Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 26
d. Verðbœtur. Þegar verðlagning karfa, ufsa og grálúðu er metin óhagstæð fyrir útgerð, skal Verðlagsráð sjávarútvegsins falið að ákveða verðbætur á þessar tegundir, eftir því sem markaðsverð gefur tilefni til. Karfí verði verðbættur allt árið. Ufsi verði verðbættur 1/1 -29/2. og 1/5 -31/12. Grálúða verði verðbætt 1/6 - 31/12. Tekna til verðbóta verði aflað með 1 - 1.5% af útflutningsverði allra sjávarafurða, er renni í sérstakan Aflajöfnunarsjóð, er verði í umsjá Fiskifélags íslands. Hámark útflutningsgjalds verði 6% og eftirstöðvar gjaldsins 4.5-5% verði skipt að nýju milli fyrri verkefna. e. Skyndilokanir togveiðisvœða, vegna smáfisks í afla. Þær hafa reynst árangursríkar og ber að halda þeim áfram. Þess verði gætt, að þeim veiðisvæð- um, sem lokað hefur verið fyrir togveiðum vegna smáfiskgengdar, sé einnig lokað fyrir öðrum veiðarfærum. Greinargerð: öll sambönd fískideildanna ályktuðu um stjórn- un fiskveiða á ársþingum sínum. Að því leyti sem um er að ræða staðbundin málefni, visar sjávar- útvegsnefnd þingsins þeim til athugunar og fyrir- greiðslu hjá stjórn Fiskifélags íslands. Meirihluti nefndarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvótakerfi fyrir hvert skip á þorsk- veiðum sé svo viðamikið og vandasamt, að engin tök séu á að taka það upp, enda mundi það hafa í för með sér fleiri alvarlega galla en kosti. Niðurstaða nefndarinnar er því að leggja til álíka aðgerðir í þorskverndunarmálum og gilt hafa á yfirstandandi ári og fyrri árum, þótt markmiðum hafi ekki verið náð að fullu með því. Til viðbótar leggur nefndin til, að örvað verði til sóknar í aðra fiskstofna en þorsk, með uppbótar- greiðslum og fjár aflað með hluta útflutningsgjalds af öllum útfluttum sjávarafurðum. Verðbæturverði greiddar á karfa, ufsa og grálúðu. Um þetta verði settar fastar reglur fyrir áramót, sem gildi fyrir allt framleiðsluárið 1980. Til þess ennfremur að ná veiðimarkmiðum verði sérstakar skorður settar við ótakmarkaðri þorsk- veiði fyrstu fimm mánuði ársins, með tilliti til reynslu á yfirstandandi ári. Á fund nefndarinnar kom Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og veitti margvíslegar upp- lýsingar. Hann taldi þó stofnun sína ekki geta gert tillögu nú þegar um hámarksafla þorsks á næsta ári, en býst við niðurstöðu um það fyrir n.k. áramót. Árni Benediktsson: Lána- og efnahagsmál Þingforseti, góðir þing- fulltrúar. Fjárhagsnefnd hélt tvo fundi, annan á miðvikudagskvöldið eftir að fundi Fiskiþings lauk og hinn í gærmorgun, og lauk störfum fyrir hádegi. í nefndinni áttu sæti, eins og kemur fram í undir- skrift í gerðabók: Hilmar Bjarnason, Marías Þ. Guðmundsson, Ingólfur Amarson, Ingólfur Falsson, Kristján Ásgeirsson og Ámi Benediktsson. Nefndin fór yfir tillögur þær sem fyrir lágu frá íjórðungsdeildunum og tók einnig tillit til þeirra umræðna, sem orðið hafa hér á þing- inu. Nefndin náði algerri samstöðu um tillögur, þó að mikill ágreiningur sé nú um efnahagsmál í þjóð- félaginu, ekki síst um stefnuna í vaxtamálum. Ég vona að það geti einnig orðið samstaða á þinginu um þessar tillögur án þess að þeim verði breytt um of og án þess að þær verði þynntar út, þannig að þær verði einskis virði. Ég er ekki alveg sáttur við vélritunina á tillögun- um eins og þær liggja hér fyrir. Uppsetningin gerir úr þessu eina tillögu en í raun er hér um að ræða sex sjálfstæðar tillögur og mun ég því lesa þetta upp sem aðgreindar tillögur og bið menn að númera þær jafnharðan. Undir þessar tillögur rita allir nefndarmenn í gerðabók. Tillögurnar eru þessar: 14 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.