Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 14
Framsöguræður flutt á
38. Fiskiþingi og ályktanir þess
Þorsteinn Gíslason:
Orkusparnaður í
fískmjölsverksmiðjum
Herra forseti, góðir þing-
fulltrúar. í minn hlut kom
að leggja hér fram til
umræðu atriði er varða
fiskimjölsverksmiðjur. Frá
Austfirðingum kemur er-
indi svohljóðandi:
„Að fiskimjölsverksmiðj-
um og öðrum fiskiðju-
verum verði gert kleift
með lánafyrirgreiðslum,
að ráðast í nauðsynleg-
ar framkvæmdir til þess að bæta nýtingu, spara
orku og vinna að mengunarvörnum".
Og frá Sunnlendingum:
„Fjórðungsþing Sunnlendinga vill þakka stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins fyrir það átak er gert
hefir verið í bættri nýtingu á hráefni því er til
þeirra berst en minnir á að nokkuð vantar á til
betri nýtingar, samanber skýrslu varafiskimála-
stjóra Þorsteins Gíslasonar frá 1976, um nýtingu
hliðstæðra verksmiðja í nágrannalöndum okkar.
Ástæða er brýn til að athuga með hvaða hætti er
mögulegt og hvernig komið verði helst við sparnaði
í orku ásamt frekari nýtingu á úrgangsefnum frá
verksmiðju".
Þannig hljóða þessar tillögur. Á þeim þrem árum
síðan athugun þessi, sem nefnd er, var gerð hefur
mikil bót orðið á hráefnisnýtingu. Nú er meðal-
talsnýting ísl. fiskimjölsverksmiðjanna næstum orð-
in sú sama og þeirra norsku. Má ætla að þarna hafi
orðið um 2% nýtingaraukning. Miðað við 900 þús.
tonna loðnuafla gefur þessi aukning um 18 þús.
tonn í afurðum, sem eru að söluverðmæti um 3,2
milljarðar kr. I orkumálum hefur aftur á móti orðið
óheillaþróun. Verð á rafmagni hefur stórhækkað
og olíuverð nærri 5'A faldast á sama tíma og verið
er að selja afurðirnar fyrir sama verð í dollurum
og það var fyrir 3 árum. Ennþá stöndum við
höllum fæti í samanburði á olíunotkuninni því
meðaltalsnotkun hér er um 70 kg af olíu á hvert
hráefnistonn, þegar t.d. Norðmenn segjast nota
55 kg. Með því olíuverði sem gildir í dag, kostar
olía til að bræða 900 þús. tonn af loðnu um 5,6
milljarða kr.
Tækist okkur að minnka þessa eyðslu um 10 kg.
á hvert tonn háefnis, yrði af því um 800 milljón
króna sparnaður. í dag greiða norskar mjöl-
verksmiðjur rösklega '/3 lægra verð fyrir olíu en þær
íslensku, eða um 57 kr. fyrir hvert kg. á móti 89 kr.
Ef miðað er við áðurnefndan 900 þús. tonna
ársafla, þá verður mismunurinn um 2 milljarðar
króna. Ef við lítum aðeins á nokkrar úrbætur,
sem blasa við okkur, þá er það fyrst til að taka
að aldur margra gufukatla er talinn í áratugum
og jafnvel aftur til seinustu aldamóta. Þeir voru
upphaflega hitaðir með kolum, en breitt fyrir olíu.
Mikill árangur hefur náðst í olíusparnaði í nýjustu
gerð gufukatla. Rafmagnsverð getur orðið einum
þriðja minni í dag með fornotkun á gufu gegnum
túrbínu. Óbein hitun við vinnslu í stað beinnar
hitunar sparar orku. Stækkun soðeimingartækja,
fjögurra þrepa tæki í stað þriggja, sparar orku,
einangrun allra hitaflata sparar orku. Þurrkarar
eru orkufrekustu tækin og mun láta nærri að þeir
noti um helming oliunnar. í þeim sparar fullkomin
og nákvæm stýring orku. Lokaðar og þéttar hrá-
efnisgeymslur auka nýtingu hráefnis og gæði afurða, þær
spara orku. Þarna eru nokkur samvirkandi atriði
á ferðinni, sem þyrftu brýnna úrbóta við, úrbóta sem
kosta mikla fjármuni, en þeir hafa ekki legið á
lausu, og þótt falir yrðu, þá með slíkum kjörum
og vaxtabyrði að varla verður séð að afkoma þessa
iðnaðar eins og hún er í dag þyldi hana.
2 — ÆGIR