Ægir - 15.01.1974, Qupperneq 22
Gunnlaugur Þórðarson:
Island og Alþjóða-
dómstóllinn
Þau átök, sem urðu í síðasta þorskastríði við
Breta sýndu okkur greinilega vanmátt vopn-
lausrar þjóðar, er reynir að etja kappi við
vopnað stórveldi. Dvergurinn kann að sýnast
hugdjarfur, er hann leggur til atlögu við ris-
ann, en kapp er því aðeins réttlætanlegt, að
því fylgi forsjá.
Þar með er ekki verið að mæla bót fram-
komu Breta, sem ekki er bót mælandi. Hún er
ofbeldisfull og heimskuleg. En sú spumingin,
verður allt að einu ekki umflúin: — Eru vopn-
uð átök ekki síðasta úrræði vopnlausrar þjóð-
ar? Var ekki allt reynandi fyrst?
Það er mín persónulega skoðun og margra
annarra, að til þessara átaka hefði aldrei
þurft að koma. Bretar voru fúsir að leggja
fiskveiðideiluna fyrir Alþjóðadómstólinn í
Haag. Þar vorum við meira en jafningjar
Breta; þar gátu rök okkar og skýlaus réttur
fært okkur fullan sigur, ef rétt var á haldið.
Ekki var samstaða um það hér á íslandi að
leggja fiskveiðideiluna fyrir Alþjóðadómstól-
inn. Hver eru þá helztu rök þeirra, er því
höfnuðu, og hver eru gagnrök hinna?
Rök þeirra, sem andvígir voru því, að Al-
þjóðadómstóllinn fjalli um málið voru fyrst
og fremst þau, að um þetta mál ættum við
einir lögsögu og öðrum þjóðum komi málið
ekki við og að engin þjóð legði lífsafkomu
sína undir Alþjóðadómstól. — sem sagt í
fáum orðum mótast afstaða þeirra, sem and-
vígir eru því að málið verði rekið fyrir Al-
þjóðadómstólnum, eins og ég hef áður bent á,
af ótta við að tapa málinu, — en einnig þeim
hugsunarhætti, að eigi mætti á það reyna
hvort samningurinn frá 1961 hafi verið sá
smánar- og óhappasamningur, sem sumir hafa
viljað vera láta.
Þá er því stundum borið við að dómarar
Alþjóðadómstólsins séu gamlir menn eða að
þeir séu leppar stórveldanna eða ríkisstjórna
sinna, skal vikið að því síðar.
Því er ekki að neita að landhelgismál okkar
snerta grannríki okkar beint eða óbeint.
Grannþjóðirnar hafa sótt og hagnýtt sér okk-
ar mið, þannig að þær telja sig eiga nokkurn
rétt og því sjónarmiði þeirra verður ekki með
öllu á móti mælt eins og nú er í pottinn búið.
— Hitt er svo annað að líísafkoma okkar hef-
ur byggst á því, að fá einir að búa að auðlind-
um yfir landgrunninu og þar er kjami málsins.
Það er vissa mín og fjölda annarra, að þeim
rétti muni enginn alþjóðastofnun, hvað þá al-
þjóðadómstóll neita okkur um; þróun mála
gagnvart 200 sjómílna viðáttunni, er verulegt
innlegg í það mál, hinsvegar er þyngst á met-
unum fom og söguleg sérstaða okkar.
Þegar til þess er hugsað, að svo langt sem
það nær, eru Alþjóðadómstóllinn og alþjóða-
ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna hlið-
stæður eins og Hæstiréttur og Alþingi, var það
í mótsögn við sjálft sig að vilja fara með land-
helgismálið fyrir alþjóðaróðstefnur, eins og
Hafsbotnsráðstefnan er, en ekki fyrir Alþjóða-
dómstól, sem er margra hluta vegna miklu
vænlegri vettvangur til sigurs í landhelgis-
málinu og þar með skýlausari grundvöllur.
Allt er á huldu um hver verði niðurstaða
Hafsbotnsráðstefnunnar, ef hún verður þá
nokkur. Að þvi leyti kaupum við köttinn í
sekknum með þátttöku okkar. Það hefði verið
meir í samræmi við þá ákvörðun að hafa snið-
gengið Alþjóðadómstólinn, að ríkisstjórn ís-
lands hefði hafnað því að taka þátt í um-
ræddri alþjóðaráðstefnu, þar eð hún gæti ekki
samþykkt alþjóðalög, sem við teldum okkur
ekki unnt að virða, — en ekki er það tillaga
mín.
Við megum ekki gleyma þvi að upphaf
þeirra átaka, sem orðið hafa á hafinu í kring-
um okkur stafa öðrum þræði af því að ríkis-
stjóm íslands ákvað að sniðganga Alþjóða-
dómstóllinn og að í skugga þeirra vanvirðu
nota andstæðingar okkar tækifærið til víta-
14 — ÆGIR