Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1981, Qupperneq 13

Ægir - 01.07.1981, Qupperneq 13
tiltölulega staðbundnu ofviðri en við mætti búast. Af slíkum þáttum er mest ástæða til að minna á ís- lngu, svo og sjávarflóð. Sem kunnugt er getur ísing °ft valdið gífurlegu tjóni, jafnvel þótt vindhraði hafi ekki verið tiltakanlega mikill. Auk þessa geta ótrúlegustu tilviljanir valdið því að miklir skaðar verða í tiltölulega litlu veðri en litlir í miklu. En við eitthvað verður að miða. í upphafi gerði ég skrá yfir alla daga á tímabil- ir>u 1. júlí 1950 til 30. júní 1977, þar sem veðurhæð var talin a.m.k. 10 vindstig á a.m.k. einni íslenskri veðurstöð. Þetta eru alls 27 ár. Svona dagar reynd- ust vera 3.253 á þessu 27 ára tímabili eða u.þ.b. 120 á ári að meðaltali. Ég athugaði nú dreifingu þessara daga á árið. Þessi ár reyndust 10 vindstigin vera sjaldgæfust milli 10. og 20. júlí, en algengust u.m 10. janúar og svo aftur fyrstu dagana í febrúar. Á haustin, frá því í ágúst, vex tiðni 10 vindstiga jafnt og þétt allt haustið. Þó má greina að eftir u-þ.b. 20. okt. er vöxturinn ekki eins ör og fyrr. Éndir miðjan mars fellur tíðnin mjög ört og örara en hún rís á haustin. (Sjá mynd). Megingalli þess að nota aðeins það skilyrði að 10 vindstig hafi verið á a.m.k. einni stöð er sá að vægi Stórhöfða í Vestmannaeyjum er ansi mikið. Þess vegna gæti verið, að það sem sagt hefur verið hér að framan um tíðni 10 vindstiga, ætti fyrst og fremst við um Stórhöfða. Annar megingalli þessar- ar aðferðar er að stöðvum hefur fjölgað töluvert frá 1950 og þess vegna vega síðari árin meir en hin fyrri og ógerlegt er að bera ár og einstök veður saman beint. Þessum vandamálum er þó hægt að maeta að nokkru á viðeigandi hátt. Fyrst tók ég þá þar sem vindhraði hafði náð a.m.k. 10 vind- stlgum á a.m.k. 2 veðurstöðvum. Á þennan hátt var að nokkru hætt að losna við Stórhöfðavanda- málið. Svona dagar reyndust vera 1500 á 27 ára tlmabilinu og dreifing þeirra á árið var mjög lík því Sem áður er lýst. Þrátt fyrir að veðurstöðvum hafi á þessu tíma- jh fjölgað úr rúmlega 50 i u.þ.b. 80, virðist mér v'ð nokkra athugun að stöðvar sem sjaldan telja 9 e^a lo vindstig, séu nú hlutfallslega álíka margar °g áður og sömuleiðis stöðvar sem oft telja þessi vindstig. Þetta þýðir að hlutfall stöðva með 9 eða 0 vindstig ætti að vera svipað fyrir allt tímabilið Vrir sambærileg veður. Á þennan hátt er hægt að °sna að nokkru við áðurnefnt misvægi vegna Jölgunar stöðva, með því þannig að reikna út Versu margar stöðvar hlutfallslega telja yfir 9 eða 10 vindstig. Á 27 ára tímabilinu reyndust 322 dagar, eða nálægt 12 dagar á ári að meðaltali vera þannig að annaðhvort var meir en fjórðungur stöðva með 9 vindstig eða meir eða 10. hluti með 10 vindstig eða meir. Þetta eru meiri háttar illviðri. Dreifing þeirra á árið er fremur lík dreifingu 10 vindstiga daganna, en þó er hámarkið örlítið síðar eða um 15. febrúar. Þetta bendir til þess að á þessu tímabili hafi veður að jafnaði orðið einna hörðust framan af febrúar. Athyglisvert er, hversu ört tíðn- in fellur eftir hámarkið og þó sérstaklega eftir 10. apríl. Einnig er athyglisvert að svona dagar eru nærri óþekktir á sumrin, þó ekki alveg. Þetta var mér nú ekki nóg, heldur gerði ég sams konar yfir- lit um illviðrisdaga fyrir allt tímabilið frá 1920 til 1980. I ljós kom að öll einkenni dreifingarinnar eru hin sömu. Ef litið er á þetta tímabil í heild kemur m.a. í ljós að illviðri eru 6 sinnum algengari í janúar og febrú- ar, en í september, en í september eru þau 10 sinn- um algengari en í júlí og ágúst. Alls eru á þessu 60 ára tímabili öllu yfir 500 of- viðri skráð. Að vísu er ekki alveg hægt að bera hlutfallstölur fyrstu áranna við þær síðari vegna þess að stöðvum við strendur fjölgar meir en hin- um á árunum milli 1930 og 1940 og þar með rask- ast öll hlutföll nokkuð. Einnig er skýrslugerð fyrri áranna þannig háttað að illviðri um nætur og milli athuganatíma eru misvel tíunduðu og því má bú- ast við að líkur séu á að veður sem t.d. gerði 1923 skili sér verr í skýrslur en það mundi gera nú. Tungl, ofviðri o.fl. En þessi ofviðri eru nægilega mörg til þess að hægt er að gera ýmsar athuganir á þeim og draga af þeim marktækar ályktanir. Svona tíðnisathugun er eitt dæmi. Annað dæmi ætla ég aðeins að nefna. Oft heyrist því fleygt að veður séu verst í stór- streymi, illviðri fylgi sem sagt tunglinu. Ég athug- aði þetta fyrir allt þetta 60 ára timabil. Niðurstað- an varð sú að illviðrisdagar reyndust ívið fleiri í vikunni eftir að tungl varð fullt en annars. Mun- urinn er þó svo lítill að hann getur ekki talist mark- tækur. Ég ætla að geta þess í leiðinni að fyrst tók ég miklu færri ár fyrir í þessari tunglathugun, eða aðeins 13. Fyrir þau ár kom fram nokkuð greinileg sveifla með tungli, en hún jafnaðist nær algjörlega út þegar árunum var fjölgað. Það var sem sagt ekki nægilegt að yfir 100 ofviðri þessara 13 ára ÆGIR — 365
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.