Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 5
Æ G I R 131 Vertíði in í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjóráungi 1950. Sú hefur verið venja í allmörg ár að birta hér í blaðinu ýtarlegt yfirlit yfir vcrtiðina i Sunnlendingafjórðungi. Nú hefnr einnig verið reijnt að afla sams konar upplýsinga um vertíðina i Vcstfirðingafjórðungi og má heita, að það hafi lánast að mestu legti. Af þeirri regnslu, sem fengin er um öflun þessara upplýsinga, er sýnt, að eftirleiðis verður ekki hjá því komizt að fela hverjum einstökum útgerðarmanni að greina frá útgerð báts síns eða báta með sama hætti og birtist í töflunni lxér á eftir. Eins og töflurnar bera með sér hefur eigi alls staðar tekizt að fá svo ýtarlegar upplýsingar og vera skgldi, en þó eru ekki meiri brögð að þvi en svo, að alls staðar er hægt að gera sér sæmilega glögga grein um gang vertíðarinnar. Upplýsingar vantar frá þrem verstöðvum i Vestfirðinga- fjórðungi og hefur eigi tekizt að fií þær, þótt cftir hafi verið leitað. Þar sem vantar mgnd af aflahæsta formanni verstöðvar stafar það af því, að luín hefur ekki fengizt. — Veiðiaðferð er greind mcð bókstaf fgrir aftan skipsheitið. b = botnvörpuveiði, d — dragnótaveiði, l = linuveiði og n = netjaveiði. Þar sem veiðiaðferðar er ekki gctið með bókstöfum er um línu- veiði að ræða. Þgngd aflans er alls staðar miðuð við slægðan fisk með haus. Lifrarfengurinn er alls staðar talinn í litrum nema í Vestmannaegj- um, þar er miðað við kg. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa aðstoðað við að afla upp- Iýsinga i gfirlit þetta, færi ég þakkir. L. K. Hornafjörður. ^tta bátar voru gerðir út frá Hornafirði síðastliðna vetrarvertíð. Einungis þrír að- komubátar stunduðu veiðar frá Hornafirði a.ð bessu sinni, og voru þeir allir frá Norð- 11 ði. Útgerð hefur dregizt allmikið saman þarna að undanförnu og var nú fiinm bát- l'm færra við veiðar en á vertíðinni 1949. •'tlir stunduðu bátarnir línuvciðar, að ein- Um undanskildum, er veiddi i botnvörpu. Eins og jafnan áður byrjaði vertíð um mánaðarmótin janúar og febrúar. Reyndar °iu finnn bátanna einn til þrjá róðra í janúar. Gæftir voru þá afleitar, en afli samilegur. En með febrúar gerði sæmilega sjósóknartíð og hélzt lnin mikið til alla vertíðina. Mest voru þá farnir 18 róðrar, og var afli ágætur. Tnn í sjúlfan Hornafjörð geklc stórþorskur og aflaðist þar talsvert. Þann 23. febrúar fékkst mest 12 700 kg í róðri og daginn eftir 11 600 kg og varð ekki í annan tíma betra yfir vertíðina. — í marzmánuði voru ágætar gæftir og góður afli. Mest voru þá farnir 22 róðrar. Meðal- afli í róðri þennan mánuð var sem næst fimm smálestir hjá öllum bátunum. — í aprílmánuði voru gæftir ekki að sama skapi og í marz og afli miklu lélegri, sem gleggst má marka á því, að meðalafli í róðri var þá tæpar þrjár smálestir. — Flest-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.