Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 19

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 19
ÆGIR 393 málið er svo nýtt af nálinni, aðeins nokkurra mánaða gamalt, er ekki ástæða til að gera því frekari skil hér. Hér er þó gerð tillaga um þá breytingu á 18. gr., að greiðslur úr deildinni verði bundnar við tryggingartímabil. Þetta er til hagræðis fyrir út- vegsmenn, vegna þess að í lok tryggingatímabila gera þeir upp fæðiskostnað samkvæmt fæðisdaga- fjölda og eiga þá auðveldara með að gefa skýrsl- ur um hann til aflatryggingasjóðs. Þessi breyting leiðir ekki til neinna tafa á greiðslum fæðispen- inga til sjómanna. Aðrar greinar skýra sig sjálfar. Reykjavík, 12. des. 1969. Már Elísson, formaður. Ágúst Flygenring. Ingvar Vilhjálmsson. Margeir Jónsson. Sigfús Bjarnason. Tryggvi Helgason. Örn Steinsson. III. Ýmsar skýringar á lögum og reglugerð um aflatryggingasjóð. Hér á eftir verður leitazt við að lýsa í stuttu máli lögum og reglugerð um hlutatryggingasjóð sjávarútvegsins — síðar aflatryggingasjóð sjávar- útvegsins — og þeim breytingum, sem lög og reglugerð hafa tekið frá upphafi. Jafnframt verð- ur leitazt við að skýra ýmsar framkvæmdareglur, sem sjóðsstjórnin óhjákvæmilega hefur þurft að setja. A. Lög sjóðsins. Lögum um hlutatryggingasjóð — síðar afla- tryggingasjóð — hefur tvívegis verið breytt, síðan til hans var stofnað með lögum nr. 48 25. maí 1949. I fyrra skiptið — á árinu 1958 — var um að ræða breytingu, sem fól í sér hækkun tekna síld- veiðideildar úr 0.5% útflutningsverðmætis sjávar- afurða í 0.75% með tilsvarandi hækkun á fram- lagi ríkissjóðs. Jafnframt var ákveðið að láta sjóðinn ná yfir síldveiðar með reknetjum auk herpinótaveiðanna. Er þessa breytingu að finna í lögum nr. 38 24. maí 1958. Hin síðari lagabreyt- ing, sem framkvæmd var á árinu 1962, var yfir- gripsmeiri. Var þá nafni sjóðsins breytt og hann nefndur aflatryggingasjóður sjávarútvegsins, en aðrar helztu breytingarnar voru þær, að stofnaðar voru tvær nýjar deildir við sjóðinn: Togaradeild og jöfnunardeild. Jafnframt voru tekjustofnar sjóðsins auknir verulega. Togarar höfðu áður ekki heyrt undir sjóðinn, þótt togveiðar báta hafi hins vegar frá upphafi heyrt. undir hann. Ástæð- una til stofnunar jöfnunardeildar mun einkum að finna í reynslu þeirri, er fengizt hafði af starf- semi hlutatryggingasjóðs. Hafði oft komið fyrir á síldarleysisárunum, að taka þyrfti lán hjá hinni almennu deild sjóðsins, til þess að síldveiðideildin gæti staöið við skuldbindingar sínar. Var síld- veiðideildhlutatryggingasjóðs jafnan í allverulegri skuld við almennu deildina og við lánastofnanir allt fram að lagabreytingunni, og jafnvel lengur eða þar til síldveiðideildin tók að eflast með hin- um stórauknu síldveiðum á þessum áratug. Við lagabreytingu þessa voru tekjustofnar hinna einstöku deilda annarra en jöfnunardeildar ákveðnir 1.25% af útflutningsverðmæti sjávar- afurða. Fyrir hina almennu deild bátafl. þýddi þetta hækkun úr 0.5% og fyrir síldveiðideildi.na úr 0.75%. Gjald á afurðir togaranna í þessu skyni var þá að sjálfsögðu lagt á í fyrsta skipti. Ríkis- sjóður lagði hinni nýstofnuðu togaradeild stofn- framlaga að upphæð 37.5 millj. króna, sem greið- ast skyldi á 15 árum. Fram að umræddri laga breytingu hafði framlag ríkissjóðs verið jafnt tekjum af útflutningsgjöldum. Með hinum nýju lögum var það ákveðið helmingur á móti tekjum af útflutningsgjöldum. 1 reynd þýddi þetta nokkra hækkun ríkissjóðsframlagsins til hinnar almennu deildar bátaflotans, en nokkra lækkun til síld- veiðideildar frá því sem áður var. Tekjur jöfnunardeildar skyldu vera 50% tekna af útfluttum síldarafurðum og þorskafurðum báta- og togaraflotans. Á árinu 1958 starfaði nefnd kjörin af Fiski- þingi að tillögum um breytingar á lögum um hlutatryggingasjóð. Lagði nefnd þessi m. a til, að tekjur sjóðsins skyldu auknar nokkuð. Var sú tillaga m. a. rökstudd með nauðsyn aukningar á starfsemi sjóðsins, en einnig var bent á, að rangskráð gengi (Útflutningssjóður) hefði veru- legar tekjur af sjóðnum. Aðrar tillögur þessarar nefndar Fiskiþings miðuðu að því, að laga ýmis missmíð, er reynslan hafði leitt í ljós á lögum um hlutatryggingasjóð, svo og að styrkja framkvæmd laganna. Voru þessar tillögur flestar teknar til greina, er sett voru ný lög um sjóðinn nr. 77 28. apríl 1962. B. lteglugerðir um hinar ýmsu deildir. Breytingar á reglugerðum um hlutatrygginga- sjóð voru af skiljanlegum ástæðum nokkuð tíðar, einkum hinnar almennu deildar bátaflotans. Var og vart hægt að gera ráð fyrir öðru, þar sem verið var að þreifa sig áfram eftir áður ókunn- um stigum. a) Almenna deild bátaflotans. Hin fyrsta reglugerð hinnar almennu deildar sjóðsins, sem sett var skömmu eftir gildistöku laga um hlutatryggingasjóð, einkenndist fyrst og fremst af stórum bótasvæðum og fáum flokkum skipa (eftir stærð og tegund veiðarfæra). Eru hér á eftir birtar 1.—3. gr. þeirrar reglugerðar til samanburðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.