Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 64

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 64
hraðaþrep, minnkar það afl sem hver gír getur yfir- fært, þ.e. yfirfærða aflið fylgir inngangshraðanum allt að því línulega. Gerðirnar MG 514 M og MG 530 M eru búnar svokölluðum Omega hraðastjórnbúnaði. Með til- komu hans er hægt að velja hvaða útgangshraða sem er frá 0 og uppí þann hraða sem markast af inngangshraðanum og gírhlutfalli viðkomandi gírs. Sem dæmi má taka; aðalvélin snýst 1800 sn/mín, niðurgírun er 6:1, skrúfuhraði yrði þá 300 sn/mín. Með Omega hraðastjórnbúnaði er hægt að velja þreplausan skrúfuhraða á bilinu 0-300 sn/mín án þess að breyta snúningshraða aðalvélarinnar. Eins og fram kemur í dæminu er aldrei hægt að fara hærra með snúningshraðann en fasta hraðaþrepið gerir ráð fyrir. Omega stjórnbúnaðurinn kom á markað fyrir um tíu árum en áður hafði Twin Disc boðið með gerðunum MG 506, MG 509, MG 510, MG 514, MG 518 og MG 521 búnað, sem kallaður er hér á landi „trollventill“. Þessi búnaður kom á markað fyrir um það bil tuttugu árum. Trollventill- inn vinnur mjög líkt og Omega hraðastjórnbúnað- urinn, þó með þeim takmörkunum að ekki er hægt að nýta eiginleika „trollventilsins“ við stöðugt álag né ef inngangshraði fer yfir 1300 sn/mín. Hann er einkum notaður þegar skip eru tekin að og frá bryggju og á togbátum í hífingu. Með tilkomu „trollventilsins“ og Omega hraðastjórnbúnaðarins hefur fastaskrúfan öðlast notkunarmöguleika, sem svipar til skiptiskrúfunnar. í töflunni hér á eftir kemur fram hlutfallsleg skipting afls og töp í Twin Disc gír, þar sem skrúfu- hraða er stjórnað með Omega hraðastjórnbúnaði. /. 2. 3. 4. Hraði skrúfu Afl yfirfœn Afi lil annarra Töp i tengsli í% á skrúfu i % nota i %. i%- 0.0 0.0 100.0 0.0 10.0 0.1 99.0 0.9 20.0 0.8 96.0 3.2 30.0 2.7 91.0 6.3 40.0 6.4 84.0 9.6 50.0 12.5 75.0 12.5 60.0 21.6 64.0 14.4 66.6 29.6 55.6 14.8 70.5 35.3 50.0 14.7 80.0 51.2 36.0 12.8 90.0 72.9 19.0 8.1 100.0 100.0 0.0 0.0 í dálki 1 kemur fram snúningshraði skrúfu í prósentum af snúningshraðanum, sem mark- ast af fasta hraðahlutfallinu. í dálki 2 kemur fram sá hluti vélaraflsins í prósentum, sem fer til þess að knýja skrúfuna miðað við skrúfuhraðann í dálki 1. f dálki 3 kemur fram sá hluti vélaraflsins í prósentum, sem tiltækur er til annarrar notk- unar en skrúfudriftar, t.d. driftar á vökva- þrýstidælum vegna vindna og annars vökva- knúins búnaðar. í dálki 4 koma fram í prósentu, þau afltöp sem leiða af áðurnefndri snúningshraðastjórn- un. Ef litið er yfir dálk 4 kemur í ljós að mestu afltöpin eru 14.8% sem eru við 66.6% af skrúfuhraða, en við þann hraða yfirfærir skrúfan 29.6% af vélaraflinu, þá er tiltækt 55.6% af vélaraflinu til annarra nota samkvæmt töflunni. Eitt íslenskt fiskiskip, Bryndís ÍS, er í dag búið Twin Disc niðurfærslu- og vendigír með Omega hraðastjórnbúnaði af gerðinni MG 514 M. En í allmörgum íslenskum fiskiskipum sem búin eru Twin Disc niðurfærslu- og vendigír er áðurnefndur „trollventill" í notkun í dag. Twin Disc framleiðir einnig sérhannaða gíra til notkunar með svokölluðum Two Pitch skrúfum, sem framleiddar eru af Newage Engineers í Bret- landi. Séreinkenni þessarar skrúfugerðar eru þau að hægt er að velja um tvær stigningar á blöðum sem getur komið sér vel fyrir skip sem stunda breyti- legar veiðiaðferðir eftir árstíðum. Til þess að breyta blöðum skrúfanna hefur þurft að taka viðkomandi skip á land eða að kafari framkvæmir verkið. Með tilkomu áðurnefndrar útfærslu Twin Disc gírsins er hægt að breyta blöðum skrúfunnar með vélrænum búnaði um borð í skipum. Tekið skal fram að þessi skrúfugerð er eingöngu notuð í frekar litlum skipum. Rétt er að geta þess að Twin Disc hefur hafið framleiðslu á niðurfærslu- og vendigírum með sambyggðum skiptiskrúfubúnaði, þessirgírarmunu koma á markað á þessu ári. Einkaumboð á íslandi fyrir Twin Disc hefur Vélaverkstæðið Björn og Halldór h/f, Reykjavík. 52 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.