Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 12
t Minningarorð: Einar Sigurðsson útgerðarmaður Með Einari Sigurðs- syni er fallinn frá mikill athafnamað- ur og brautryðjandi í íslenzkum sjávar- útvegi. Hann andað- ist í Landakots- spítala hinn 22. marz s.l., 71 árs að aldri, en hafði þá fyrir nokkru dregið sig að mestu í hlé frá störfum sökum veikinda. Einar Sigurðsson var fæddur í Vestmanna- eyjum hinn 7. febrúar 1906. Nám stundaði hann í Verzlunarskóla Islands og lauk prófi 1924. Hann hóf kaupsýslustörf í Vestmanna- eyjum þegar á unga aldri, en sneri sér jafn- framt snemma að útgerð og fiskvinnslu. Miklir umbrotatímar voru framundan. Verð- fall það á sjávarafurðum, er fylgdi í kjölfar kreppunnar miklu, olli sjávarútveginum mikl- um erfiðleikum. Aðlögunar var þörf í fram- leiðslu- og sölumálum sjávarafurða. Saltfisk- framleiðendur riðu á vaðið og stofnuðu Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda á árinu 1932. Fiskimálanefnd var sett á laggirnar 1935 (samkv. lögum frá 1934) til að efla fiskiðnað í landinu og til að leita nýrra leiða til að auka fjölbreytni í framleiðslu og sölu fiskafurða. Skömmu áður höfðu hafizt tilraunir með hraðfrystingu fisks (annars en síldar). Þessi aðferð náði ekki útbreiðslu fyrr en farið var að flaka fiskinn og nota plötufrystitæki. Á þessum og næstu árum hófu ýmsir framtaks- samir menn rekstur frystihúsa með þessum hætti, þ.ám Einar Sigurðsson í Vestmanna- evjum á árinu 1938. Fiskimálanefnd hafði í fyrstu með hönd- um sölu á frystum afurðum, enda fylgdi það sem skilyrði fyrir lánveitingum og öðrum stuðningi nefndarinnar við frystihúsin. Skjót- lega varð þó séð, að þetta fyrirkomulag var ei heppilegt. I ársbvrjun 1941 tók S.Í.S. við sölu afurða þeirra húsa, er voru á þess vegum og kaupfélaganna. í lok þess árs hófst raunar undirbúningur að stofnun S.H. undir forystu þeirra Ólafs Þórðarsonar og Einars Sigurðs- sonar. Einar var kjörinn ritari fyrstu stjórn- ar samtakanna og átti sæti í stjórninni um áratuga skeið og lengst af sem varaformaður- Auk þess átti hann þátt í stofnun ýmissa dótt- urfyrirtækja S.H. og sat í stjórn þeirra, m.a- sem stjórnarformaður. Þá átti hann sæti í stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. í Reykjavík. Síðustu ár ævi sinnar var hann og formaður stjórnar Coldwater Seafood Corporation, sem S.H. setti á stofn í Banda- ríkjunum á árinu 1947. Eins og títt er um menn, sem standa í stór- ræðum, stóð oft styrr um Einar Sigurðsson, enda sópaði að honum hvar sem hann fór. Enginn frýði honum samt áræðis og fram' takssemi, enda rak hann á eigin vegum eða var þátttakandi í útgerð báta og togara og fiskvinnslu víðsvegar um land allt frá Seyð- isfirði eystra til Flateyrar vestra. Umsvif hans voru samt jafnan mest í Vestmannaeyjum og Reykjavík, þangað sem hann flutti búferl- um á árinu 1950. Fyrirtæki Einars í Vestmannaeyjum fóru ekki varhluta af eyðandi mætti eldsumbrot- anna, er hófust á Heimaey 1973. Sonur hans Sigurður starfar nú að endurbyggingu þeirra og er rekstur þegar hafinn, þótt því verki sé enn ekki lokið. Einar var félagi í Fiskideild Reykjavíkur um árabil og átti einnig sæti í stjórn hennar- Hann var fulltrúi Reykvíkinga á Fiskiþingj 1970—1972. Tók hann jafnan mikinn þátt í umræðum og tillögugerð. Hann var áhuga' maður um allar nýjungar í fiskveiðum og vinnslu og lét þau mál til sín taka framar öðrum. Einar sat á Alþingi um nokkurt skeið a árunum 1959—63. Þá sat hann í bæjarstjórn Vestmannaevja 1942—1950. Jafnhliða umfangsmiklum atvinnurekstn og störfum að félagsmálum, gaf hann sér tíma til ritstarfa. Var hann ritfær vel og ligS' ur eftir hann fjöldi greina í blöðum og tíma' ritum, einkum um sjávarútvegsmál. Ég flyt eftirlifandi konu hans, Svövn Ágústsdóttur, og fjölskyldu allri samúðar- kveðjur stjórnar og starfsfólks Fiskifélags Islands. Már Elísson 110 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.