Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1977, Blaðsíða 18
| NÝ FISKISKIP Ólafur Jónsson GK 404 13. janúar sl. bættist nýr skuttogari í flota landsmanna, m/s Ólafur Jónsson GK 404. Skuttogari þessi er byggður í Gdynia í Póllandi hjá skipa- smíðastöðinni Stocznia im. Komuny Paryskiey, nýsmíði B 402/1. Ólafur Jónsson GK er fyrsti skuttogarinn í rað- smíði þriggja skuttogara af sömu gerð fyrir íslendinga. Áður hefur umrædd stöð byggt sjö skuttogara fyrir Is- lendinga, fyrst tvo skuttogara sem afhentir voru árið 1972, síðan fimm eftir sömu teikn- ingu, þó með breytingum á fyrirkomulagi og vélabúnaði, sem afhentir voru árið 1974. Ólafur Jónsson GK er í eigu fyrirtækjanna Keflavíkur h.f. í Keflavík og Miðness h.f. Sandgerði. Skipstjóri á Ólafi Jónssyni GK er Kristinn Jóns- son og 1. vélstjóri Halldór Pálmarsson. Framkvæmda- stjóri útgerðarinnar er Ólafur B. Ólafsson. Almenn lýsing: Skipið er byggt skv. reglum Lloyds Register of Shipping í flokki +100 Al, Stern Traw- ler, Ice Class 3, + LMC. Skip- ið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skip- inu skipt með fimm vatnsþétt- um þverskipsþilum í eftirtal- in rúm, talið framanfrá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu ásamt keðjukössum aftast; hágeymi fyrir brennsluolíu ásamt asdikklefa; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu (fremst) og ferskvatn (aftast); vélarúm með botngeymum fyrir brennsluolíu fremst í síðum; brennsluolíugeymar (yfir stefnisröri) og aftast skut- geymar fyrir brennsluolíu. B.b.-megin í vélarúmi er stjórnklefi fyrir vélabúnað (kontrolrúm). Á neðra þilfari er fremst geymsla, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþiifar með fiskmóttöku og aftast stýrisvélarrúm fyrir miðju. Út við síður á vinnu- bilfari eru klefar, b.b.-megin er varahlutageymsla, vélar- reisn og verkstæði en s.b.-meg- in er klefi fvrir kæliþjöppur o.fl., klefi fyrir COo-slökkvi- kerfi og vélarreisn. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvél- arrúm eru veiðarfærageymsl- ur, s.b,- og b.b.-megin. Framarlega á efra þilfari er yfirbygging sem nær út að síðum. en enginn hvalbakur er á skininu. í yfirbyggingu þess- ari eru íbúðir yfirmanna og klefi fyrir ísvél. Aftan við yf- irbyggingu er togþilfarið. Vörpurenna kemur í fram- haldi af skutrennu og greinist fremsti hluti hennar í tvær bobbingarennur. Til hliðar við vörpurennu eru síðuhús: skor- steinshús; klefar fyrir tog- vindumótora o.fl. Yfir aftur- brún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bipodmastur fyrir pokalos- un. Fvrir hífingar á vörpu er bipodmastur nokkuð framar- lega á togþilfari, sem er sam- byggt skorsteinum. Brú skipsins er uppi af yfir- byggingu á efra þilfari. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er Sulzer (Cegielski) gerð 12 AV 25/30. 12 strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sern skilar 2200 hö við 750 sn/ mín. Vélin tengist niðurfærslU' gír frá Renk (Zamech), gerð AUS 63 SO, niðurfærsla 4.55:1. og skiptiskrúfubúnaði fra Liaaen (Zamech) af gerðinn1 CP 85/4-590. Skrúfa er 4ra blaða úr ryðfríu stáli, þver- mál 3200 mm og snúningS' hraði 165 sn/mín. Á niðurfærslugír eru tvö út- tök (1000 sn/mín) fyrir raf' ala. Við annað tengjast tveir Leroy jafnstraumsrafalar (a sama öxli) 130 KW, 220 v hvor, fyrir togvindumótora. en við hitt er 400 KVA, 3x400 V, 50 HZ riðstraumsrafall fra Emit fyrir rafkerfi skipsins- Hjálparvél er frá CaterpiO' ar, gerð D 353 TA, 330 hö við 1000 sn/ mín. Vélin knýr einn 250 KVA, 3x400 V, 50 HZ rið' straumsrafal frá EM fyrir raf' kerfið og einn 60 KW, 220 1 jafnstraumsrafal frá Lero> sem er vararafall fyrir tog' vindur. Stýrisvél er rafstýrð vökvaknúin frá Hydroster aI gerðinni MS 100 TH9, snún' ingsvægi 6300 kpm. I skipinu er búnaður ^ brennslu á svartolíu og fyr)I_ brennsluolíukerfið eru tvS1 De Laval skilvindur af gelt MB 1424 F, önnur fyrir diesel' olíu og hin fyrir svartoh11' Fyrir smurolíukerfið verðn1 sett ein sjálfhreinsandi sku' vinda. Fyrir ræsiloftkerfu eru tvær rafdrifnar þjöpp111 af gerðinni Wan S2W 25/1’ 116 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.