Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 70

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 70
veðri kastaðist til í lestinni, sem gæti orsakað að skip færi á hliðina, svo ekki væri meira sagt. Hörður Þórhallsson ræddi nokkuð um gæðamat á síld og vitnaði í grein sína í Ægi um þau mál (4 tbl. 1979). Jóhann Guðmundsson sagði að lögum sam- kvæmt ætti að meta allan fisk, síld væri fiskur og því ætti að gæðameta hana. Engin reglugerð væri hinsvegar til um gæðamat síldar og hefði ekki feng- ist gefin út. Óli Guðmundsson sagði að sílda væri gæðametin. Jóhann Guðmundsson mótmælti þessu og sagði síld einungis stærðarmetna, samkvæmt verðlags- ákvæðum. Nauðsynlegt væri hinsvegar að gæðameta síldina og vitnaði í „súrlappa“ framleiðslu s.l. árs. Þar hefðu komið fram gallar á framleiðslunni. Ef síld hefði verið gæðametin hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa galla. Nauðsynlegt er að gæðameta síldina, m.a. vegna þessarar framleiðslu, því búast má við að hún aukist mikið á næstu árum, því markaðir virðast góðir fyrir þessa framleiðslu. Þessvegna er það sameiginlegt mál okkar allra að vanda sem bezt til þessarar framleiðslu. Gísli Sigmarsson skipstjóri, ræddi nokkuð súr- lappaframleiðsluna á s.l. ári og þá galla er þar hefðu komið fram. Sagði líklegustu orsakirnar þær að síldin hafi verið of feit, betra hráefni í þessa fram- leiðslu væri síld með minna fituinnihald. Auk gall- anna (marbletta) virtist þessi feita síld sem notuð var hafa rýrnað um 15% í tunnunum, fita síldarinnar virtist hafa losnað í edikinu. Til þess að nýta síld í þessa framleiðslu verði að lengja veiðitímabilið og veiða magrari síld. Óskar Þórhallsson skipstjóri, ræddi vandamálið með marbletti á síld, til að losna við þá ætti að banna dælingu og nota í þess stað háfinn. Jóhann Guðmundsson sagði það ekkert vafamál að háfuð síld væri betri en síld sem dælt hefði verið um borð. Már Elisson fiskimálastjóri, sagðist hafa unnið við „súrlappa" framleiðslu í Þýzkalandi fyrir mörg- um árum. Þar hefðu marblettir á síld ekkert vanda- mál verið. Síld sú er þar var notuð var öll veidd í troll. Gæti það vart leitt til betra hráefnis, en síld veidd í nót. Hörður Þórhallsson skipstjóri, vitnaði á ný í grein sína í Ægi um smásíldardrápið og sagði svo að fiski- fræðingar litu á reknetaveiðar sem heilaga kú. Hvernig fer með síldar sem troðast í gegn um möskva reknetanna, missir hún ekki hreistur eins og sú síld sem þrengt er að í nót? Hann sagðist halda að það væri mikið magn sem slyppi gegnum möskva reknetanna og samkvæmt kenningu fiskifræðinga er sú síld dauðans matur. En er nokkur sönnun fyrir því að síld drepist, þótt hún missi nokkuð hreistur. í gamla daga fyrir Norðurlandi var síld tekin úr nótinni eða jafnvel af dekki, merkt og kast- að í sjóinn aftur. Þessar síldar hljóta að hafa misst hreistur, en þær lifðu og veiddust síðar. Hann sagðist ekki viss um að síld er missir smávegis hreistur drepist í eins ríkum mæli og fiskifræðingar vilja halda fram. Steingrímur Sigurðsson skipstjóri ræddi nokkuð um að setja síld í sjótanka. Sagðist hafa séð hjá Skotum síld og makríl úr slíkum tönkum. Það hrá- efni hefði líkað vel. Hví ekki að gera þetta hér í staðinn fyrir að ísa í kassa? Jóhann Guðmundsson sagði að sjókæling hefði aldrei slegið í gegn, síldin virðist líta vel út er hún kæmi úr tönkunum, en sagði að síld er sjókæld hefði verið verkaðist ekki eins vel og ísuð síld. Ávarp Þorvaldar Árnasonar skipstjóra Þegar hér var komið fundar, bað Þorvaldur Árnason skipstjóri um orðið og flutti eftirfarandi ávarp: „I sambandi við meðferð síldar um borð í síldar- bátum, tel ég kössun á síld beztu aðferðina til varð- veizlu aflans, ef lestar eru þannig útbúnar að kassar raðist rétt í geymsluplássið. Stærsti kosturinn við kössum, er að ekki þarf að hreyfa hráefnið við lönd- un. Þessu er erfitt að koma við, nema þá með til- kostnaði nokkrum, bátar sem stunda reknet og veiðar með nót, eru of litlir, svo hægt sé að fram- kvæma þetta að nokkru gagni. Þá er það næstbezta að ísa síldina í stíur og lag síldar ekki þykkra en 60 cm milli bila. Mesti vandi skiphafnareraðganga svo vandlega frá uppstillingu í lest, að öruggt sé að hráefnið nái ekki að hreyfast (slást), ef það skeður er hráefnið fljótt að eyðileggjast og ekki hægt að nýta það í neitt nema bræðslu. Við þekkjum allir hér inni aðstæðurnar, sem eru við þennan veiðiskap, hvað veðráttu og vegalengdir til afsetn- ingar snertir. Þokkalegt veður nokkra tíma og flot- inn fær góða veiði, og siðan stormur allan tímann við að koma aflanum til lands, og er þar um langa og hættulega siglingu að ræða og algjöra hafnleysu, fyrr en við Vestmannaeyjar og síðan Þorlákshöfn. Bátar hafa farið á hliðina og sokkið, og mannskaðar orðið, af því að farmur hefur náð að hreyfast, það hefur ekki verið nógu traustlega gengið frá 58 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.