Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 11
ÆGIR
385
12. gr.
Ef skip veiða minna en 33% af meðalveiðimag-ni
viðkomandi flokks, skal sjóðsstjórnin rannsaka
sérstaklega hvernig á slíku aflaleysi stendur. Ef
þá kemur í ljós, að vanræksla eða óstjórn á út-
gerðinni á verulegan þátt í aflaleysinu, er sjóðs-
stjórninni heimilt að draga úr þeim bótum, sem
viðkomandi skipum bæri samkv. hinni almennu
reglu 10. greinar, eða fella bæturnar alveg niður,
ef um mikla vanrækslu er að ræða. Skip, sem
stundað hafa veiðar Vs bótatímabilsins eða skem-
ur, koma ekki til greina við bótaútreikning.
13. gr.
Nú fær útgerðarmaður fé úr sjóðnum, og getur
stjórn hans þá krafizt þeirrar tryggingar af út-
gerðarmanninum, sem henni þykir þörf, fyrir því,
að fénu verði varið til greiðslu á eftirtöldum
gjaldaliðum í þeirri röð, sem hér er talið: Kaup
og fæði skipverja, vátryggingargjöld og önnur
hliðstæð gjöld, eftir því sem greiðslur hrökkva til
hverju sinni.
14. gr.
Þeir, sem fá bætur samkvæmt lögum þessum,
eru skyldir að láta reikningaskrifstofu sjávarút-
vegsins í té reikninga um rekstur skipa þeirra,
sem bætur eru miðaðar við, i því formi, sem reikn-
ingaskrifstofan ákveður.
II. KAFLI
Um greiðslur fæðiskostnaðar bátasjómanna.
15. gr.
Við aflatryggingasjóð skal starfa sérstök deild,
áhafnadeild, sem greiðir hluta af fæðiskostnaði á
fiskibátum. (þ. e. fiskiskipum öðrum en togurum).
16. gi-.
Árlegar tekjur áhafnadeildar eru 1.5% af fob-
verði útfluttra sjávarafurða (annarra en þeirra,
sem koma frá hvalveiðum, selveiðum og hrogn-
kelsaveiðum). Skal gjald þetta reiknast á sama
hátt og annað útflutningsgjald af sömu vöru.
17. gr.
Áhafnadeild aflatryggingasjóðs skal gi-eiða út-
vegsmönnum hluta af fæðiskostnaði lögskráning-
arskyldra sjómanna á fiskibátum og hlutaráðinna
landsmanna á línubátum, sem lögskráð er á, sem
hér segir:
a) Vegna áhafna á fiskibátum 151 brúttórúmlest
að stærð og stærri: 120 krónur á úthaldsdag og
áhafnarmann.
b) Vegna áhafna á fiskibátum undir 151 brúttó-
rúmlest að stærð: 100 krónur á úthaldsdag og
áhafnarmann.
Áhafnadeild aflatryggingasjóðs skal greiða eig-
endum fiskibáta með þilfari, sem hafa ekki lög-
skráningarskyldu, hluta af fæðiskostnaði þeirra
báta: 85 krónur á úthaldsdag og áhafnarmann.
Skilyrði fyrir greiðslu þessari er, að eigendur við-
komandi báta fullnægi reglum áhafnadeildar afla-
tryggingasjóðs, sem deildin setur fyrir greiðslu
hluta fæðiskostnaðar á þessari bátastærð, að bát-
ar þessir hafi verið gerðir út eigi skemmri tíma
en fimm mánuði á ári og eigendur þeirra báta
tryggi áhafnir sínar sömu slysatryggingum, svo
og líf- og örorkutryggingum, sem samið er um í
heildarkjarasamningum sjómanna og útvegs-
manna.
Frá 1. janúar 1971 greiðir áhafnadeildin einnig
hluta af fæðiskostnaði vegna opinna vélbáta með
85 kr. á hvern róður og áhafnarmann. Skilyrði
fyrir þeim greiðslum eru: Bátarnir séu skráðir
(nafn og umdæmisnúmer). Þeim sé haldið út til
fiskveiða, annarra en grásleppuveiða, minnst 3
mánuði á ári, og að öðru leyti fullnægi eigendur
þeirra sömu skilyrðum og tilgreind eru í næstu
mgr. hér á undan, að því er varðar þilfarsbáta,
sem hafa ekki lögskráningarskyldu.
Fjárhæðir þær, sem fram koma í a-lið og b-lið
1. mgr. og í 2. og 3. mgr., skulu breytast í sam-
ræmi við fæðislið framfærsluvísitölu frá 1. janúar
1970.
18. gr.
Greiðslur úr áhafnadeild aflatryggingarsjóðs
skulu inntar af hendi eigi síðar en einum mán-
uði eftir lok hvers kauptryggingartímabils, eins
og þau eru ákveðin í heildarkjarasamningum sjó-
manna og útvegsmanna.
19. gr.
Við ákvörðun úthaldsdagafjölda og áhafnar-
stærðar skal aflatryggingasjóður styðjast við út-
haldsskýrslur Fiskifélags íslands og upplýsingar
lögskráningarstjóra. Hafi fullnægjandi upplýs-
ingar um úthald einhvers báts ekki borizt Fiski-
félagi Islands, að mati aflatryggingasjóðs, skal
heimilt að fresta greiðslum úr áhafnadeild vegna
áhafnar hans, þar til útvegsmaður hefur ráðið bót
á þessu.
Á bátum, sem eigi hafa lögskráningarskyldu,
skal trúnaðarmaður Fiskifélags Islands staðfesta
úthaldsdagafjölda og áhafnarstærð.
20. gr.
Ákvæði þessa kafla taka til útflutnings sjávar-
afurða og úthalds fiskibáta frá og með 19. febrúar
1969.
Með tilvísun til bráðabirgðalaga nr. 74/1970
gildir 16. gr. þó frá 1. júní 1970.
Þá skulu a- og b-liðir 17. gr. gilda frá og með
1. janúar 1971.