Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 14
fara á haf út og gera tilraunirnar við verstu aðstæður. En hvað er að frétta af framhalds- tilraununum ? Hörpudisksveiðar Fyrir nokkrum árum bundu menn miklar vonir við það á ýmsum stöðum, að hörpu- disksveiðar gætu reynzt arðvænlegar. Það hefur þó verið dauft yfir þeim undanfarin ár, nema í Breiðafirðinum. Heildaraflinn 1975 var ekki nema 2400 tonn og síðastliðið ár 3600 tonn. Handúrskurður á skelinni reyndist of dýr og hörpudisksmiðin ekki eins öflug eins og menn höfðu haldið. Þessar veiðar hófust á Vestfjörðum (Bolungavík) á síðasta áratug, en þar trénuðust menn upp á þeim bæði vegna mikils vinnslukostnaðar miðað við fáanlegt verð um þær mundir, og miðin virtust ekki ætla að þola mikla sókn. Hörpudisksveiðar hafa því legið niðri við Djúp undanfarin ár, en nú hafa verið leyfðar veiðar þar á 1000 tonnum í ár og hafa fjórir bátar frá ísafirði fengið leyfi til veiðanna. Annað ísfirzku fyrirtækj- anna, sem gerir út þrjá bátana á þessar veiðar (Rækjuverksmiðja Olsens) hefur orðið sér úti um úrskurðarvél, sem getur skorið úr 4 tonnum á klukkustund af hörpudiski. For- ráðamenn fyrirtækisins segja, að það verði að auka þann kvóta, sem fyrirtækinu er ætl- aður, ef vélin á að borga sig. Hún kostar um 20 milljónir króna og er fengin frá Skotlandi, þar sem hörpudisksveiðar eru þróaður at- vinnuvegur. Sjómannasamningarnir I marzmánuði sögðu aðildarfélög Sjómanna- sambandsins upp samningum þeim, sem lög- festir voru í byrjun september í haust. Sjó- mannasamningarnir falla því úr gildi 15. maí. Óráðið er enn, í lok marz, hvað vestfirszku sjómannafélögin ætlast fyrir. Þó að vel gangi nú almennt hjá sjómanna- stéttinni skyldu menn jafnan hafa það í huga að tekjur þeirra eru sveiflukenndar og það nær engri átt að almenningur heimti sömu árstekjur og sjómenn, þegar bezt árar fyrir þá í afla og verðlagi — nema þessi sami al- menningur ætti þá að lækka líka tekjur sín- ar, þegar afli bregzt hjá sjómönnum eða verð- fall verður á mörkuðum. Mannavandræði Það hefur orðið það sama upp á teningnurn og undanfarnar vertíðir, að það hefur reynzt vandkvæðum bundið að manna netabátana vönu fólki og reyndar ekki fengizt íhlaupafólk heldur til róðranna sumstaðar, þótt góð afD' von væri. í frétt úr einni sunnlenzku verstöð- inni segir, að ekki hafi lánazt að manna fylli" lega bátana í verstöðinni, þótt afli væri um tíma 20—30 tonn í róðri. Mikil aflaaukning Botnfiskafiinn frá áramótum til marzloka varð 141 þús. lestir, en var á sama tímabili 1 fyrra 113 þús. lestir. Bátaaflinn nærri 20 þús- lestum meiri nú (83.7/64.2) og togaraaflim1 tæpum 10 þús. lestum meiri (57.4/48.4) Verkfall og gæftaleysi dró úr heildaraflaU' um í fjTra. Afli í róðri er skiljanlega minm nú en í fyrra á þessu sama tímabili. Það er jafnan svo, að í stöðugum gæftum verður afl1 pr. róður minni en þegar sjaldan gefur, nema fiskur sé ótakmarkaður, sem hann er víst ekkj- Það er sennilega ekki alveg sama í því daerm- hvort róðrar eru 5 þúsund eða 10 þúsund. Verzlun við sænska hunda Við erum í þann veginn að taka upp vonandi góða verzlun við sænska hunda með því a<'1 selja þeim kolmunna. Og nú er von á mikW ramakveini. Það er nefnilega enginn hörgull á fólkt sem þenur sig á þingum og mannfundum yfl1 því, að við skulum heldur veiða fisk í dýrafóð' ur en í hungrað fólk í þriðja heiminum. Satt er það, ekki er það skemmtilegt. E” staðreyndin er nú bara sú, að ef við færum að veiða fyrir hungrað fólk, þá gæti það fólk ekki einu sinni greitt flutningskostnaðin11; hvað þá sjálft andvirði vörunnar. Það 112 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.