Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 381 ar með eðlileg-um hætti, þar með talin stærð áhafn- ar, lengd úthaldstímabils og veiðibúnaður, breyt- ist bótaréttur hlutfallslega. 2. Skipting veiðisvæða og verstöðva i flokka, þannig að í sama flokki séu þau veiðisvæði og þær verstöðvar, sem líkust hafa skilyrði fyrir sama meðalveiðimagni á hverri ver- tíð, hvort heldur um er að ræða síldveiði eða þorsk- veiði. 3. Skipting veiðiskipa í flokka, þannig að í sama flokki séu skip, sem líkust hafa skilyrði fyrir sama meðalveiðimagni, með tilliti til stærðar, veiði- útbúnaðar o. fl. 4. Meðalveiðimagn skipa í hverj- um flokki fyrir sig, eftir því á hvaða svæði skipin veiða, hvaða tíma árs þau veiða og h.vaða veiði þau stunda. Meðalveiðimagn þetta skal fundið með hliðsjón af aflamöguleikum og kauptrygg- ingu á hinum ýmsu veiðum. Meðalveiðimagn, sem þannig er ákveðið fyrir hvern flokk skipa, skal gilda sem meðalveiðimagn, er reikna skal út bóta- greiðslur úr sjóðnum, þar til sömu aðilar hafa á sama hátt ákveðið annað. Verði ágreiningur um einstök ákvæði reglugerðarinnar, sker ráðherra úr. Ef umsagnir ofangreindra aðila berast ekki innan þess frests, sem tiltekin er í reglugerð, sem sett verður samkvæmt lögum þessum, skal heimilt að líta svo á, að tillögurnar séu samþykktar. 5. gr. Útgerðarmanni er skylt að senda sjóðsstjórn- inni, eða trúnaðarmanni hennar á hlutaðeigandi bótasvæði, skýrslu um útgerð og aflabrögð veiði- skips síns á bótatímabilinu í því formi, er stjórn- in ákveður. Berist skýrslur eigi innan árs frá lok- um viðkomandi vertíðar eða tryggingartímabils, fellur bótaréttur niður. Jafnframt er stjórninni heimilt að krefjast annarra gagna um útgerð skips, sem hún telur nauðsynleg. Vanræksla á skýrslugerð varðar missi bóta- réttar. 6. gr. Það telst almennur aflabrestur, ef meðaiafli skipa í einhverjum flokki hinnar almennu deildar bátaflotans er minni en 75% eða í hinni almennu deild togaraflotans minni en 85% af hinu ákveðna meðalveiðimagni samkvæmt 4. gr. Þó skal sjóðs- stjórninni heimilt, ef sérstakar ástæður liggja til þess, að ákveða fyrir hina almennu deild báta- flotans, að þessi hundraðstala skuli vera 80 fyrir haustvertíð. 7. gr. Stjórn sjóðsins skipa sjö menn. Skulu þeir skip- aðir af ráðherra til 4 ára í senn á þann hátt, sem hér segir: Einn samkvæmt tilnefningu Alþýðu- sambands íslands, annar samkvæmt tilnefningu Farmanna- og fiskimannasambands Islands, þriðji samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, fjórði og fimmti samkvæmt tilnefn- ingu Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sjötti samkvæmt tilnefningu Sjómannasambands Islands og sjöundi er fiskimálastjóri, og er hann formaður stjórnarinnar. Enn fremur skipar ráðherra tvo endurskoð- endur. í störfum sínum er stjórn sjóðsins lieimilt, þeg- ar hún telur þess þörf, að kveðja sér til ráðuneytis sérstakan fulltrúa frá eftirgi-eindum landssvæð- um: 1. Suðurland, 2. Vestmannaeyjar, 3. Faxa- flói og Breiðafjörður, 4. Vestfirðir, 5. Norður- land, 6. Austfirðir. Ráðherra ákveður þóknun sjóðsstjórnarinnar og endurskoðenda, en sjóðsstjórnin ákveður eða sem- ur um þóknun og ferðakostnað tilkvaddra fulltrúa samkv. 3. mgr. Fiskifélag íslands annast afgreiðslu sjóðsins undir eftirliti sjóðsstjórnarinnar og yfirstjórn ráðherra. Stjórnar- og afgreiðslukostnaður greið- ist af fé sjóðsins, og skiptist hann á deildir í réttu hlutfalli við tekjur þeirra seinasta reikningsár. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikn- ingar sjóðsins skulu birtir í B-deild Stjórnar- tíðinda. 8. gr. Stofnfé hinnar almennu deildar bátaflotans eru eignir síldveiðideildar og hinnar almennu deildar bátaflotans við gildistöku laga þessara. Stofnfé hinnar almennu deildar togaraflotans eru kr. 20 000 000.00, sem ríkissjóður greiði með jöfnum, árlegum greiðslum á næstu 8 árum eftir árslok 1969. 9. gr. Arlegar tekjur sjóðsins eru: 1. 114% af fob- verði útfluttra sjávarafurða (öðrum en þeim, sem koma frá hvalveiðum, selveiðum og hrogn- kelsaveiðum). Skal gjald þetta reiknað á sama hátt og annað útflutningsgjald af sömu vöru. 2. Framlag ríkissjóðs er fjórðungur á móti 1. tölu- lið. 3. Vextir og aðrar tekjur af eignum sjóðsins. Ríkissjóður sér um innheimtu tekna samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. Tekjur samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. skiptast þannig milli deilda. 1 hina almennu deild báta- flotans renna allar tekjur af útfluttum fiskafurð- um bátaflotans. 1 hina almennu deild togaraflot- ans renna allar tekjur af útfluttum fiskafurðum togaraflotans. Tekjur samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. renna óskiptar í jöfnunardeild. 10. gr. Nú hefur almennur aflabrestur orðið á ein- hverju bótasvæði, svo að til sjóðsins kasta kemur um bætur, og skal þá hvert það skip, sem aflar 45% eða minna af meðalveiðimagni skipa þess flokks á viðkomandi bótasvæði, fá bætt 40% af þvi, sem vantar á það veiðimagn, og síðan, með vaxandi afla, lækkandi hundraðshluta bóta, þó aldrei meira en samsvarar því, að 67% vanti á meðalveiðimagnið, samkvæmt eftirfarandi reglu:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.