Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 4
130
Æ G I R
hefur rni fyrir nokkru sent frá sér skýrslu
ura rannsókn sína og kennir þar margra
grasa. Að því er snertir fiskframleiðsluna
verður honura tíðræddast um freðfiskiðn-
aðinn. Blöðin lrafa allmikið rætt skýrslu
þessa og er helzt svo að sjá, að efni hennar
sé þeim ný opinberun. En sannleikurinn
er sá, að í skýrslunni kemur ekki ýkja
margt fram viðvíkjandi freðfiskiðnaðinum,
sem ekki var áður kunnugt þeim, er bezt
fylgjast með þessum málum. Og dæmi er
þess, Cooley hafi ekki komið auga á allt,
sem miður fer í þessum efnum, eða þá, að
hann hafi eigi hirt um að tína allt til í
skýrslu sinni.
Fyrirsvarsmenn f reðfiskframleiðend|a
hafa lítið sagt opinberlega viðvíkjandi um-
mælum blaðanna um efni skýrslunnar fyrr
en nú nýverið og þá vegna annars tilefnis.
Þeir viðurkenna, að „mikið af þeirri gagn-
rýni, sem kemur fram í skýrslu Cooleys er
réttmæt, en hún á ekki aðeins leið til fisk-
framleiðenda, heldur engu síður til allrar
þjóðarinnar.“ — „Það má að sjálfsögðu
segja ýmislegt um meðferð á fiskinum og
vinnslu á honum, ýmsu er ábólavant, því
miður.“ — „Hreinlæti er að sjálfsögðu liöf-
uðskilyrði fyrir framleiðslu matvæla, og
gerir Cooley réttilega athugasemd við það.“
— Þetta eru orð fyrirsvarsmanna freðfisk-
framleiðenda og er þakkarvert, að þeir skuli
ekki líta á aðfinnslur og ábendingar Cooleys
sem ísl. hótfyndni. Hins vegar vilja þeir
leiða hug lesandans að því, að í sambandi
við hreinlætið þurfi breytingar á eðli og
hugsunarhætti fólksins, að á hinum ýmsu
sviðum athafnalífsins séu óteljandi dæmi
um skipulagslevsi og loks segja þeir um
skýrslu Cooleys, að hér sé aðeins um að
ræða álit eins aðilans, sem ekki þekki inn
á ísl. hugsunarhátt og staðhætti. -— Allt má
þetta vel vera rétt, en ein atvinnugrein má
ekki afsaka skipulagsleysi sitt með skipu-
lagsleysi annarrar og komi eðli og hugsun-
arháttur tolksins í bága við kröfur neyt-
enda framleiðslunnar verður að gera alll,
sem unnt er til að ráða bót á slíku. —
Vafalaust munu margir fylgjast með þvi
af nokkrum áhuga á hvern hátt verður
reynt að taka ábendingar Colleys til greina.
Sú var tíð, að íslendingar höfðu á sér
afbragðs orð fyrir framleiðslu á saltfiski.
Öll styrjaldarárin var fiskur eigi verkaður
á þann hátt, en nú liefur verið tekið til á
ný við þá framleiðslu í stórum stíl. Það er
ekki óalgengt að lieyra menn ræða um það,
að ekki gæti nú jafnmikillar vandvirkni
hjá okkur á framleiðslu saltsfisks og átti
sér stað, þá er bezt lét áður. „Hvað ætli liann
Þorsteinn Guðmundsson hefði sagt um
svona sallfisk?“ heyrast menn segja. Ekki
verður um það dæmt hér, að live miklu
leyti okkur kann að hafa farið aftur við
framleiðslu þessarar vöru né hve breyttar
aðstæður kunna að eiga þátt í því. En hitt
er víst, að okkur ér lifsnauðsyn, að salt-
fiskurinn okkar, jafnt blautur sem þurrk-
aður, njóti sama álits og áður, ekki ein-
göngu í Miðjarðarhafslöndum heldur alls
staðar þar, sem finnast kunna neytendur
að honum.
Sé það rétt, að fólk það, sem vinnur að
framleiðslu fisks, í hvaða formi sem er,
hafi slæfða tilfinningu fyrir voruvöndun,
er óumflýjanleg nauðsyn að ráða bót á því.
Og það íhugunarefni er þess eðlis, að sjálf-
sagt er að snúast við því af alvöru og festu
og umfram allt láta það ekki sitja á haka.
Hver fiskverkunarmaður- og kona verður
ætíð að hafa það hugfast, að hver fiskdós,
saltfiskur og freðfiskflak ber íslenzkri þjóð
vitni á borði neytenda í fjarlægu landi, og
sá vitnisburður verður ætíð að vera íslend-
ingum í hag. Skera verður upp herör fyrii'
því, að fiskframleiðsla okkar öll verði talin
eftirsóknarverð í markaðslöndunum vegna
gæða. Aðstöðu okkar er á flestan veg þann-
ig háttað, að þetta á að geta'Iánast, ef á-
kveðinn og almennur vilji er fyrir hendi-
Ekki er um það að villast, að sú samkeppni,
sem við verðum að há í markaðslöndunum,
harðnar, og lienni getum við meðal annars
ekki sízt mætt með því, að senda einungis
frá okkur vöru, sem er óumdeilanleg að
gæðum, og vitanlega i því formi, sem neyt-
Frainliald á blaðsiðu 169-