Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 8
Ólafur Björnsson, útgerðarmaður, Keflavík: Hver verða afdrif þorskárgangs 1973? Eftir útkomu „Svörtu skýrslunn- ar, og „Bláu bókar- innar“ urðu miklar umræður um ástand þorskstofnsins. Nefndir voru skip- aðar og margvísleg- ar tillögur gerðar um hvernig hlífa mætti þorskinum við ofveiði, og áhersla lögð á virkt eftirlit. Þegar til fram- kvæmda kom, voru tillögur þessar í flestum tilfellum útþynntar þannig að þær hindruðu veiðar sem minnst og eftirliti sleppt að mestu. Daglega má svo heyra hástemmt lof um ágæti þessa káks, og þvi meira, sem smá- fiskadrápið er, er hóli um ágæti aflans kom- ið á framfæri við fjölmiðla. Á Hafrannsóknastofnuninni virðast menn hafa sofnað værum blundi og á Alþingi hefur ekki einn einasti maður látið mál þessi raska ró sinni, fremur en fyrr. í haust var haldin ráðstefna á Suðurnesj- um, þar sem mættu langt á annað hundrað manns, útgerðarmenn og fiskverkendur, auk fulltrúa frá sjómönnum, verkafólki og sveitar- stjórnum, ennfremur þingmenn kjördæmisins og sjálfur sjávarútvegsráðherrann var þar um tíma, en engir fréttamenn. Megintilgangur þessarar ráðstefnu var að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn þess að rétta þorskstofninn við ásamt sérstöðu Suður- nesjamanna eins og komið er. Því miður bólar lítt á árangri. Þá skeður það nú fyrir skömmu að sjávarútvegsráðherra heldur heim í kjördæmið sitt með fríðu föru- neyti og boðar til ráðstefnu um sjávarútvegs- mál, þar mættu um 80 manns auk starfs- manna sjávarútvegsráðuneytisins, eins og seg' ir í Morgunblaðinu. Margt athyglisvert kom fram á þessari ráð' stefnu, en það sem sama blað telur kjarna11 úr því, sem fram kom, er, „að Vestfirðinga^ óttast að hálfgert borgarastríð geti orðið 1 landinu ef meiri og frekari aflatakmarkam1- verði settar á fiskiskipin". Ennfremur fiskvinnslustöðvar á Suðurnesjum væru oi margar. Ekki hefur komið fram að fiskvinnsW' stöðvar á Suðurnesjum höfðu meira en noí að gera, að minnsta kosti á vertíðum, fran1 til 1970, þá var vertíðarafli þar 84.000 tonn. en hefur nú síðustu ár verið undir 40.000 tonh' um. Stjórnvöld virðast ekki hafa áttað sig á flytja hefði þurft vinnslustöðvamar um lel° og þau fluttu veiðarnar. 1 tilefni þessarar stríðsyfirlýsingar frá ráð' stefnu sjávarútvegsráðherra, hef ég enn ein11 sinni farið yfir „Svörtu skýrsluna" og „BlaU bókina“, auk greinargerðar Hcifrannsókna' stofnunarinnar um nauðsynlega sóknarminnk' un, sem stjórn L.Í.Ú. fékk nú í vetur, eI’ henni hefur lítt verið hampað. Þar er sama sókn í ár og á síðasta ári talin alltof mik11' Verði ekkert að gert er þó ljóst að hún verður mun meiri, því enn streyma nýtísku togarar til landsins. Fiskifræðingar eru sammála um að þorsk' árgangurinn frá ’73 sé sá sem við gætum not' að til þess að byggja stofninn upp ef sky11' samlega væri að farið. Árgangar frá ’74 og ’* hafa brugðist svo algjörlega, að talið er, 3 þeir skipti litlu í veiðinni. .. í ársbyrjun ’77 gæti ’73 árgangurinn ver* í hæsta lagi 400 millj. fiska að mér skils • Áætlað er að úr honum munum við veiða ca' 140 þús. tonn í ár. (Ég reikna ekki með að veiddur sé 3. aI"a 106 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.