Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 26

Ægir - 15.12.1971, Blaðsíða 26
400 Æ GIR 1. svæði: Dyrhólaey að Horni 15. maí til 30. september 1. október til 22. desember 2. svæði: Norðurland (austan Horns) 15. júlí til 30. september. 3. gr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Veiðiskipum á sumarsíldveiðum með herpinót eða hringnót skal skipt í flokka, sem hér segir: I. fl. Herpinótaskip. II. fl. Hringnótaskip. Með fyrrgreindri reglugerð frá 1950, svo og breytingum frá 1958, var engin stærðarflokkun ákveðin. Hins vegar leiddi skipting í „herpinóta- og hringnótaskip" til nokkurrar stærðarskipting- ar, því að lengi framan af voru hin stærri skip með „herpinót" og tvo báta, en hin minni skip með hringnót og einn bát. Þess ber líka að minnast, að á árinu 1958 var síldveiðibátum skipt í flokka eftir því, hvort þeir voru búnir fiskleitartækjum eða ekki. Á næstu árum þar á eftir kom þessi flokkun hins vegar ekki til framkvæmda m. a. vegna þess, að fiski- leitartæki voru sett í flest ef ekki öll skip. Einnig tók sildveiðin þá að glæðast, þannig að sjaldnar var um bótaskyldu að ræða. Eins og að framan getur, hófst allmikil endur- nýjun fiskiskipastólsins um þetta leyti. Bættust flotanum mörg ný skip og stærri en áður höfðu tíðkazt. Jafnframt voru menn að komast upp á lag með að nota hringnótafyrirkomulagið á stærri skip- um. Síðustu herpinótaskipin heltust úr lestinni eftir sumarsíldveiðarnar 1961. Var þá svo komið, að síldveiðiskip frá 50—250 brúttórúmlestir til- heyrðu hringnótaflokknum. Þar við bætist, að göngur síldarinnar tóku breytingum frá því sem áður var. Hætti síldin að ganga nær landi í nokkrum mæli, en hélt sig djúpt undan. Breyttust veiðimöguleikar bátanna allverulega, og urðu hin- ir smærri bátar afskiptir. Um það leyti sem lagabreytingin kom til fram- kvæmda, var flokkun síldveiðiskipa eftir stærð orðin aðkallandi, enda var það tekið til greina, er ný reglugerð var samin í árslok 1962. Hins vegar voru breytingar allar á þróun síldveiða svo örar á þessum síðustu árum, að reglugerðin hefur tek- ið nokkrum breytingum frá því að hún var samin. Eru þær einkum fólgnar í nýjum bótatímabilum og veiðisvæðum. Virðist óþarfi að rekja þessa þró- un hér. Hún mun flestum í fersku minni. Þó má geta haust- og vetrarsíldveiða austanlands með hringnót, sams konar veiða sunnanlands með hringnót og loks samdrætti og síðan niðurfellingu síldveiða með reknetjum. Fer hluti núgildandi reglugerðar síldveiðideildar hér á eftir: 1. gr. Ákvæði reglugerðar þessarar taka til allra þeirra fiskiskipa, sem síldveiðar stunda með herpi- nót, hringnót, reknetjum eða botnvörpu. 2. gr. Veiðiskipum skal skipt í flokka sem hér segir: I. flokkur: Skip yfir 140 rúml., sem veiðar stunda með hringnót. II. flokkur: Skip 90—140 rúml., sem veiðar stunda með hringnót. III. flokkur: Skip undir 90 rúml., sem veiðar stunda með hringnót. IV. flokkur: Skip, sem veiðar stunda með herpi- nót. V. flokkur: Skip yfir 100 rúml., sem veiðar stunda með reknetjum. VI. flokkur: Skip undir 100 rúml., sem veiðar stunda með reknetjum. VII. flokkur: Skio yfir 100 rúml., sem veiðar stunda með síldarvörpu. VIII. flokkur: Skip undir 100 rúml., sem veiðar stunda með síldarvörpu. Við skiptingu veiðiskipa í flokka skal farið hverju sinni eftir skipaskrá sjómannaalmanaks- ins. 3. gr. Veiðisvæði skulu vera: I. Fyrir Norður- og Austurlandi 15. júní—31. ágúst 1. október—31. desember II. Fyrir Suðvesturlandi 1. janúar—28. febrúar 1. júní-—31. ágúst 15. október—31. desember Aðrar greinar reglugerðanna eru efnislega eins og finna má í reglugerð hinnar almennu deildai1 bátaflotans. C. Reglugerð hinnar almennu togaradeildar. Um þessa reglugerð er óþarfi að fara mörgum orðum, enda skýrir hún sig að mestu sjálf. Fara fyrstu þrjár greinar reglugerðarinnar hér á eftir. 1. gr. Ákvæði reglugerðar þessarar taka til þeirra skipa togaraflotans, sem veiðar stunda með botn- vörpu eða flotvörpu. Reglugerðin tekur ekki til síldveiða. 2. gr. Veiðiskipum skal skipt í flokka sem hér segir: I. fl. Skip yfir 750 rúmlestir. II. fl. Skip 450—750 rúmlestir. Við skiptingu veiðiskipa í stærðarflokka skal farið hverju sinni eftir skipaskrá sjómannaalman- aksins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.