Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Síða 11

Ægir - 01.04.1974, Síða 11
Mynd U. Á myndinni sést flotbúr, þar sem alinn er gulfiskur. Búrið er H metrar í þvermál og 7 metra djúpt. Þessi nýja tækni hafði þó þá annmarka, að °ft varð að endurnýja hlekkina (eða liðamót- in). Hins vegar hefur komið í ljós að vinna °g viðhald við þessi nýju búr er margfalt minni en við hin gömlu. I Fisliing International í ágúst 1972 var sagt frá fiskibúri, sem hannað hafði verið af Taiyo Gyogyo og Niigata Engineering Com- pany með styrk frá ríkinu og miðað var við að prófa það við strendur Japan. Búr þetta en þannig gert að unnt er að sökkva þvi þegar veður eru slæm. Lax. Lax er aðallega alinn í Norður-Japan (við LAKE Saroma). Búrin, sem notuð eru við laxeldið eru mjög stór, allt að 55 metrum í þvermál, og 25 metra djúp. Að visu er laxinn alinn í minni búrum, meðan hann er smár, en fluttur í þessi stóru búr, þegar hann hefur náð 500 gr. stærð. Vegna þess, að sjórinn við Norður-Japan er kaldari en t. d. Seto-sjórinn, eru ekki eins mikil óþægindi af gróðri þar. Regnbogasilungur. A síðasta áratug hafa farið fram umfangs- miklar athuganir á hvernig rækta megi regn- bogasilung í söltu vatni (þ. e. a. s. venja sil- unginn á að þrífast í söltu vatni, en regnboga- silungur lifir annars í fersku vatni). Vegna þessara rannsókna hefur framleiðsla regn- bogasilungs tífaldast á síðasta áratug, og er nú um 15000 lestir árlega. Fyrstu tilraunirnar voru gerðar 1966 við Miyagi Prefectural Fish- eries Experimental Station á Norður-Honshu °g þóttu takast mjög vel. Þetta varð til þess að farið var að rækta regnbogasilung við Okai- chiflóa og gengur sú starfsemi mjög vel. Má geta þess að tilraunastöðin við Okaichiflóa kostaði 76.000 sterlingspund á sínum tíma. Þar sem ekki er unnt að setja regnbogasil- ungsseiði beint í salt vatn, þá eru þau fyrst alin í þróm uppi á landi, þar sem þau eru höfð í blöndu af sjó og vatni, meðan þau venj- ast seltunni, en síðan þegar seiðin hafa vanizt seltunni, eru þau flutt út á sjó í flotbúrin og alin þar. Bækjurækt. Á síðustu árum hefur rækjurækt færzt nokk- uð í aukana í Japan og er heildarframleiðslan nú um 270 tonn árlega. Áhugi manna á rækju- rækt hefur aukizt mjög á síðustu árum og má því búast við að framleiðslan vaxi verulega á næstu árum. Þetta stutta yfirlit um fiskirækt sýnir að þróun fiskiræktar hefur gengið mjög vel á síð- ustu áratugum, enda hefur miklum fjármun- um verið varið til þessara hluta. Búast má við að framleiðslugota fiskiræktarinnar vaxi mjög á næstu árum í Japan, því áætlað er að auka mjög fjárframlög til eflingar þessara mála á næstu árum. Nótaviðgerðir í Noregi Við yfirförum og gerum við hvers kyns nætur og troll. Ennfremur set.jum við upp ný veiðarfæri og höfum troll- og snurpuvír á lager, ásamt öllum gerðum af tógi. Við tökum að okltur að geyma varanætur. Höfum einnig til leigu tvær hringnætur í fyrsta flokks ástandi. Þjónusta állan sólarhringinn. EGERSUND TRAWLVERKSTED Verkstæðissími 91-695 og 91-520. Heimasími Kaare Mong 91-681. Skrifstofan sími 91-219. Egersund, Noregi. ÆGIR — 107

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.