, sem nýtt er við þessa gróðurvörn, er nafnið „plastic", því að hún er algerlega sama hlandan, sem myndar þykkari máln- ingarhúð á hina ábornu fleti, og þar af leið- andi meira eitur á hverja flatareind en venjulegur gróðurvarnarfarvi. Fáir vita, að þess konar botnfarvi hefur verið á hoðstótum bœði hér og erlendis síð- an fyrir styrjöldina 1914—1918, en vegna hins háa verðs hefur notkunin takmarkast við það, sem þurft hefur til sérstakra her- slcipa eða skemmtiskipa, sem legið hefa fyrir akkerum mun tengri tíma en verzl- unarskip, og að sjálfsögðu þurfa haldbetri gróðurvarnarfarva til að halda hreinum botni. Þegar gróðurvarnarfarvinn kemur í sjó- inn, teysist eitrið smátt og smátt upp úr farvalaginu, vegna lítils háttar núnings, sem verður af sjónum við skipsbotninn. Á þennan hátt verður þetta eins konar varnar- lag á neðansjávarfleti skipsins. Sjávargróður í sinni upprunalegu mynd, áður en hann festir sig við neðansjávar hluti, er örsmáar líframar verur, sem synda um sjóinn, þar til þær finna hæfilegan verustað. Það er á þessu stigi, sem þarf að ráðast á þær og varna þeim að tengja sig fastar við botn skipsins. Nái þessar lífrænu verur að festa sig við, breyta þær strax um tilverustig og eiturmagn það, sem til er í farvanum, megnar ekki að hafa áhrif á þær, vegna þess að þær geta þá aflað sér fæðunn- ar utan við varnarlagið. Gróðurvarnarfarvi er gerður til þess að verka, eins og að ofan greinir, með aðstoð núningsmótstöðu skipsbolsins við sjóinn — þ. e. a. s. á meðan skipið siglir venjulega för. En svo, ef skipinu er lagt upp i lengri tíma, hverfur núningsmótstaðan við sjóinn að mestu leyti og upplausn eitursins minnk- ar. Þetta er ástæðan fyrir því, að á skip, sem lagt er upp, eða að þeim er lagt fyrir akkeri, safnast gróður, þrátt fyrir það þótt borinn sé á þau venjulegur góður gróður- varnarfarvi. Eitur það, sem venjulega er notað í gróðurvarnarfarva, er eir og kvikasilfur í ýmsu formi, og á síðari árum hefur sérstakt lífrænt eitur verið notað með góðum á- rangri. Það hefur nú verið útskýrt, hvernig gróðurvarnarfarvinn verkar með hægfara upplausn eitursins, að því loknu hættir farvinn að ná tilætluðum notum. Þegar skip er komið í þurrkví, sýnir það sig oft, að botnfarvinn er óskertur, en orðinn upp- leystur, laus fyrir og ónýtur. Skipið þarf að i'á nýjan áburð eins og að framan er sagt. Að svo komnu kemur það alltof oft fyrir, að gróðurvarnarfarvinn eingöngu er notað- ur á botn skipsins eftir að hreinsunin hefur farið fram. Við það að bera farvann á þess- ar lausu leifar gamla botnfarvans dregur hann að sjálfsögðu nokkuð af honum til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.