Ægir - 15.01.1974, Síða 12
Norðursjór.
Barentsliaf.
Eins og kunnugt er voru síldveiðar í Norð-
ursjó bannaðar á tímabilinu 1. febr. til 15. júní
s. 1. ár, að undanteknu lítilsháttar magni, sem
leyft var að veiða til manneldis og beitu. Nam
hlutur íslands á tímabilinu 2.500 lestum, svip-
aðar reglur giltu á árinu 1972. Komið hefur í
ljós að undangengnum ýtarlegum rannsóknum,
að þessar aðgerðir hafa enganveginn reynzt
nægar til að rétta við síldarstofnana. Eru þeir
nú í bráðri hættu.
Á fundi NA-Atlantshafsnefndarinnar, sem
haldinn var í desember s. 1. var reynt að ná
samkomulagi um frekari aðgerðir til að draga
úr sókninni. Segja má, að fundarmenn hafi
verið sammála um að setja heildaraflakvóta
fyrir árið 1974. Hinsvegar eru enn skiptar
skoðanir um skiptingu kvótans milli þeirra
þjóða, er síldveiðar stunda í Norðursjó.
Annar fundur verður haldinn um málið 11.-
13. marz n. k. Þar til niðurstöður þess fundar
liggja fyrir, gilda sömu friðunarreglur og á
s. 1. ári. Á s. 1. sumri máttu íslenzk síldveiði-
skip ekki landa í dönskum höfnum afla, sem
veiddur var austan línu, sem hugsaðist dregin
úr Hanstholm í Líðandisnes.
Islandssíld.
Einhverjar vonir eru nú bundnar við, að
þessi síldarstofn sé í vexti. Enn líða samt án
efa allmörg ár þar til talið verður óhætt að
heimila veiðar að einhverju ráði.
Á s. 1. ári giltu reglur um takmörkun sóknar
í þennan síldarstofn, sem settar voru á grund-
velli samkomulags, sem náðist í þessu efni
milli íslands, Noregs og Sovétríkjanna síðla
árs 1970.
Bannaðar voru allar veiðar á kynþroska
síld af þessum stofni á hafsvæðinu milli ís-
lands og Noregs, þó ekki á skýrslusvæði Va
(íslandsmið). Norðmönnum voru hinsvegar
heimilaðar veiðar á um 9 þús. lestum af feit-
síld og smásíld.
Á ársfundi NEAFC á s. 1. vori náðist sam-
komulag um algjört veiðibann fyrir þessa síld
á árinu 1974, nema á skýrslusvæði Va, þó með
þeirri undanþágu, að aðildarríkjum væri heim-
ilaðar veiðar á smásíld og feitsíld sem nemi
20% af afla þeirra á árinu 1969. í raun þýðir
þetta, að Norðmenn mega veiða um 7 þús.
lestir og Rússar um 1600 lestir. Þeir síðar-
nefndu munu þó ekki notfæra sér þennan rétt.
Eins og kunnugt er hefur ástand fiskstofna,
sérstaklega þorsks og ýsu, á þessum slóðum
farið mjög hrakandi undanfarin ár. Þær þjóð-
ir, sem þarna hafa mestra hagsmuna að gæta,
þ. e. Bretar, Norðmenn og Rússar, hafa und-
anfarin ár gert ýtarlegar en jafnframt árang-
urslausar tilraunir til að ná samkomulagi um
verndun þessara fiskstofna. Nú virðist hins-
vegar hilla undir samninga þessarra ríkja.
NV.-Atlantshaf.
Á s. 1. ári tóku gildi víðtækari og strangari
reglur um takmörkun sóknar og verndun fisk-
stofna á þessu svæði. Bættust við nýir fisk-
stofnar og víðáttumeiri svæði. Er einkum um
að ræða nýja kvóta og jafnframt lækkun nokk-
urra, er þegar voru í gildi.
Við upphaf þessa árs gekk í gildi kvóta-
fyrirkomulag við Vestur Grænland.
Þá náðist á s. 1. ári samkomulag með flest-
um þeim þjóðum er veiðar stunda við Fær-
eyjar um takmörkun heildarsóknar á þeim
slóðum og nokkur forréttindi til handa fær-
eyskum fiskimönnum.
Hvaið er framundan?
Þær ráðstafanir til friðunar og endurupp-
byggingar fiskstofna á fjarlægum fiskislóðum,
sem nefndar voru að framan, munu án efa
verða í gildi nokkur næstu ár með litlum
breytingum.
Á íslandsmiðum verður að gera ráð fyrir
áframhaldandi friðunaraðgerðum fyrir síld og
humar. Sókninni í aðra ofveidda eða fullnýtta
stofna mun minnka verulega á næstu árum, er
erlend skip draga úr afla sínum hér við land.
Má af þeim sökum gera ráð fyrir að hlutdeild
okkar í heildarafla þessarra tegunda fari vax-
andi. Sjálfsagt verðum við að fara að öllu með
gát og notfæra okkur ekki að öllu leyti fyrst
í stað það aukna svigrúm, sem myndast við
brottför hinna erlendu veiðiskipa.
Gert er ráð fyrir eitthvað minnkandi þorsk-
gengd á þessu ári. Síðla þessa árs og á árunum
4 — ÆGIR