Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 71

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 71
farminum. Ég tel því að við eigum að hafa vel opin augu fyrir því, ef laumað er inn í veiðileyfi eða regl- ur, sem við þurfum að vinna eftir, einhverju sem gæti orðið þess valdandi að skerða öryggi sjófar- enda. í 4. gr. síldarleyfanna er eitt slíkt atriði að mínu mati (sjá 4. gr.). Því ætti það að vera verra að ísa síld í 60 cm þykkum lögum í miðlestina, en út til hliðanna? Breidd þvert yfir steis er ekki alltaf pass- anleg fyrir ákveðinn fjölda af kössum þannig að þeir skorðist fastir, er þá reynt að troða tómum kössum niður með framborðum á hliðarstíum og fullu síld- arkassanna, til að skorða þetta af. Þetta er engan veginn nógu öruggt, þegar til alvörunnar kemur í vondum veðrum. Kassarnir jagast lausir, geta lent þannig á framborðunum í hliðarstíunum að þau lyftast upp úr fölsum sínum og þar með getur síldin úr síðustíunni runnið inn í smá holrúm í steisnum. Báturinn kominn með slagsíðu, þegar verst stendur á, og voðinn vís. Ekki virðist þessi regla gilda um reknetabáta, að kassa síldina í steisinn, ekki í fram- kvæmd eins og við þekkjum. (Ég hef ekki séð leyfi reknetaskipstjóra). Undirstrikaða setningin í 4. gr. ætti að falla niður að mínu mati. 7. gr. í síldarleyfi er góð það sem hún nær. Ég teldi æskilegt ef hægt væri að koma því við að stærðar- meta síldina í löndunarhöfn, þar sem síldin er viktuð. Þegar aðkomubátar landa í Þorlákshöfn eða Grindavík, og senda aflann inn á Faxaflóasvæðið með bílum, finnst mér sanngirniskrafa að gæða- og stærðarmat fari fram á löndunarstað. Eins og veiði- kvótinn er byggður upp nú, er ekki nóg að vita þyngd á veiddum afla, verðmæti hans verðum við af hafa við höndina, það ræður úrslitum hvað þyngdin á veiddum afla má vera í lokin. f sambandi við stærðarsýnistöku vil ég segja þetta. Við þurfum að ná ákveðnu magni af síld upp á dekk, til að geta talið og mælt stærðarhlutfallið. Bezta aðferðin að mínu mati, til að fara sem bezt með síldina og þurfa sem minnst að herða að síld- inni í nótinni, er að taka sýnin með löngum og lið- legum skaftháf (nokkurskonar lundaháf) og reyna að ná sýnum eins snemma og mögulegt er. Síld sem kemur upp með fellingum og pokum við nótardrátt, gefur ekki rétta mynd held ég, þó glöggir menn styðjist við það sem þar sést. Oft heyrum við í tal- stöðvum, þegar menn eru nýbyrjaðir að draga nót- ina inn „allt púrastórsíld, sem sést“, en þeir sömu verða að sleppa kastinu þegar búið er að draga og telja í sundur í stærðarflokka. í mörgum tilfellum er gert of mikið af því að herða að síldinni og láta dæluna hafa fyrir því að dæla prufunni upp á dekk. Þetta er kannski fljótlegra, en það flýtir ekki fyrir því að fá upp stærri síldarstofn. Við skulum því hafa það í huga“. Umræður Þorsteinn Gíslason þakkaði Þorvaldi ávarpið og sagðist lítillega vilja ræða sjókælingu og sagðist þekkja nokkuð til af eigin reynslu úr Norðursjón- um. Yfirleitt reyndist hráefni þetta gott við löndun, enda væri fjöldinn allur af erlendum skipum útbún- ir sjókælingu. Losun úr þessum tönkum er þar ekkert vandamál, þar er landað allt að 100 tonnum á klst. Þess er vel gætt að þessir tankar séu alltaf fnllir af 0° heitum sjó þegar aflanum er dælt í þá, þannig er tanknum alltaf haldið fullum. Sjókæld síld þótti í fyrstu slæmt hráefni til söltunar, því hún virtist taka illa saltinu. Eftir að verkendur áttuðu sig á að láta hráefnið standa í nokkra klukku- tíma og hitna aftur hefur síldin reynst afbragð til allrar verkunar. Már Elísson fiskimálastjóri, sagðist vilja aðeins ræða 50% upptökureglu Harðar, og sagðist hafa heyrt að í Vestmannaeyjum væri umframmagn flutt á milli skipa, til þeirra er ekki hefðu fyllt kvótann. Skipshöfn þess skips er fengi aflann kæmi og losaði umframmagnið. Sagði þetta athylgisverða tilraun sem vert væri að íhuga nánar. Steingrímur Sigurðs- son staðfesti að þetta væri rétt og hefði gefizt vel. Ekki voru fleiri á mælendaskrá og fundarstjóri Þorsteinn Gíslason þakkaði mönnum fyrir komuna og þátttöku í umræðunum og sagði það hafa verið mjög gagnlegt og fróðlegt að sitja fundinn fyrir Fiskifélagsmenn. Steingrímur Sigurðsson þakkaði stjórn Fiski- félagsins, fyrir hönd fundarmanna, frumkvæði Fiskifélagsins í þessu máli og lagði til að félagið efndi oftar til slíkra funda með skipstjórum. ÆGIR — 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.