Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 17
það séu áhrif kjötframleiðenda, sem er þáttur
í því að stjórnvöld Nigeríu vilja ekki fallast
á lágmarksverð okkar á skreið.
Enn eru önnur öfl að verki í Nigeríu sem
eru á móti skreiðarinnflutningi. Það eru þeir
aðilar, sem hafa á undanförnum árum verið
að byggja frystigeymslur í aðalhafnarborgum
Nigeríu, í Lagos og Port Harcourt, til þess
að geta keypt fisk af togurum marga þjóða,
sem veiða í Atlantshafinu vestur af Nigeríu
og í kringum Kanaríeyjar. Þessar þjóðir eru
Pólverjar, Austur-Þjóðverjar, Rússar, Japanir,
Spánverjar og ef til vill einhverjir fleiri.
Útflutningur Norðmanna.
Það hefur komið fram í FISKETS GANG að
til 30. september 1973 fluttu Norðmenn út
3.500 tonn til Nigeríu.
Þar af voru flutt út um 2.000 tonn út á inn-
flutningsleyfi frá árinu 1972, sem giltu til 31.
marz 1973. Um 1500 tonn hefur norska ríkis-
stjórnin keypt af framleiðendum og notað það
magn sem greiðslu á tillagi Noregs til Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem á
vegum FAO í Róm er dreift til Nígeríu og
þannig er flutt skreið til Nigeríu og tel ég að
það meðal annars hindri að beinar sölur séu
gerðar á skreið til Nigeríu.
ERLENDAR FRÉTTIR
Veiðarnar í hættu
Eftirfarandi grein er endursögð úr Fiskets
Gang, en þangað komin úr Svenska Vástkust-
fiskaren og þangað komin úr Gautaborgar
Handels- och Sjöfarts Tidning svo að það er
búið að vera all-mikið ferðalag á þessari grein
ekki veigameiri en hún er. Það er kannski ekki
ófróðlegt fyrir lesendur Ægis að kynnast
þessu sænska sjónarmiði. „Norsk sjálfsbjarg-
arviðleitni hefur alltaf verið mikil og nú lýsir
hún sér meðal annars í því, að norskir fiski-
menn krefjast fiskveiðilögsögu jafnri auð-
lindalögsögu á hafinu úti fyrir ströndum Nor-
egs, en það þýðir 200 sjóm. fiskveiðilögsaga.
Norska stjómin hlustar með mikilli virðingu
á þessar útþensluáætlanir fiskimanna.
Samt er stjómin svo kurteis að benda á, að til
mála komi gagnvart sænskum fiskimönnum að
veita þeim einhverjar ívilnanir. þá höfum við
þetta: Fyrst taka þeir sér sjálfdæmi og réttinn
í sínar hendur og brjóta alþjóðareglur, en næst
bjóða þeir sænskum fiskimönnum af mikilli
náð að veiða á alþjóðafiskislóð, sem hinn
norski sjó- og hnefaréttur ætlar að leggja und-
ir Ólaf konung.
Það getur því farið svo, að sænska stjórnin
og sænskir fiskimenn lendi í þeirri niðurlægj-
andi aðstöðu, að verða að semja um rétt til að
veiða á þessu alþjóðasvæði.
Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir veið-
ar fiskimannanna á vesturströnd Sviþjóðar, ef
Norðmenn gera alvöru úr hótunum sínum.
Helmingur fiskiflota vesturstrandarmann-
anna yrði þá verkefnalaus og önnur strandríki
þá gripin mjög líklega sama útfærsluæðinu.
Danmörk og England færu að dæmi Noregs.
Þar sem íslendingar eiga meira undir sínum
fiskveiðum en Norðmenn, þá myndu þeir enn
taka upp málið og telja sig þurfa að færa meira
út en Norðmenn, og segðust ekki komast af
með minna en suður-amerísku mörkin, það er
500 sjóm. fiskveiðilögsögu. Heath má þá vænta
þess, að Temsárósar lendi annað hvort innan
lögsögu íslendinga eða Norðmanna. Það væri
nú sennilega réttast fyrir Norðmenn að byrja
á því að krefjast alls Idefjarðarins og um leið
réttarins til að kosta hreinsun hans.“
ÆGIR — 9