Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1976, Page 28

Ægir - 01.07.1976, Page 28
Heimild þessi til veitingar dragnótaveiði- leyfa skal ekki notuð að því er varðar veiðar í Faxaflóa. 14. gr. Veiðar á rækju, humri, síld, loðnu, spærl- ingi og kolmunna í botnvörpu og flotvörpu skulu háðar sérstökum eða almennum leyfum ráðherra. Ráðherra getur bundið leyfi þessi eða úthlutun þeirra þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja. Ráðherra getur einnig ákveðið í reglugerð, að aðrar veiðar í tiltekin veiðarfæri skuli háð- ar sérstökum eða almennum leyfum. 15. gr. Ráðherra getur að fengnu áliti Hafrann- sóknastofnunarinnar veitt heimildir til veiði- tilrauna og annarra vísindalegra rannsókna innan fiskveiðilandhelginnar og þurfa þær heimildir ekki að vera bundnar við íslenska aðila eina. En ætíð skulu slíkar tilraunir og rannsóknir fara fram undir eftirliti Hafrann- sóknastofnunarinnar. 16. gr. Veiðiheimildir samkvæmt 13,-—15. gr. skulu jafnan vera tímabundnar, og skal ávallt leita umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar og að jafnaði Fiskifélags íslands áður en þær eru veittar. Auk þess skal ráðherra leita umsagn- ar annarra aðila, þegar honum þykir ástæða til. 17. gr. Brot gegn 2. gr., 3. gr. og 5.—8. gr. laga þessara varða sektum svo sem hér segir: 1. Ef skip er 39 metrar að lengd eða minna, skulu sektir nema 4000—20 000 gullkrón- um. 2. Ef skip er meira en 39 metrar að lengd, skulu sektir nema 14 000—40 000 gull- krónum. Allar sektir samkvæmt þessari grein eru miðaðar við gullkrónur, sbr. lög nr. 4, 11. apríl 1924. Brot samkvæmt framansögðu skulu og varða upptöku á veiðarfærum, þar með töld- um dragstrengjum, svo og öllum afla innan- borðs. Nú næst ekki í skipstjóra, og er þá einnig heimilt að gera upptækt skipið sjálft eða andvirði þess að hluta. Upptöku má einnig beita, þótt ekki sé höfðað refsimál út af brot- um og þótt refsimáli verði ekki komið fram. Máli til upptöku má þá beina gegn eigendum skipsins, umboðsmönnum þeirra eða umráða- mönnum þess. Lagt skal löghald á skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar er það kem- ur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipS' ins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Þ° er heimilt að láta skip laust fyrr, ef sett er bankatrygging, eða önnur trygging jafngiW að mat dómara, fyrir greiðslu sektarinnar og málskostnaðar. Til tryggingar greiðslu sektar skv. þessari grein og kostnaðar skal vera lögveð í skipinu. 18. gr. Brot gegn 11. gr., reglum settum samkvæm 10. og 12. gr. eða ákvæðum leyfisbréfa sett- um samkvæmt 13.—15. gr., varða sektum 200—14 000 gullkr., sbr. lög nr. 14 11. aPrI 1924, og upptöku afla samkvæmt lögum um upptöku ólöglegs sjávarafla eftir því sem við á. Ef brot falla ekki undir ákvæði þeirra laga skal um upptöku afla og veiðarfæra íara sv° sem greinir í 17. gr., ef um ítrekað brot ei að ræða. Nú er ljóst af öllum atvikum, að skipið he ur hvorki verið að veiðum innan fiskveio marka né undirbúningur gerður í því skynu og má ijúka málinu með áminningu, Þe& um fyrsta brot er að ræða, en ef um ítreK brot er að ræða, með sektum 2000—14 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. 19. gr. . Hver sá maður, er leiðbeinir skipi við o legar veiðar í íslenskri fiskveiðilandhelgu . liðsinnir því við slikar veiðar, eða hjálpar um brotlegu til að komast undan hegn1”®^ fyrir þær, skal sæta sektum, 2000—14. gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. hegningu skal hver sá sæta, sem er í t°Sv„ skipi eða á bát við skipshliðina, þegar þa ^ að ólöglegum veiðum í landhelgi, nema a j,, geti gert þá grein fyrir dvöl sinni þar’ a irl. legt þyki, að hann eigi enga hlutdeild 1 um ólöglega veiðiskap þess. ^ Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um 238 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.