Ægir - 01.07.1951, Side 41
Æ G I R
189
Niðursuáuverksmiáju
r a
Isafirái.
Niáursuáuverksmiája fsafjaráar h.f.
ísafjarðarbær mun vera brautryðjandi í
rækjuveiðum, og þó einkum í niðursuðu
þessa kynjafisks.
í*að mun hafa verið sumarið 1935, er
þeir Ole Sjrre og Símon Olsen byrjuðu að
veiða rækjur hér í Djúpfjörðunum. —-
Reyndist rækjumagnið þar meira en al-
niennt var búist við.
Þeir Ole Syre og Sírnon Olsen voru
nokkuð kunnugir veiðum þessum frá föð-
urlandi sínu, Noregh —• Hafa þeir síðan
uð meira og minna leyti verið riðnir við
rækjuveiðarnar hér. Fyrst stunduðu þeir
káðir saman veiðar þessar, en brátt bætt-
ust þar fleiri við.
Ole Syre lézt s. 1. vetur 73 ára að aldri.
Hafði hann átt aðalþátt í stofnun annarrar
í'ælcjuverksmiðju, er getið verður síðar. —
Syre heitinn var enn fremur frumkvöðull
nð ýmsum nýjungum, sem vert væri að
niinnast síðar.
Fyrst í stað var reynt að selja nokkuð
af ísuðum rækjum til Englands, en treg-
lega geklc að selja þær þannig tilreiddar
°g þótti sýnt, að það yrði alls ekki kleift.
Þar sem reynslan sýndi þegar, að svo
nnkið var um rækjur í ísafjarðardjúpi, að
smáverksmiðja myndi hafa yfrið nóg verk-
eíni, var þegar hafinn undirbúningur að
stofnun slikrar niðursuðuverksmiðju.
Réðst ísafjarðarbær í að koma verk-
smiðjunni á fót, og fékk til þess góðan
styrk hjá Fiskmálanefnd. Verksmiðjan var
komin upp í júní 1936 og tók þegar til
starfa. Var verksmiðjunni valinn staður i
einlyftu timburhúsi í Neðstakaupstaðnum.
Var það eitt af mörgum húsum Á. Ás-
geirssonar verzlunar þar, er Sameinuðu
^erzlanirnar eignuðust síðar, og nú var orð-
in eign hafnarsjóðs Isafjarðar. — Hefur
'erið aukið nokkuð við hús þetta síðan.
Hr þarna vinnusalur fvrir um 50 manns,
við skelflettingu og niðurlagningu í dósir,
svo og rúm fyrir niðursuðupotta, ketil og
ýmsar vélar í hliðarrúmi.
Tilhögun rækjuniðursuðnnnar er í
stuttu máli þessi: Fyrst eru rækjurnar
soðnar i stórum pottum, en síðan færðar
upp úr og skelflettar. Jafnframt og þær
eru skelflettar er fislcurinn látinn i dósir,
og lögur látinn i dósirnar. Að þessu búnu
er dósunum lolcað með vél, og síðan eru
þær settar í niðursuðupott, þar sem þær
eru steriliseraðar. — Að þessu loknu eru
látnar á dósirnar viðeigandi pappírsum-
búðir.
Rœkjcm skclflctt.