Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 30
Þingið telur að kostnað við matið beri að greiða úr ríkissjóði, sem áður. Þegar endanlegar tillögur hinnar ríkisskipuðu nefndar liggja fyrir, telur þingið að senda skuli þær Fiskifélaginu til umsagnar. Fiskifélagið sendi aðild- arfélögum sínum þessar tillögur að reglugerð til umsagnar, síðan vinni stjórn félagsins úr breytinga- tillögum þeim, sem berast kunna og sendi þær við- komandi ráðuneyti. Aflatryggingasjóður 38. Fiskiþing ítrekar enn á ný fyrri samþykktir sínar um endurskoðun á reglum Aflatryggingasjóðs og skorar á stjórn sjóðsins að hraða henni. Bóta- tímabil sjóðsins verði jafnan í samræmi við kjara- samninga sjómanna og útvegsmanna. Fiskiþing telur eðlilegt að grásleppuveiðar falli undir hið almenna sjóðakerfi sjávarútvegsins, enda verði greitt í viðkomandi sjóði tilsvarandi gjöld vegna grásleppuafurða og greidd eru af öðrum sjávarafurðum. Fiskiþingið varar við því að Aflatryggingasjóður verði notaður til að verðbæta vannýttar fisktegund- ir. Samræmist það engan veginn tilgangi sjóðs- ins. Beitumál Fiskiþing telur að lögum um beitumál hafi ekki verið framfylgt sem skyldi, og að veita þurfti Beitu- nefnd bætta aðstöðu frá því sem nú er til að sinna þeim störfum sem ætlast er til samkvæmt lögum frá Alþingi sem samþykkt voru 24/4 1946. Fiskiþing lítur svo á að skýrslusöfnun um beitu- magn og beituþörf sé best borgið hjá Fiskifélagi íslands og að starfsmaður þar vinni að umræddri skýrslusöfnun samkvæmt lögum. Telja verður nauðsyn á að ákvæðum 10. gr. laga um beitumál verði látin koma til framkvæmda. Mat það er hér um ræðir verði unnið af fiskmats- eða síldarmatsmönnum. Leggja verður áherslu á að ef beita er keypt er- lendis frá, þá verði þess gætt að aðeins sé um góða og gallalausa vöru að ræða. Staðsetningarkerfi 1. 38. Fiskiþing flytur Þorgeiri Pálssyni dósent þakkir fyrir fróðlegt erindi um staðsetningar- kerfi og störf hans að þeim málum. 2. Þá felur þingið stjórn Fiskifélagsins að fylgjast náið með þróun og þeim breytingum sem eru að verða í staðsetningarkerfum skipa og kynni áfram rekstraraðilum Loran C kerfisins þá miklu þörf er íslenskur sjávarútvegur hefur á að útsend- ingum verði haldið áfram. Miðlun flskafla 38. Fiskiþing telur nauðsynlegt að á einum stað sé hægt að fá upplýsingar um löndunarmöguleika hjá íslensku fiskvinnslustöðvunum, þegar þannig stendur á að skip þurfa að landa hjá öðrum aðila en skipin landa venjulega hjá. Þingið telur að L.Í.Ú. sé sá aðili sem annast ætti slíka upplýsingamiðlun. Framkvæmd ætti að geta orðið á svipaðan hátt og hjá Loðnunefnd. Skýrsla fiskimálastjóra 38. Fiskiþing þakkar fiskimálastjóra, Má Elís- syni og starfsfólki Fiskifélags íslands vel unnin störf. Eins og fram kom í skýrslu fiskimálastjóra gegnir Fiskifélag íslands margháttuðum störfum í þágu íslensks sjávarútvegs með ágætum árangri. Greinargerð Sigurðar Guðjónssonar Eyrarbakka um Jan Mayen Á fjórðungsþingi Sunnlendinga var því beint til Fiskiþings að halda fast á málum okkar í væntan- legum viðræðum við Norðmenn um nýtingu haf- svæða við Jan Mayen og gæta réttar okkar þar samkvæmt fornum heimildum og nýjum. Greinar- gerð þessa samdi Sigurður Guðjónsson frá Eyrar- bakka og fer hún hér á eftir í heild: Þar sem ekki veitir af, að halda utan um alla hluti, sem við fslendingar eigum í fórum okkar bæði á landi og sjó, hljótum við að halda fast á rétti okkar til alls sem er á okkar landgrunni, svo sem til eyjunnar Jan Mayen. Ýmsar aðrar hval- veiðiþjóðir hafa viljað ásælast hana og nú síðast Norðmenn. Réttur íslands er fyrst og fremst landgrunns- réttur, en fleira kemur til, hinn sögulegi réttur 18 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.