Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 15

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 15
ÆGIR 389 þeirra af starfsemi hlutatryggingasjóðs og afla- ti-yggingasj óðs.“ Hinn 16. júlí 1965 voru eftirgreindir menn til- nefndir í nefndina: Sigfús Bjarnason frá Sjómannasambandi Is- lands. Margeir Jónsson frá Fiskifélagi Islands. Tryggvi Helgason frá Alþýðusambandi Islands. Örn Steinsson frá Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands. Ágúst Flygenring frá Landssambandi ísl. út- vegsmanna. Ing\7ar Vilhjálmsson frá Félagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda. Már Elísson var skipaður formaður. Þingsályktunai'tillagan gerði ráð fyrir, að nefndin kynnti sér vandlega skoðanir útvegs- manna og sjómanna í einstökum landshlutum og reynslu þeirra af starfsemi sjóðsins. Að loknu nokkru undirbúningsstarfi var öllum félögum og samtökum ofangreindra aðila skrifað um málið og tillagna þeirra og ábendinga óskað. Eftirtekja þessa var rýr og þrátt fyrir eftir- gangsmuni og oftsinnis framlengd tímamörk til svara bárust nefndinni einungis fá svarbréf. Eru þessi bréfaskipti birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu. Jafnframt tilskrifum þessum, hafði nefndin og einstakir nefndarmenn samband við marga útvegs- menn og sjómenn og leitað álits þeirra. Fiskiþing hefur jafnan haft málefni sjóðsins á dagskrá og gert um þau tillögur, auk þess sem sérstök nefnd Fiskifélagsins hefur fjallað um mál- ið. Voru allar þessar tillögur vandlega íhugaðar. Nefndin ræddi strax í upphafi um það, hvort gera skyldi tillögur um grundvallarbreytingar á núgildandi lögum. Kom til álita að breyta reglum um bótaútreikninga og bótagreiðslur. Koma ýmsir möguleikar til greina, svo sem breytingar á bóta- útreikningi, að taka upp greiðslur á úthaldsdag eða á hvert aflað kíló o. fl. Einnig var rætt um stofnun séreignadeildar fyrir hvern bát — sbr. bréf hér á eftir. Þessar hugmyndir fengu ekki stuðning meiri hluta nefndarinnar. Eins og síðar kemur fram, urðu nefndarmenn sammála um að hraða ekki störfum, en að reyna að vanda þau því meira. Auk þess var dráttur mikill á svörum frá þeim aðilum, sem nefndin leitaði til. Þar sem starfstími nefndarinnar var af þess- um ástæðum alllangur, hafði hún möguleika á að fylgjast með þróun og starfsháttum sjóðsins á tveimur ólíkum skeiðum í sögu hans, þ. e. góð- ærinu 1965 og 1966, og er halla tók undan fæti 1967 og 1968, er heildaraflinn nam tæplega helm- ingi afla ársins 1966. Að sjálfsögðu mæddu þessar sveiflur mjög á sjóðnum, enda hlutverk hans að mæta sveiflum. Nefndin þykist geta dregið ýmsar ályktanir af þeirri reynslu, sem fékkst á þessu tímabili. Er nefndin þeirrar skoðunar, að núgpldandi lög hafi í stórum dráttum náð tilgangi sínum — sbr. 2. gr. þeirra. — Af þeim sökum leggur nefndin ekki til neinar stórvægilegar breytingar á um- gerð þeirri, er núgildandi lög mynda. Er hvort tveggja, að lítillar óánægju (líklega þvert á móti) hefur orðið vart um gildandi lög hjá þeim aðilum, er látið hafa í ljós álit sitt, og að nefndin telur reynsluna sanna, að nauðsynlegt sé að hafa ákvæði laganna rúm, þ. e. að þau skilgreini ekki í smá- atriðum sem flest svið framkvæmdar þeirra. I öðru lagi er nefndinni ljósari en áður nauðsyn sjóðsmyndunar. Að öðrum kosti getur sjóðurinn vart sinnt því megin hlutverki að mæta sveiflum í aflabrögðum. Af þessari ástæðu leggst nefndin eindregið gegn þeim hugmyndum, er fram hafa komið undanfarið um skei'ðingu á þeim tekju- stofnum sjóðsins, sem lög hans gera ráð fyrir. Þvert á móti leggur nefndin nokkra aukn- ingu tekna, öðrum þræði einnig vegna þess, að tillögur hennar um breytingar á lögunum munu án efa hafa í för með sér einhverja útgjaldaaukn- ingu, ef samþykktar verða. Telur nefndin, að þýðingarmestu breytingar- tillögurnar nái ekki tilgangi sínum, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að auka tekjur sjóðsins — sbr. aðallega ákvæði 3. og 5. gr. frumvarps þessa. Nefndin telur erfitt að benda á aðrar og efnis- lega gjörólíkar leiðir en sjóðsstjórnin hefur valið við framkvæmd laga sjóðsins, einkum ef hafðar eru í h,uga þær reglur, er sjóðsstjórnin hefur sett sér og sem nánar er lýst í næsta kafla þessa nefndarálits. Tillögurnar gera þó ráð fyrir nokkrum þýðing- armiklum stigbreytingum, sem gera nauðsynlega aðra túlkun ýmissa lagagreina en nú er við höfð. II. Athugasemdir við einstakar greinar. Við 1. gr. Heppilegt þótti að skipta lögunum í tvo kafla eftir að lögfest var ný, sérstök deild við afla- tryggingasjóð sbr. 1. kafla frumv. þessa, og lög nr. 74 28. maí 1969. Við 2. gr. Lagt er til, að báðar deildir bátaflotans verði sameinaðar í eina deild. Yrði þetta fyrst og fremst mikil hagræðing á störfum stjórnar og starfs- manna sjóðsins, en felur að öðru leyti ekki í sér efnisbreytingu. Við 3. gr. Fyrsta breytingartillagan er orðalagsbreyting. Fleiri en ein veiðistöð geta myndað bótasvæði. Þykir því réttara að nota orðið bótasvæði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.