Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 10
Deilt um Rockall Kletturinn Rockall, sem liggur um 170 sjó- mílur vestur af Suðureyjum, hefur verið all- mikið í fréttum undanfarið. Bretar lýstu yfir eignarhaldi á klettinum á árinu 1955 og var það látið óátalið af flestum, þar til umræður hófust fyrir alvöru um 200 mílna efnahags- lögsögu strandríkja. Bæði Danir (vegna Fær- eyinga) og írar hafa véfengt rétt Breta. Einn- ig er sú skoðun nokkuð almenn á Hafréttar- ráðstefnunni, að óbyggður klettur eða sker langt úti í hafi, eigi ekki að öðlast sérstaka efnahagslögsögu. Sú þjóð, er fengi viðurkenndan slíkan rétt á Rockall, mundi hljóta um 80 þús. fermílna hafsvæði í sinn hlut. Ástæðan til þess áhuga, er þjóðir nú sýna þessari klettaey, stafar einkum af náttúruauð- lindum, er þar kunna að finnast, bæði fiski, en ekki síður oiíu og málmum. Fiskveiðar við Rockall eiga sér alllangan aldur, þótt ekki væru þær umtalsverðar fyrr en á allra síðustu árum. Á árunum fyrir 1960 var heildarafiinn við eyjuna oftast um 2—4 þús. lestir á ári. Á árunum 1960—1970 jókst sókn og afli nokkuð, reyndist árlega almennt 6—10 þús. lestir. Aflinn var þá aðallega ufsi, langa og nokkur ýsa, svo og lýsingur. Á þess- um árum voru það einkum Frakkar og Skotar, er þarna stunduðu fiskveiðar. Á árinu 1971 koma Rússar og Spánverjar til sögunnar og á árinu 1972 jókst aflinn við eyjarnar verulega. Færeyingar komast fyrst á blað með afla við Rockall á árinu 1973. Á árunum 1974 og 1975 vex aflinn gífur- lega og var sem hér segir, skipt á þjóðir: m- 1974 1975 lestir lestir Færeyjar 2.205 609 Frakkland 6.873 Noregur 193 1.138 Bretland (Engl. og Wales) 34 Skotland 720 1.159 Sovétríkin 50.161 50.120 60.152 53.060 Aflinn var að mestu leyti ýsa, t.d. veiddu Rússar um 50 þús. lestir af þeim fiski hvort árið um sig. Afli Frakka á árinu 1975 er ekki fyrirliggj- andi. Sennilega hafa þeir veitt 6—7 þús. lestir. Guðmundur Gunnarsson: Tveggja báta flotvarpa til kolmunnaveiða / f ramhaldi greinar eftir Magna Kristjánsso% skipstjóra er birtist í ó. tbl. Ægis um ferð hans og Guðmundar Gunnarssonar netagerðar- meistara til að kynnasta útbúnaði Dana við veiðar á kolmunna í flotvörpu, hefur Guðmund- ur gert meðfylgjandi teikningu af tveggia báta flotvörpu og skrifaði eftirfarandi skýr- ingar með henni. Ritstj. Þessi tegund af flotvörpu er almennt notuð í Danmörku, þar sem tveir bátar eru um eina vörpu. Þessi varpa var fyrst sett upp og reynd árið 1947 af Robert Larsen netagerðarmeist' ara í Skagen. Þessi flotvarpa er að því leyti frábrugðin þeim flotvörpum sem eru í notkun hér við land að öll f jögur byrðin eru af sömu stærð, vængir eru skornir þannig að þeir eru skornir á upptöku og leggjum sem gefur 25—' 35 % lengri línu en lengd vængsins. Annar hluti í belg er úr helmingi stærri möskva sern auðveldar gegnumstreymið í vörpunni þar sern flatarmál vörpunnar er mest. Pokinn er sér- staklega styrktur, þar sem kolmunninn þenst út, vegna þrýstingsmismunar, ef hann veiðist á miklu dýpi. Til marks um styrkleika og fyrirferð ma geta þess að pokinn er um 1200 kg á þyngd- Þenslugjarðir eru settar á pokann með tveggj3 metra millibili og eru 10 metra langar og not- að í þær 32 mm nylon tóg. Stertur er frá væng' enda aftur að pokabyrjun og annar stertuf þar frá aftur á pokaenda. Samsetning á byrð' um er nokkuð flókin vegna mismunandi möskvastærða og væri æskilegt að því yrð* breytt þannig að samsetning belghlutanna yrði auðveldari, t.d. að einn belghluti byrjaði á 800 mm möskva annar hluti á 400 mh1 möskva og svo framvegis, sem mundi auð- velda mjög alla samsetningu á vörpunni bæð* fyrir sjómenn og netagerðarmenn. 108 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.