Ægir - 01.07.1951, Síða 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT fiskifélags islands
^4. órg.
Reykjavík — júlí—ágúst 1951
Nr. 7-8
Utgerðarbærinn Isa fjörður.
l'ndanfarin þrjú ár hefur hér í blaðinu
Verið sagt gerla frá nokkrum útgerðarstöð-
Urn landsins, og nú að þessu sinni verður
greint frá ísafirði. Greinar þær, sem Ægir
iiytur í þetta skipti frá ísafirði, eru allar
ritaðar af Kristjáni Jónssyni frá Garðs-
stöðum nema greinarnar undir fyrirsögninni
xSameignarfyrirtæki útgerðarfélaga á Isa-
lirði“, þær hefur Arngrímur Fr. Bjarna-
s°n samið. Ritgerðir þessar eru allar samd-
í11' síðastl. vetur og vor. Síðan hafa Isfirð-
lngar eignast einn af hinum nýrri nýsköp-
llnartogurum. Hann kom til ísafjarðar i
agústlok. Hann ber „borgar“-nafn sem hinn
iyrri togari þeirra, heitir „Sólborg“.
^lest kauptúnin á Vestfjörðum hafa
n°kkra sérstöðu í minni þeirra drengja,
Sein voru að alast upp í þorpunum á norð-
anverðu Snæfellsnesi á öðrum tug þessarar
aldar. ísafjörður er síður en svo undan-
lekning í þeim efnum.
Við, strákarnir í Stykkishólmi, kunnum
>ýsna mikil skil á Isafirði, sérstökum stöð-
11111 þar og ýmsum mönnuiu, þótt við hefð-
[lni aldrei þangað komið. Sjómenn þaðan,
I,ai’ á meðal feður okkar, fóru þangað
n°rður á færaskipin siðla vetrar. Um skip-
111 var því mikið rætt, við strákarnir viss-
11111 heiti á þeim flestum, stærð þeirra og
'v°rt þau voru talin góð eða léleg sjóskip.
^,111 voru sjóborgir, en önnur sjókæfur.
a fór ekki fram hjá okkur álit manna á
S ljpstjórum. Sumir þræddu ætíð brenndan
SJ° að heita mátti, en aðrir voru alltaf i
asfiski. Nokkrir dráttarmenn voru tilnefnd-
ir, sem hlutu að hafa gert samning við
þann „gamla“, því að þeir höfðu ekki fyrr
tekið grunnmál en á var kominn fiskur,
þótt aðrir yrðu ekki beins varir. Unglingar,
sem ráðist höfðu á færaskip norður á firði
í fyrsta skipti, sváfu ekki næturlangt um
hríð áður en lialdið skyldi upp, svo var
tilhlökkunin mikil. Sumir dunduðu við að
telgja sér vaðbeygju. Ekki var sama
hvernig beygjan á þeim var né dráttar-
raufin, og auðvitað mátti ekki gleyma að
skera upphafsstafina. Loks kom svo út-
sogið. Gufuskip var komið, var á leið norð-
ur fyrir land, átti m. a. að koma við á
ísafirði. Með för þess breyttist umræðu-
efni og andrúmsloftið í kringum okkur
strákana.
Þegar leið að hvítasunnu, tengdist hugur
okkar enn á ný ísafirði og skipunum það-
an, því að nú var von á sumum þeirra.
Nú hyrjaði þolinmæðiseta á Þinghúshöfð-
anum, fylgzt var með því af gaumgæfni,
hvernig smádeplar norður á bugt smánálg-
uðust eyjar og urðu lolcs fyrir sjónum
okkar ákveðið skip. Og bezti skeljakóng-
urinn var lagður undir, að þarna kæmi
skonnortan „Lovísa“. Og svo flaug lcóng-
urinn, því að skipið reyndist vera „Spring-
eren“ — einn af Árna-pungunum. Hvíta-
sunnan leið í sifelldu ferðalagi milli skipa
á höfninni, því að á slíkri stórhátíð var
jullan sjálfsögð hverjum strák, sem kunni
að rykka. Meðan við gæddum okkur á