Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 22
148 Æ G I R Sigurjón llalldósson, Grundarfirdi. fjöldi, heildarafli fisks og lifrar og meðal- afli á bát verið sem hér segir: Ár Báta- fjöldi Heildarafli fiskur kg Hcildarafli lifur 1. Meðalafli á bát smál. 1946 4 1 121 230 46 741 280 1947 5 1 769 997 78 585 354 1948 4 1 022 642 44 059 255 1949 4 945 679 37 655 244 1950 3 864 695 34 170 288 Heimildarmaður: Elimar Tómasson, skólastjóri, Grafarnesi. Grundarfjörður. Þrír bátar, 28—39 rúml., voru gerðir út yfir vertíðina. Er það einum l)át færra en árið áður. Allir veiddu bátarnir einvörð- ungu með linu. Vertíð hófst 18. janúar, en lauk 13. mai. Fremur var stirð tíð til sjósóknar, en skást í marzmánuði. Mest voru farnir 70 róðrar yfir vertíðina, og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 8 (2), febrúar 17 (15), marz 21 (22), apríl 18 (15), maí 6 (7). Afli var tregur alla vertíðina, en jafn- skástur í apríl. Mestan afla í róðri fékk v/b Runólfur í marzmánuði, 9 smálestir. Meðalafli í róðri var 4367 kg, en 4731 kg árið áður. Vélbáturinn Farsæll fékk mesta veiði yfir vertíðina, eða 314 smál. af fiski og 12 þús. lítra af lifur í 70 róðrum. Með- alafli hans í róðri var 4485 kg. Þessi sami bátur var einig aflahæstur i fyrra, en þá var meðalafli hans í róðri 5078 kg. Eigandi P’arsæls og skipstjóri á honum er Sigurjón Halldórsson. Heildaraflinn, sem á land kom yfir ver- tiðina, var um 865 smál. Af þessum afla var hraðfryst 727 smál., en saltað 138 smálestir. Beita var næg alla vertíðina. Fram til 1. april var síld seld á kr. 1.40 pr. kg, en cftir það kr. 1.60. Mannafli var nægur alla vertíðina, bæði á sjó og landi. Talið er, að allir bátarnir hafi aflað fyrir tryggingu, en hún var 1500 krónur á mánuði. Undanfarnar fimm vertíðir hefur báta- Stykkishólmur. Sex bátar, 22—103 rúmlestir, reru það- an í vetur, og er það sami bátafjöldi og árið áður. Allir veiddu hátarnir með línu, en sá stærsli þeirra var í útilegu. Vertið hófst ekki fyrr en í hyrjun febr- úar og stóð fram um miðjan maí. Veður til sjósóknar var fremur óhagstætt. Mest voru farnir 66 róðrar, og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Febrúar 24 (10), marz 17 (25), apríl 17 (21), maí 8 (8). Afli var yfirleitt fremur tregur. Meðal- afli í róðri hjá þeim bátum, sem reru úr landi, var 3890 kg. (Þessi tala er þó heldur of há, sökum þess, að í maímánuði vantar róðratölu eins bátsins.) Meðalafli í róðri árið áður var 5616 kg. Mestur afli í róðri var 13 175 kg, 12. apríl, en minnstur afli 1200 kg, 22. marz. Sami báturinn fékk Magnús Jórtsson, Stgkkishólmi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.