Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Síða 31

Ægir - 01.07.1951, Síða 31
Æ G I R 179 Frá fiskverkunarstöð Samvinnufélags ísfirð- inga og íshúsi íNeðsta- kaupslað. >,Sjöfn“; nú eign sameignarfélagsins Aldan á Flateyri. Allir voru framannefndir bátar, eftir þvi sem ég bezt man, frá 22—28 smálestir. Flestir báta þessara voru fá ár í eigu þessara útgerðarfélaga, liðu félög þessi brátt undir lok. Nokkrir nýir bátar bættust þó við, svo sem „Frigg“, er Karl og Jóhann áttu. Sá bátur er nú eign Gunn- ors Guðmundssonar á Skagaströnd (fyrr á Hólmavík). Söltun útflutningssíldar hafði byrjað á lsafirði í smáum stíl 1915, en jókst á nœsta ári. Var mikil síldarsöltun þessi árin, eink- uin 1916 og 1919. Vonir rnanna um að hér væri að skapast ný og blómleg atvinnu- grein, hleypti örum vexti í vélbátaútveg bæjarins. — Síldartapsárin 1919 og 1920 komu mjög hart við eigendur liinna nýju vélbáta, og það svo, að margir þeirra biðu ekki bætur þess tjóns síðan. 1 ársbyrjun 1927 hættu aðalútgerðarfé- lögin útgerð sinni, og voru bátarnir aug- lýstir til sölu af viðskiptabanka þeirra. -—• Nokkrir bátanna urðu þó eftir í bænum, þar á meðal „Freyja“, sem Stefán Bjarna- son skipstjóri keypti, og einhverjir í félagi oieð honum. Var þá stofnað Samvinnufélag Isfirð- inga. Fékk það félag ábyrgð ríkissjóðs og lét smíða fimm vélskip. Þessir bátar komu allir til landsins og hófu veiðar á árinu 1928. Síðar bættust tveir við. Bátarnir báru allir Bjarnar-nafn. Nefndust fimm þeirra fyrstu: „Ásbjörn“, „ísbjörn“, „Sæbjörn“, „Valbjörn", „Vébjörn“, en tveir þeir síðari: ,.Auðbjörn“ og „Gunnbjörn“. Fyrri bátarn- ir voru smiðaðir í Noregi, en „Auðbjörn" og „Gunnbjörn" í Svíþjóð. Nær 20 árum síðar bættust svo við tveir Svíþjóðarbátar, er nefnast „Finnbjörn" og „Isbjörn". Með komu Samvinnubátanna byrjar eiginlega nýtt útgerðartímibil í bæn- um. — Fyrri bátar voru flestir neðan við 30 rúmlestir, en Samvinnubátarnir 42—46 rúmlestir. — Þetta varð nú lágmarksstærð útilegubátanna, því að vélskip, sem á eftir komu, urðu nú drjúgum stærri, Hugarnir t. d. um 60 rúmlestir. Aðeins einn Samvinnubátanna liefur helzt úr lestinni, það er „ísbjörn“, sem strandaði í Skálavík ytri veturinn 1940. Hinir allir eru í góðu standi, hafa oftast fengið viðgerð árlega, og nýlegar vélar eru í þeim. Á Samvinnubátana völdust þegar ungir skipstjórar, þá flestir lítt reyndir, sem síð- ar urðu hinir farsælustu í skipstjórn sinni,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.