Ægir - 15.01.1974, Page 24
bóndann. Hér er átt við Dani, og þó sá hefði
haft hag af samskiptum við smábóndann,
hirti hann lítt um að gæta réttar hans á stund-
um.
Þó var bjargálnabóndanum ljóst, að eyjar-
höfðinginn átti alls ekki þann rétt, sem hann
tók sér í skjóli aflsmunar. Að því kom þó að
eyjarhöfðinginn þvingaði bjargálnabóndann til
að gera samning við sig um upprekstrarrétt
hjá smábóndanum, granna hans. Að vísu var
samningurinn gerður að smábóndanum for-
spurðum, en kostur var að hann var uppsegj-
anlegur og þar með var réttur smábóndans
ekki með öllu fyrir borð borinn og engu glatað
að því leyti, þar eð samningurinn skapaði ekki
meira en í honum fólst. Smábóndinn sagði
samningnum upp fyrir um 20 árum og setti
sínar reglur um not eyjarhöfðingjans og ann-
arra af upprekstrarlandinu og hugðist nú nota
það meira sjálfur en áður. 6 árum síðar sá
hann að lífsafkoma sín byggðist á því að land-
ið yrði ekki of beitt og þrengdi nú frekar kost
eyjarhöfðingjans með nýjum reglum. Nú fyrir
ári varð honum ljóst að ekki kæmi til mála
að aðrir en hann og hans fjölskylda nytjuðu
landið og gerði hann því viðeigandi ráðstaf-
anir. Eyjarhöfðinginn vildi ekki sætta sig við
þær aðgerðir og kærði málið til dómstóla. Er
málið skyldi tekið fyrir, neitaði smábóndinn að
mæta á þeirri forsendu að krafa eyjarhöfð-
ingjans væri löglaus og hann væri ekkert upp
á það kominn að láta dómstól dæma um lífs-
bjargarrétt sinn. Enda þótt fjöldi manna
sýndu smábóndanum fram á, að hann væri
öruggur um að vinna málið fyrir dómstólnum,
sat hann við sinn keip og í stað þess að málið
væri rekið á eðlilegan hátt fyrir dómstólnum,
hófust illindi milli þeirra bændanna, sem eng-
inn sér fyrir endann á, né veit hvað kunni að
kosta og er þar kapp eyjarhöfðingjans svo
blint, að það jaðrar við glæp.
Samskipti okkar og Breta eru að ýmsu leyti
lík þessu, en það sorglega í því sambandi er
það, að upphafið má að nokkru rekja til þess
að við höfum hundsað Alþjóðadómstólinn, sem
getur orðið hróðri okkar sem þjóðar til ævar-
andi hnekkis.
Nú hallast óhjákvæmilega á smábóndann í
dæminu, okkur Islendinga, og gátu þó flestir
séð það fyrir, enda allógæfuleg leið valin.
Enginn neitar því nú, að framkoma Breta
var svívirðileg, en íslendingar sjálfir gætu
hins vegar gengið svo langt í viðbrögðum og
gripið til aðgerða, sem naumast sæma í sam-
skiptum siðaðra þjóða, sem og gætu leitt til
þess, að aðrar þjóðir yrðu með öllu ónæmar
fyrir ofbeldisaðgerðum Breta gagnvart okkur.
Væri þá síðasta hálmstráið fokið, því þrátt
fyrir allt geta íslendingar aldrei sigrað í
vopnaviðskiptum, og einustu vopn okkar hljóta
að vera lög og réttur, en að þeim frágengnum
hlýtur það að vera samvizka heimsins. Sljóvg-
ist hún gagnvart okkur er illa farið og því
miður er hætt við að þannig gætu málin skip-
ast, svo sem aðeins skal vikið að hér á eftir.
Dæmi um þetta var ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um skilyrðisbundna viðtöku á slösuðum
sjómönnum og sjúkum af brezkum togurum.
Um 10 ára skeið vann ég sem framkv.stjóri
R.K.Í., auk þess sem ég átti sæti í stjórn hans
og er mér fullkomlega ljóst að umrædd
ákvörðun ríkisstjómarinnar var brot á Al-
þjóðasamþykktum Rauða Krossins og að þá-
verandi stjórn Rauða Kross íslands hefði ekki
verið lengi að mótmæla slíkri samþykkt og
hér er um rætt. Hefði svo farið, að til þess
hefði komið að fyrirmælum þessum væri
framfylgt, hefði það getað orðið hneyksli á
alþjóðavísu.
Fleiri atriði mætti benda á, sem orkað gætu
tvímælis, þegar málið er skoðað í framan-
greindu ljósi, en skal ekki gert. Þess skal þó
getið, að óvist er með öllu að stjómmálaslitin
við Breta hefðu á neinn hátt bætt málstað
okkar gagnvart öðrum þjóðum, en að eiga vel-
vilja og samúð heimsins er höfuðatriði fyrir
okkur.
Þá er hins að gæta, að hefði stjórnmála-
sambandinu verið slitið, þá var fremur hætt
við að háskinn á hafinu hefði aukizt og það
hefði verið illt og málið alvarlegra en áður.
Manni gæti flogið í hug að ekki séu allir jafn
spenntir fyrir því að við sigmm fyrir Alþjóða-
dómstólnum og vera má að einmitt það atriði
hafi valdið því, að sumir sem em þess sinnis
hafa fengið menn í lið með sér til að hvetja til
þess að gerðar væm nú þegar kröfur til 200
sjóm. landhelgi, þvi þá mætti með nokkmm
sanni halda þvi fram að málarekstur um 50
sjóm. þjónaði engum tilgangi og þar með væru
þau málaferli úr sögunni. í framhaldi af þess-
ari áskorun hefur stærsti stjómmálaflokkur
þjóðarinnar sett fram eins konar yfirboð um
að landhelgin verði færð út í 200 sjóm. fyrir
16 — Æ GIR