Ægir - 01.08.1950, Blaðsíða 8
134
Æ G I R
Óskar Eyjólfsson,
Vestmannaeyjum.
Meðalbeitueyðsla Hornafjarðarbáta yfir
vertíðina var um 19 smál. af síld, en auk
þess beittu þeir loðnu nokkurn tíma.
Afli Hornafjarðarbáta var allur saltaður.
Heimildarmaður: Jón J. Urunnan, útgerðarmað-
ur i Hornafirði.
Vestmannaeyjar.
Að þessu sinni var 61 þilfarsbátur og
11 opnir vélbátar gerðir út frá Vestinanna-
eyjum, og er það níu bátum fleira en árið
áður. Opnu vélbátarnir öfluðu allir með
línu, en þilfarsbátarnir skiptust þannig
eftir veiðiaðferðum: 27 línu- og netjaveið-
ar, 16 dragnótaveiðar, 10 togveiðar, 3 netja-
og togveiðar, 2 netja-, línu- og togveiðar,
1 línu- og dragnótaveiði, 1 línu og togveið-
ar og 1 línuveiði.
Vertíðin hófst um mánaðarmótin janúar
og febrúar, og var meiri hluti bátanna að
veiðum fram undir maílok. Veðrátta var
eindæma góð frá því í byrjun febrúar, svo
að róðrar féllu vart niður nema fyrstu dag-
ana í marzmánuði.
Afli var mjög tregur á línu, og byrjuðu
netjaveiðar því í fyrra lagi, eða um miðjan
marz. Netjafiskur var einnig tregur fram
yfir mánaðarmótin marz og apríl, en úr
því var ágætur afli, einkum á stærri bát-
ana, sem sóttu á fjarlæg mið, Selvogsbanka
og Þjórsárgrunn.
Togbátar fiskuðu yfirleitt vel í marz og
apríl, og var vertíð hjá þeim mjög góð.
Af þeim bátum, sem eingöngu stunduðu
togveiðar, fékk Andvari mestan afla, 479
smál. í 28 veiðiferðum, eða 17 smál. að
meðaltali í veiðiferð.
Óvenjuvel fiskaðist af ýsu og smáþorski
í dragnót, og var dragnótaafli ágætur hjá
þeim bátum, sem ekki stunduðu kolaveið-
ar. — Síldargöngur voru miklar í marz-
mánuði, og siðari hluta mánaðarins var
ýsa úttroðin af síldarhrogni. Yfirleitt var
æti í sjó með meira og fjölbreyttara móti.
— Mesta veiði í dragnót fékk v/b Skuld II,
um 255 smál., og var aflahlutur á honuni
um 24 þúsund lcrónur.
Aflahæsti báturinn í Vestmannaeyjuni
varð v/b Guðrún V. E. 163, 49 rúmlestir
að stærð, eign Lárusar Ársælssonar o. fh
Bátur þessi stundaði línuveiði frá 4. febr.
til 12. marz, en úr því netjaveiði til 7. maí,
en alls fór hann 68 róðra. Fiskal'li hans
varð sem næst 654 smál., en af því veidd-
ist 580 smál. í þorskanet. í byrjun netja-
vertíðarirmar fékk Guðrún 100 smál. á
einni viku fyrir austan Jökulsá. Mestan afla
í róðri fékk hún á Selvogsbanka í apríl-
mánuði, 4900 fiska, en þeir vógu slægðii'
með haus 33% smál., og lifrin úr þessum
aflafeng varð 2850 kg. Meðalafli þessa báts
í róðri var 9614 kg. (Mesta lifrarfeng í
róðri fékk v/b Reynir, 3330 kg). LifrarafU
Guðrúnar yfir vertíðina var 56 691 kg, en
brognafengur 15V2 smálest. Yfir vertíðina
notaði Guðrún 345 net ný og 45 gömul, og
missti aðeins 3 net. Framan af netjavertíð-
inni voru 9 menn á, en 12. apríl var 10-
manninum bætt við, og varð hlutur hans
frá þeim tíma og til 7. maí kr. 8500. —'
Aflaverðmæti Guðrúnar er um 575 þús.
kr„ miðað við sama verð á hrognum og
lifur og síðastl. ár. Eftir þvi ætti háseta-
hlutur að verða kr. 20 475.00. — Skip'
stjóri á Guðrúnu er óskar Eyjólfsson,
fæddur Vestmanneyingur. Hann byi'jaði
sjómennsku 14 ára gamall, en hefur verið
skipstjóri síðan 1940. Óskar hefur ávalR
verið aflasæll og ekki hikað við að sækja
á fjarlægar fiskislóðir, þótt skipið, sem