Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 27
Lána- og efnahagsmál
1 • 38. Fiskiþing lýsir yfir undrun sinni á þeim linnu-
lausa áróðri, sem uppi er hafður um að leggja
beri auðlindaskatt á sjávarútveginn.
Þingið bendir á að íslenskur sjávarútvegur á
í harðri samkeppni við sjávarútveg annarra
þjóða, sem ekki leggja á auðlindaskatt. Þvert
á móti styrkja helstu samkeppnisþjóðirnar sjáv-
arútveg sinn verulega af opinberu fé. Það er nauð-
synlegt að öllu sé til skila haldið svo að íslenskur
sjávarútvegur fái staðizt styrkjalaust, og jafngildir
auðlindaskattur dauðadómi yfir þessari atvinnu-
grein. Ætti það að vera hveijum manni auðskilið.
2. 38. Fiskiþing sér ástæðu til að benda á að fisk-
iðnaðinn í landinu vantar nú þegar 1000-2000
starfsmenn til þess að geta beint framleiðslunni
í þann farveg, sem er þjóðarbúinu hagstæðastur.
Til þess að ná þeim markmiðum, sem í sjónmáli
eru um framleiðslu og framleiðni, ásamt styttri
vinnutíma, þarf fiskiðnaðurinn að bæta við sig
a.m.k. 5000 starfsmönnum áður en næsti ára-
tugur er liðinn.
Þingið telur sérstaka ástæðu til þess að þetta
komi fram, þar sem það er útbreiddur misskiln-
ingur að fiskiðnaðurinn þurfi ekki um langa
framtíð á meiri mannafla að halda en hann hefur
nú.
3- Á s.l. hausti voru felld niður aðflutningsgjöld
af nokkrum tegundum fiskvinnsluvéla og sér
38. Fiskiþing ástæðu til þess að þakka það. Ekki
er þó nóg að gert. Það þekkist ekki meðal sam-
keppnisþjóða okkar að lögð séu aðflutningsgjöld
á vélar og tæki til fiskiðnaðar. Þingið leggur því
áherslu á að unnið verði áfram að því að fella
niður öll slík aðflutningsgjöld og telur að fyrsta
skrefið í þá átt verði að vera að fiskiðnaðurinn
sitji við sama borð og annar samkeppnisiðnaður
í landinu.
Um s.l. áramót var sú breyting gerð á afurða-
lánum fiskiðnaðarins, að vextir voru lækkaðir
ur 18.25% í 8.5%, en þar á móti voru lánin geng-
ístryggð. Jafnframt gaf fyrrverandi ríkisstjórn
loforð um að lækka útgjöld fiskvinnslunnar um
2 - 3%.
Með þessari breytingu taldi ríkisstjórnin sig
laekka útgjöld fiskvinnslunnar um 2% og hafa
þar með staðið við loforð sitt. Nú er það aftur
a móti komið í ljós að þessi breyting, vextir og
gengistap, mun auka kostnað fiskvinnslunnar
á þessu ári um a.m.k. 2% í stað þess að lækka
hann um 2%. 38. Fiskiþing harmar að þannig
skuli staðið að framkvæmd á gefnu loforði.
Þingið telur að ekki verði komist hjá því að
taka upp viðræður um endurskoðun þessa máls
við næstu ríkisstjórn.
5. 38. Fiskiþing vill enn á ný aðvara stjórnvöld,
vegna síhækkandi verðlags í landinu. Verðbólg-
an eyðir upp rekstrarfé atvinnuveganna. Þegar
svo er komið hlaðast stöðugt upp lausaskuldir,
sem verða óviðráðanlegar á stuttum tíma.
Þingið bendir á að þrátt fyrir það að á s.l. ári
og því sem nú er að líða, hafi farið fram víðtæk
endurskipulagning á fjármálum fjölmargra fisk-
vinnslufyrirtækja, líði óðum að því að ekki
verði komist hjá því að breyta enn á ný lausa-
skuldum í föst lán. Jafnframt vill þingið benda
á, að mikil nauðsyn er á, að nú þegar fari fram
víðtæk endurskipulagning á hinni fjármálalegu
hlið útgerðarinnar og í framhaldi af því verði
sköpuð aðstaða til að breyta lausaskuldum út-
gerðarinnar í föst lán. Enn sem fyrr er það því
þjóðarnauðsyn að hafa hemil á verðbólgunni,
á annan hátt verður ekki byggt upp heilbrigt
og traust atvinnulíf.
6. Næstum öll lán þeirra sjóða, sem lána til fisk-
veiða og fiskiðnaðar eru nú gengistryggð og/eða
verðtryggð. Auk þessarar verðtryggingar eru
greiddir vextir er nema frá 5Vi - 16%. Lána-
kjör fjárfestingasjóða sjávarútvegsins eru óhag-
stæðari en lánakjör iðnaðarins og landbúnaðar-
ins og raunar þau óhagstæðustu sem nokkur
atvinnuvegur býr við. í þeirri óðaverðbólgu sem
nú geisar er útilokað að atvinnuvegur sem byggir
afkomu sína á erlendu verðlagi geti elt innlent
verðlag, nema með stórfelldum gengisbreyting-
um, sem aftur magna verðbólguna. Þennan víta-
hring þarf að rjúfa með aðgerðum er stöðva
verðbólguna.
Árni Benediktsson:
Þróunaraðstoð
Cabo Verde
Þingforseti, góðir fulltrúar. Ég ætla að leyfa
mér að víkja dálítið langt frá þeim efnum sem við
höfum verið að tala um og út fyrir það sem er
ÆGIR — 15