Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 32

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 32
180 Æ G I R og sumir þeirra mjög aflasælir svo sem kunnugt er. Jón Kristjánsson er einn eftir sem skip- stjóri, þeirra er tóku við skipstjórn á fyrstu bátunum. Hefur hann óslitið verið skipstjóri á þeim siðan, lengstum á „Valbirni", en nú síðustu árin á „Finnbirni“ hinum nýja, og á togveiðum upp á síðkastið. Hann hafði og verið skipstjóri á bát úr Hnífsdal í nokk- ur ár áður en hann réðzt til Samvinnufé- lagsins. Jón Kristjánsson á nú að baki sér langan og mjög farsælan skipstjóraferil, sem skylt er að meta. Halldór Sigurðs- son var og samfleytt skipstjóri á „Vébirni", þar til hann lét af störfum að fullu fyrir tveimur árum, þá sjötugur. Ólafur Júlíus- son var nær óslitið skipstjóri á „Sæbirni“ l'rá byrjun og þar til hann fluttist til Siglu- fjarðar fyrir tveimur árum. Hann var jafn- an meðal aflahæstu manna, á síldveiðum einkanlega. — „Sæbjörn“ hafði lika góða afkomu, stundum mjög góða, undir skip- stjórn ólafs. Hygg ég það hafa stafað af hagsýni hans og góðri meðferð veiðarfæra. ólafur Júlíusson var í einu orði sagt hinn mesti fremdar skipstjóri. Guðmundur Kr. Guðmundsson tók við „Gunnbirni“ þegar í byrjun, og hefur með litlu uppihaldi verið skipstjóri á bátum S. I., nú síðast á Svíþjóðarbátnum „ís- birni“. Fyrstu stjórn S. í. skipuðu: Vilmundur Jónsson, þáverandi héraðslæknir, Harald- ur Guðmundsson, þá aíþm. ísfirðinga, Ing- ólfur Jónsson, þáverandi bæjarstjóri, Ei- ríkur Einarsson skipstjóri og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. — Síðan hafa lengstum einn og tveir skipstjóranna verið i stjórn þess og enn fremur oft einn úr hópi sjómanna. Núverandi stjórnarformað- ur félagsins er Rögnvaldur Jónsson kaup- maður. Hann var skipstjóri á „ísbirni** hinum eldri til 1936 eða 1937, en ekki er hann strandaði. Framkvæmdastjórar hafa verið Finnur Jónsson alþm. frá byrjun og til ársins 1945, en siðan hefur Birgir son- ur hans verið það. Samvinnufélagið hefur ávallt verið stærsta útgerðarfyrirtæki bæjarins og jafn- an átt afdrifarikan þátt i atvinnulífi ísa- fjarðar. Má geta þess, að frá ársbyrjun 1929 til ársloka 1948, námu mannahlutir á skipum félagsins 14 milljónum og 200 þúsund krónum, eftir því sem núverandi fulltrúi félagsins hefur tjáð mér. Haustið 1933 var stofnað iitgerðarfélagið Huginn. Aðalfrumvöðull að stofnun fé- lagsins var Jóhann Eyfirðingur. Hann var víst ávallt stjórnarformaður félagsins. -— Félagið lét smíða þrjú vélskip i Danmörk veturinn 1933—1934. Komu skipin til landsins 1934, liið síðasta i desember. Bát- ar þessir voru allir nefndir Huginn (I., II- og III.). Hugarnir eru allir um 60 rúmlestir og voru þá stærstir af fiskibátum bæjar- ins. Hugunum farnaðist vel fyrstu árin. Á stríðsárunum stigu hlutabréf félagsins í verði. Meðal stofnenda Huga-félagsins var Björgvin Bjarnason. Árið 1944 keypti svo Björgvin upp megnið af hlutabréfum Huga- félagsins, en Indriði Jónsson, einn heppn- asti skipstjóri hér, gekk út með Huginn II-, og með honum sem sameigandi Arngrímur Fr. Bjarnason. Eftir nokkur ár seldu þeir, Arngrímur og Indriði Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum i Garði, bátinn. Björgvin Bjarnason hafði um skeið feng- izt við útgerð. Hann rak líka um tíma litla fiskmjölsverksmiðju við bæinn. Um 1940 lét Björgvin smíða vélskipið Richard, sem er 84 rúmlestir. Síðar keypti hann og lét endurnýja 253 rúml. skip, er nefnist Grótta. Þessi skip voru bæði i ísfiskflutningum síð- ari ófriðarárin. Einnig var skipuin þessuni haldið úti á sildveiðum, og síðar bættust Hugarnir tveir við. Var þá atvinnurekstur Björgvins umfangsmikill. Hann hafði lika síldarsöltun með liöndum nokkur ár. Þessi skip Björgvins hafa nú öll lent í Vestur- heimi svo sem kunnugt er. I maí 1938 var stofnað útgerðarfélag, er nefnt var hlutafélagið Njörður. Félagið var stofnað að tilhlutan Kaupfélags Isfirðinga og nokkurra kaupfélagsmanna. Guðmund- ur G. Hagalin rithöfundur, þáverandi stjórnarformaður K. í., var fyrsti formað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.