Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 23
Æ G I R
149
mesta og minnsta dagsafla, og var í bæði
skiptin 22 sjómílur norð- norðvestur af
Gndverðanesi. Aflahæsti báturinn yfir ver-
líðina var „Ágúst Þórarinsson“, en hann
Var í útilegu og veiddi með línu. Fisk-
íengur hans varð 321 smál. Skipstjóri á
Ágústi er Magnús Jónsson frá ísafirði, og
hefur hann verið það frá því að skipið
kom lil landsins. Meðalafli Stykkishólms-
háta yfir vertíðina var 231 smál.
Heildaraflinn, sem á land kom í Stykkis-
hólmi, var um 1406 smál., og var hann
ahur frystur nema 230 smál., sem var
saltað.
Reita var næg, og var síld seld á kr.
1-60 pr. kg.
Heimildarmaður: Oddur Valentínusson, hafn-
sögumaður, Stykkishólmi.
hlatey.
Einn þiljaður hátur var gerður þar út.
Svo illa tókst til, þá er hann var tilbúinn
uð hefja róðra, að hann slitnaði af leg-
unni í ofsaveðri og rak á land inn við
Svefneyjar. Þegar tókst að ná honum á
R°t. var hann fluttur til Stykkishólms og
Sert þar við hann, en ekki var þvi lokið
fyrr en um mánaðarmótin marz og apríl.
Heðan þessu fór fram, var vélbáturinn Aðal-
albjörg R. E. 5 tekinn á leigu og fór hann
sanitals 29 róðra. — í byrjun apríl tók
v/b Sigurfari við. Alls öfluðu báðir bát-
arnir 198 smál. í 54 róðrum. Meðalafli í
Sölvi Ásgeirsson,
Flalegri.
Ágúst Pélursson,
Flateg.
róðri var 3667 kg. Formaður á Aðalbjörgu
og Sigurfara var Ágúst Pétursson í Flatey.
Nýtt hraðfrystihús tók til starfa í Flatey
í vetur og var fiskurinn því frystur.
Heimildarmaður: Steinn Á. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, Flatey.
Þingeyri.
Þrír bátar voru gerðir út þaðan, og er
það sama bátatala og árið áður. Allir
stunduðu bátarnir veiðar með línu, en einn
þeirra var í útilegu, Sæhrímnir.
Vertíð hófst 6. janúar, en lauk 14. maí.
Veðurfar var mjög rysjótt í janúar og
febrúar, en sæmilegt úr þvi.
Afli var yfirleitt mjög tregur. Mestur
afli í róðri var 8 smál. Aflahæsti báturinn
yfir vertíðina var Sæhrímnir, fékk um 206
smál. af fiski og tæpar 9 þús. 1. lifrar frá
15. janúar til 26. apríl. Sæhrímnir er 79
rúml. að stærð, eign samnefnds hlutafé-
lags á Þingeyri. Formaður á honum er
Guðmundur Júní Ásgeirsson.
Meðalafli Þingeyrarbáta yfir vertíðina
var 186 smál. — Heildaraflinn varð 559
smál. Saltað var 60 smál., en hitt flakað
og fryst. — Beita var næg, seld á kr. 1.40
pr. kg, og' mannafli hjálplegur.
Heimildarmaður: Þorbergur Steinsson, Þingeyri.
Flateyri.
Fjórir bátar voru gerðir út yfir vertíð-
ina, og er það sarni bátafjöldi og árið áð-