Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 6. TBL. 1. APRÍL 1977 Eitthvað verður EFNISYFIRLIT: Eitthvað verður að víkja 105 Ólafur Bjömsson: Hver verður afrdrif borskárgangs 1973? 106 Deilt um Rockall 108 Guðmundur ,p Gunnarsson: VeSgja báta flotvarpa til kolmunnaveiða 108 Minningarorð: Einar Sigurðsson, útgerðarmaður 110 Fréttapistlar 111 ^tfluttar sjávarafurðir janúar 1977 og 1976 114 a, Ný fiskiskip: afur Jónsson GK 404 116 íitgerð og aflabrögð 120 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands HÖFN. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: gísli ólafsson PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGá að víkja Á það hefur oft verið drep- ið, hvað okkur íslendingum, sem höfum takmarkað fé til sjálfstæðra rannsókna, væri nauðsynlegt að fylgjast með því, sem væri að gerast með nágrannaþjóðunum í ýmsum atvinnugreinum. Það hefur ekki skort á það, að við höf- um reynt að læra af þessum þjóðum og fylgja fordæmi þeirra í ýmsu, svo sem í menntamálum, heilbrigðismál- um og allskyns almennings- þjónustu, en hitt hefur meir setið á hakanum, að fylgjast með þróun atvinnuveganna, einkum að því er lýtur að hag- kvæmni og hverskyns spam- aði og nýtni. Það er óumdeil- anlega lenzka hérlendis að miða hvaðeina í atvinnugrein- unum við afköstin. Þetta er al- kunn staðreynd í sjávarútvegi. Þar eru afköstin líka mikil, helzt til mikil myndi margur segja, um þessar mundir. Það nær þó engri átt að fordæma mikil afköst í atvinnugrein, þótt þær aðstæður geti skapast að þau verki neikvætt um stund. í síldariðnaði okkar gætti þess sjónarmið mikið hér fyrr á árum, hvað verk- smiðjan væri afkastamikil, bræddi mörg þúsund lestir á sólarhring. Þegar mikið aflaðist óx mönnum í augum að horfa á flotann bundinn sökkhlaðinn við bryggjur dag eftir dag í blíðskaparveðri. Það var því ofureðlilegt að afkastasjónar- miðið yrði mjög ríkjandi við byggingu verksmiðja. Það var þó alls ekki eins ráðandi og margir halda. Verksmiðjur okkar, sem reistar voru á síld- arárunum, voru eins fullkomn- ar og þá var kostur á. Menn eins og Gísli Hall- dórsson, Jón Gunnarsson o.fl. slíkir fylgdust vel með því, sem bezt var að finna hvar- vetna i heiminum og voru reyndar frumkvöðlar og/eða fundu upp, svo sem Gísli nýj- ungar, sem leiddu til aukinnar nýtingar. Þegar síldin hvarf dofnaði áhugi manna fyrir mjöl- og lýsisvinnsluverk- smiðjum, enda reyndist fyrir- tækjunum fullörðugt að halda þeim gangfærum, hvað þá end- urnýja vélabúnað þeirra og vinnslutæki. Þegar Þorsteinn Gíslason hafði lagt fram skýrslu sina um könnunarleið- angur í norskar og danskar fiskmjölsverksmiðjur á síðast- liðnu sumri, brá mörgum í brún og vildu kenna það for- ráðamönnum verksmiðjanna Framh. á bls. 107

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.