Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 21
þjóðinni, sem virðast gjörsamlega hafa tapað glór- unni um það mikilvægi er sjávarútvegurinn hefur verið í efnahagslegu tilliti og jafnframt um þá stór- kostlegu framtíðarmöguleika, sem fólgnir eru í sjávarútveginum. í þessu sambandi kemur upp í huga minn saga, er ég heyrði fyrir stuttu. „Fyrir tveimur áratugum var haldinn á Suðurnesjum fundur að tilhlutan sjómanna og útvegsmanna. Til fundarins buðu þeir þálifandi stjórnmálaskörungi, sem jafnframt var ráðherra um þær mundir. í máli fundarmanna kom fram nokkur ásökun í garð þáverandi ríkis- stjórnar um ýmis málefni varðandi sjávarútveginn. Stjórnmálamaðurinn svaraði ásökunum þessum með örfáum orðum, eitthvað á þessa leið: „Víst er um það, að við stjórnmálamenn sinnum ekki ykkar málum af nægilegri kostgæfni, - en ég segi bara Guð almáttugur hjálpi ykkur þegar sérfræð- ingarnir fara að stjórna ykkar málum.“ Það er einmitt þetta atriði, sem sjávarútvegs- menn verða að skilja að er einn höfuðvandinn, sem steðjar að atvinnugreininni. Það er því mikilsvert að allt sjávarútvegsfólk um þessar mundir snúist til sameiginlegra átaka um að kveða niður þau öfl og þá óheillaþróun, sem hér hefur átt sér stað. Sem dæmi um það sem ég hef nú sagt, vil ég benda á nýjasta uppátæki helstu efnahagssérfræðinga þjóðarinnar, semersvo- nefnd Iðnþróunaráætlun. Þessi áætlun er nú þegar farin að skjóta rótum í hugum valdhafanna ef marka má viðbrögð þeirra, ásamt viðbrögðum helstu ráðamanna í fjármálastofnunum þjóðar- innar. í áætlun þessari er gengið út frá því að fiskiðnaðurinn taki ekki við meiri mannafla en átt hefur sér stað. Allir sem eitthvað þekkja til þessara mála vita að hér er um að ræða blekkingu, því sú staðreynd liggur ljós fyrir að á síðustu árum hefur fiskiðnaðinn vantað um 1000 manns til starfa. Má í því sambandi m.a. benda á hið erlenda vinnu- afl sem verið hefur í fiskiðnaðinum um nokkurt skeið. Þessi blekking er sínu alvarlegri fyrir þá sök að í engu er minnst á þann mannaflaskort, sem átt hefur sér stað og mun aukast að miklum mun vegna framþróunar í fiskiðnaðinum, sem fyrir- sjáanlegur er næsta áratuginn. Þar að auki má ætla að friðunarráðstafanir í fiskveiðunum muni á næstu ánim skila sér í mikilli aflaaukningu og þá er engin goðgá að ætla að fiskiðnaðurinn geti á næsta áratug tekið við mannafla sem nemur 5-6.000 manns. Af þessu má ljóst vera hve gífurlegt atriði Það er að ráðamenn láti ekki blekkjast í þessu máli, því ef svo fer munu aðgerðir stjórnvalda leiða tii þess að algjört hrun mun verða í sjávarútveg- inum - og þá held ég að væri ekki síst ástæða til að biðja Guð almáttugan að koma íbúum sjávar- byggðanna í landinu til hjálpar. Eins og fiskimálastjóri sagði hér í gær, hefur ekki þótt við hæfi að fara mörgum orðum urn aðrar atvinnugreinar en fiskveiðarnar á Fiskiþingum. Ég vil leyfa mér að brjóta þessa reglu lítillega. Fyrir tveimur árum stóð svonefnt iðnkynningar ár. Þá fengu forkólfar Félags íslenskra iðnrekenda nokkra tugi milljóna úr ríkissjóði til að reka áróður með þjóðinni, til eflingar atvinnugrein sinni. Svo langt gengu þeir í þessu að þeir hófu lævísan áróður gegn sjávarútveginum, sem m.a. birtist í því að formaður samtaka þeirra hóf sérstaka kröfugerð um það að iðnaðurinn fengi að búa við sömu aðstöðu og sjávarútvegurinn og hann sagði: „Við biðjum ekki um forréttindi heldur einungis jafna aðstöðu við sjávarútveginn". Þetta þótti fólki ekki nein óeðlileg ósk, en það furðulegasta gerðist að manninum hélst þetta uppi um nær tveggja ára skeið án þess að hann gerði minnstu tilraun til að sýna fram á í hverju þessi mismunur var fólginn. Það var ekki fyrr en í árs- byrjun að farið var að tína eitt og eitt atriði fram, sem átti að sýna þennan mismun, og þá þótti fólki heldur lágt risið á málflutningnum. Eitt helsta atriðið, sem tínt var til, var að sjómenn hefðu skattfríðindi en iðnverkafólk ekki. I skattlagn- ingarsögu þjóðarinnar gegnum aldirnar kemur margt eftirtektarvert fram sem sýnir að íslenskir fiskimenn voru um margra alda skeið skattlagðir umfram aðra, og sem dæmi um það má nefna að fiskimannastéttin ein var um þriggja alda skeið skattlögð til þess að bera uppi allt spítalahald landsmanna. Það er kannske þetta sem vakir fyrir iðnrekendaforkólfunum þegar þeir öfundast yfir lítillegum skattfríðindum sjómanna í dag, og tala svo mjög um nauðsyn auðlindaskatts á útveginm Ágæti forseti og góðir Fiskiþingsfulltrúar. Ég býst við að ykkur finnist þessi ræða mín fara eftir nokkuð sérstökum farvegi með tilliti til að hér skyldi flutt framsaga um stjórn fiskveiða. í því sambandi vek ég athygli á því að í ágætri skýrslu fiskimála- stjóra er hann flutti hér í gær, eru þessum málum gerð svo góð skil að sú nefnd sem fjalla á um málið getur ekki fengið betra veganesti, ef svo má að orði komast. En hvað er ég þá að reyna að segja, - eg er ein- faldlega að segja að ef ekki verða settar niður ÆGIR — 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.