Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 30

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 30
404 Æ GIR ingar“. Þessi grein tryggði þá sjómönnum fulla greiðslu sinna launa, þó enginn fulltrúi væri frá sjómannasamtökunum, en þeir eru 3. Fjórði maður er svo frá F. í. B., rígbundinn við þeirra sjónar- mið, og hlýtur að vera miklum hæfileikum gæddur, ef tekið er tillit til, hve miklu hann hefur áorkað fyrir F. í. B. í sjóðsstjórninni, en einmitt þeir 2 aðiljar, sem nefndir hafa verið, eru líklegastir að þurfa samvinnu við til hagsbóta fyrir sína um- bjóðendur. L.l.U.-maðurinn getur í sumum tilfellum orðið skiptur milli báta og togara, ef svo ber undir. Þannig eiga bátarnir, sem þó leggja margfaldan meirihluta af fjármagninu til sjóðsins, aðeins Wz-—2 menn, sem örugglega styðja sjónarmið þeirra í ágreiningsmálum. Við lítum svo á, að sanngjarnt væri, að 1 sam- eiginlegur fulltrúi væri frá Sjómannasamtökun- um, bæði í þessari nefnd og í sjóðsstjórninni, fiski- málastj. oddamaður eins og verið hefur, hinir stjórnarmeðlimirnir hljóta að eiga að vera frá Landsfjórðungunum 4, Reykjav og Vestm., kosnir af útgerðarsamtökum bátadeildanna á hverju þessara svæða. Þá teljum við, að reynslan sé búin að sanna það, að nú beri algjörlega að aðskilja F. í. B. frá bátadeildunum, þar eiga engin samskipti að eiga sér stað meira, annað en að innheimta útistand- andi skuldir við F. I. B. Frá upphafi hafa bátadeildirnar verið látnar lána F. í. B. stórfé, sem í mörgum tilfellum hefur dregið úr bótum til bátanna, jafnframt því að sýna þeirra afkomu betri en hún raunveruleg hefur verið. Þetta hefur verið gert á móti vilja útgerðarmanna almennt á bátaflotanum, eins og oft hefur komið fram á L. I. Ú.-þingum, en tog- arasjónarmiðin hafa ráðið í sjóðsstjórninni, illu heilli, í þessu máli og lánveitingar réttlættar með því, að á þeim væri ríkisábyrgð. Verði eitthvert tillit tekið til þessara 2ja höfuð- sjónarmiða okkar, teljum við svo mikið hafa áunnizt, að aðrar breytingar, sem gerðar kunna að verða, séu hreinir smámunir miðað við þessar tvær. Þó viljum við lýsa andstöðu okkar við fyrri hluta tillögu Sjávarútvegsnefndar varðandi afla- tryggingasjóð, a-lið, á nýlega afstöðnu Fiski- þingi, þingskjal nr. 23, þar segir: „Að bátar í sama stærðarfl. o. s. frv.“ Þetta er framsett til að draga enn meira af fé sjóðsins til dauðu svæð- anna en verið hefur, en í sama hlutfalli minnkaði þá bótavon betri veiðisvæðanna. Þá eiga bótatímabil að vera 2 yfir árið á öllum bolfiskveiðum, vetrarvertíð til 15. maí, sumar- og haustúthald út árið. Síldveiðar, stór skip, vetrar- vertíð, sameiginleg notkun síldar-, fisks- og loðnu nótar til 15. maí, síðan 1 bótatímabil út árið, minni síldarskip að 120 tonnum, sem aðeins stunda sumarveiðar, verði í sérbótaflokki. Þá er ein breytingartillaga, sem við leggjum áherzlu á að fá inn í lögin. I samningum um tog- veiðikjörin er kveðið á um, að á bátum 50—90 tonn skuli vera 9 menn á báti, (annars staðar 50—110 tonn, 8 menn). Þessari hámarkstölu hef- ur verið reiknað með til bóta. Nú höfum við reynslu fyrir því, að svona marga menn þarf alls ekki á þessa báta. í hinni gífurlegu manneklu, sem er, fæst jafnvel alls ekki þessi samningstala, auk þess vilja áhafnir ekki vera fleiri en nauðsyn krefur, vegna þess að þá lækka kjörin hjá þeim. Vegna þessa höfum við Vestmannaeyingar verið nær eingöngu með 5—6 menn á þessum bátum. Nú hefur sjóðsstjórnin á liðnum árum lækkað bæturnar til bátanna frá áður nefndri hámarks- tölu, eftir því hve margir menn hafa verið á bát. Þetta er því óskiljanlegra sem það er staðreynd, að fáir menn eru miklu dýrari í skiptaprósentu en fleiri menn fyrir útgerðina, og ættu bæturnar því að fara hækkandi en ekki lækkandi með færri mönnum. Það er ákveðin skoðun okkar, að þessi bátastærð eigi að miðast við 6 manna áhöfn, og bætur við það miðaðar, sem þá myndi verða sú algengasta eins og er. Þá er nauðsynleg breyting á niðurlagi 12. greinar, en þar segir: „Skip, sem stundað hafa veiðar % bótatímabils eða skemur, koma ekki til greina við bótaútreikning." I beinu tilfelli er ekk- ert við þetta atriði að athuga, en þó geta orðið til útgerðartilfelli, sem óréttlátt er að láta heyra undir þennan lið laganna, t. d. byrjar togbátur 15. maí á fisktrolli, er á því til miðs júní. (Hann gæti alveg eins verið með humartroll á sama tíma). Þá skiptir hann yfir á hitt trollið, og er með það í mánuð og tuttugu daga. Nú hefur aflinn brugðizt þennan tíma, og þess vegna tekur þessi bátur aftur fiskitrollið og er með það út veiði- tímann, jafnvel árið. Þetta hefur oft átt sér stað hér. I heild er veiðitímabilið bótaskylt, en nú á samkv. lögunum að draga frá 1 mánuð til bóta. Þessi veiðarfæri eru svo til alveg eins í öllum rekstri, báturinn var við veiðar allt bótatímabil- ið. Er ekki ranglátt að hegna útgerðinni í bótum fyrir það að hún gerði tilraun til að bæta rekstur bátsins með yfirskiptingunni? Eru þarna ekki of þröng sjónarmið, sem nauðsynlegt er að verði löguð? Við höfum nú bent á það helzta, sem okkur finnst ábótavant við sjóðinn og lög hans, og teljum, að ef nefndin tekur ekki ábendingar okk- ar til greina, skaði hún sjóðinn stórlega með því. Þá koma vonandi önnur útvegsmannafélög með það sem okkur hefur sézt yfir í endurskipulagn- ingu aflatryggingasjóðs. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Jóhann Pálsson, (sign.).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.