Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 13
1975 og síðar ætti hinsvegar vænlegs þorsk-
árgangs frá 1970 að fara að gæta í aflanum.
Hrygning og klak virðist og hafa heppnast
vel hjá ýmsum mikilvægum fisktegundum á
s. 1. ári. Kemur sá árgangur af þorski væntan-
lega í gagnið á árinu 1978 og um 1976 af loðnu.
Spáð er góðri loðnuvertíð á þessu ári, svo og
á árinu 1975 að öðru óbreyttu.
Stefnumótun.
Þetta svigrúm, sem að ofan getur, og þann
tíma, sem fyrir hendi er verðum við hinsvegar
að nota til að endurmeta ástand stofnanna,
stærð þeirra og veiðiþol. Þá verðum við og að
móta þá stefnu, sem við ætlum að fylgja við
hagnýtingu þeirra í framtíðinni. Markmiðið
hlýtur að vera að nýta stofnana á þann hátt,
að ná fram sem hæstri meðalnýtingu yfir langt
tímabil og forðast sveiflur í aflabrögðum, sem
stafa af of miklu tímabundnu álagi, eftir
mætti.
í þessu sambandi er og nauðsynlegt að
hyggja að stærð þess flota og samsetningu,
sem við ætlum að beita við veiðarnar. Ef sú
staðreynd er höfð í huga, að magn það, sem
veiða á, er náttúrulega takmörkunum háð,
leiðir af sjálfu sér, að miða á afkastagetu
fiskiskipastólsins við langtímaafrakstursgetu
fiskstofnanna.
Mörg vandamál blasa hér við — hagræns,
pólitsks og félagslegs eðlis. Þótt vandamálin
séu mörg, afsakar það ekki athafnaleysi eða
að láta reka á reiðanum.
Um fiskveiðihagsmuni okkar á fjarlægum
miðum hafa skammtíma sjónarmið um of ver-
ið látin ráða ferðinni. 1 þessu efni þarf að
sjálfsögðu einnig að móta stefnuna með hlið-
sjón af langtímahagsmunum. Vitað er að fisk-
veiðimörk flestra eða allra strandríkja munu
breytast í náinni framtíð. Áhrif þeirra breyt-
inga, sem hér um ræðir munu einkum snerta
núverandi hagsmuni okkar í Norðursjó og við
A.-Grænland. Eðlilegt er einnig að hafa í huga
að áður fyrr höfðum við hagsmuna að gæta
á öðrum hafsvæðum.
Sumir hafa viljað gera lítið úr þýðingu síld-
veiðanna í Norðursjó fyrir útgerðina og þjóð-
arbúskapinn. Þessu er hinsvegar öfugt farið.
Landað aflaverðmæti íslenzkra síldveiðiskipa í
Norðursjávarhöfnum nemur allverulegum
hluta útflutningsverðmætis sjávarafurða.
Tekjur útgerðar og sjómanna síldveiðiskip-
anna eru að jafnaði meiri en í flestum öðrum
veiðiskap. Ótalið er þá, að sá floti, sem síld-
veiðarnar stundar á um sinn ekki hægt um
vik að snúa sér að öðru yfir sumar- og haust-
mánuði.
Mikilvægt verður að telja, að hinir stærri
togarar okkar og línuveiðarar fái aðstöðu til
að athafna sig við Grænland og víðar.
Markaðsmál.
Segja má, að þýðingarmikill þáttur í stefnu
okkar í markaðsmálum hafi verið mótaður
með aðild okkar að EFTA á sínum tíma og
síðar með viðskiptasamningum við EBE, sem
undirritaður var á miðju ári 1972. Sá samn-
ingur gengur hinsvegar ekki í gildi, að því er
sjávarafurðir snertir, fyrr en deilan, sem upp-
hófst með útfærslu fiskveiðimarkanna í 50
mílur, hefur verið leyst. Er þessi dráttur á
gildistöku samningsins þegar farinn að valda
tjóni. Kemur hvorttveggja til frestun á lækk-
un tolla í hinum eldri EBE löndum og hækk-
andi tollar í Bretlandi frá EFTa samningnum.
Er þessa ekki sízt farið að gæta á löndunum
ísfisks í evrópskum höfnum.
Vonandi verður unnt að leysa deiluna við
V.-Þjóðverja, sem virðist síðasti þröskuldur
í veginum, á viðunandi hátt.
Skortur á mannskap við veiðar og vinnslu.
Ekki er það nýlunda hin síðari ár, að erfið-
lega hafi gengið að manna fiskiskipaflotann
og vinnslustöðvar. Á hinn bóginn má segja, að
koma hinna fullkomnu skuttogara til landsins
og dreifing þeirra um landsbyggðina hafi fært
þessa erfiðleika á annað stig. Verði útgerð
þeirra að þeim vonum, sem við þá eru bundnar,
munu þeir að því leyti flýta þróun, sem þegar
var byrjuð.
Draga mun úr tímabundnu atvinnuleysi í
mörgum sjávarplássum víðsvegar um land, eða
flutningi manna þaðan til vertíðarsvæðisins í
leit að atvinnu.
Hinsvegar munu og skapast auknir erfiðleik-
ar í hinum hefðbundnu vertíðarplássum, þar
sem framboð vinnuafls mun minnka að öðru
óbreyttu. Voru þó oft á tíðum ærnir erfiðleik-
ar þar fyrir að manna báta og vinnslustöðvar
yfir há-annatímann.
ÆGIR — 5