Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1976, Side 7

Ægir - 01.07.1976, Side 7
EFNISYFIRLIT: Hagstæð verðlagsþróun 217 • Björn Dagbjartsson: Hvað er vöruþróun? 218 • Útgerð og aflabrögð 221 • Heildaraflinn 1/1—31/5 1976 og 1975 226 • Stýrimannaskólanum í Reykjavík slitið 227 Framleiðsla sjávar- afurða 1. jan.—31. marz 1976 og 1975 228 • Fiskverð 229 Útfluttar sjávar- afurðir í apríl 1976 og 1975 230 • úÖ£r og reglugerðir: um veiðar í fisk- ' ciðilandhelgi Islands 232 °“ urn átflutningsgjald af sjávarafurðum 239 um Fiskveiðasjóð íslands 241 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (slands nÖFN. INGÓLFSSTFIÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MAR ELÍSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBRO ÓÍSLI ólafsso PRENTUI ÍSAFOL Askriftarver 1500 KR. PR ÁRI ux, KEMUR C halfsmánaðarleg RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 69. ÁRG. 12. TBL. 1 . JÚLÍ 1976 Hagstæð verðlagsþróim í 10. tbl. var skýrt frá því að óhjákvæmilega yrði þorsk- afli yfirstandandi árs (bæði okkar og útlendinga) minni en 1975. Á móti þessu skakka- falli kemur að verðlag sjáv- arafurða hefur farið hækk- andi og var í maílok 7% hærra (í dollurum), en það var í marzbyrjun og hafði verðlagið þá (í marz), hækk- að verulega frá meðalverð- lagi ársins 1975. Ætla mætti að meðalverðlag ársins 1976 yrði sem svaraði 13% hærra (í erlendri rnynt) en meðal- verðlag ársins 1975. Það rík- ir þó mikil óvissa í þessum efnum. Það má búast við auknu framboði af matvælum í Bandaríkjunum vegna auk- innar ræktunar þar í landi á árunum 1973—75. Þetta aukna framboð gæti lækkað verðlag sumra sjávarafurða okkar, einkum fiskmjöls. Það hefur gengið mjög erf- iðlega að fá nokkra umtals- verða hækkun á frystum fiski í Sovétríkjunum, sem væri í einhverju samræmi við aðrar verðbreytingar. Með tolla- lækkuninni í EBE-löndunum, sem fygldi í kjörfar enska samningsins, opnast mögu- leikar til að nýta þá mark- aði meira en verið hefur og þá ekki sízt fyrir rækjuna, karfann og ufsann. Náðst hafa góðir samningar um sölu á saltfiski einkum til Portú- gals, en einnig til Spánar, þó að þar hái okkur tollar. Skreiðarmarkaðir virðast fara síbatnandi einkum Nígeríu- markaðurinn. Það blasir náttúrlega við öllum, að þótt svo vel tækist til að útflutningsverðlag héld- ist gott allt árið, þá þarf nokkuð til, ef útkoman á að verða bærileg fyrir sjávarút- veginum þegar um er að ræða 20—30% verðbólgu hér innan lands og henni fylgja stór- felldar hækkanir á öllu sem útvegurinn þarf til sín, og til viðbótar þessum hækkaða kostnaði, kemur aflarýrnunin, sem rakin var í 10. tbl. Það er því ekki hægt að segja, að ýkja bjart sé fram- undan hjá sjávarútveginum næstu mánuðina eða út þetta árið, en úr því gætu afla- brögðin farið að batna, og haldist þá verðlagið gott, má búast við að það fari að birta til.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.