Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1981, Page 17

Ægir - 01.07.1981, Page 17
Ekki þarf mikinn þrýstimun til að valda miklu ofviðri. Ef þrýstimunur á Stykkishólmi og Reykja- vík er 1%, þ.e. um 10 mb, nægir það til að valda fárviðri á svæðinu. Tvaer ofviðraættir. Eftir þessa útúrdúra getum við snúið okkur að ofviðraættunum tveimur. í fyrri ættinni eru mörg fræg og vond veður, langflest af áttum milli suðurs °g vesturs. Hægt væri að telja upp langa rullu, en frá síðustu árum má nefna veðrið fyrir jólin 1972, Þegar Búrfellsmöstrin fuku og svo veðrið í febrúar 1980 þegar mannskaðarnir urðu á Vestfjörðum. (Sömuleiðis fárviðrið 16. febr. 1981). Þetta byrjar á því að allmikil lægð kemur að S-Grænlandi og sest þar að. í kjölfar hennar streymir mjög kalt loft frá N-Kanada út yfir ^tlantshaf. Þessi lægð veldur venjulega talsverðu landsynningsveðri á Suður- og Vesturlandi þegar skil hennar fara yfir. Á eftir skilunum fylgir síðan S og SV strekkingur með skúrum eða éljum. Jafnframt því sem þetta gerist, er ný framsókn af mjög hlýju lofti SA við Nýfundnaland og þar er ný lægð. Þegar þessi lægð er komin u.þ.b. hálfa leið til ís- lands mætir hún heimskautaloftinu kalda. Hita- munur milli hitabeltisloftsins og heimskautalofts- ins er mjög mikill og hvassviðri eftir því, í mjög krappri lægð, sem kemur til íslands 1 Vi til 2 sólar- hringum eftir að skil fyrri lægðarinnar fara yfir. Stundum fylgja svo fleiri lægðir í kjölfarið. Hlýja loftið er algjört skilyrði til að eitthvað að ráði verði úr veðri, en skortur á athugunum veldur því að misgóðar fréttir berast af því. En ef þessar aðstæð- ur koma upp, þurfa veðurfræðingar að vera á verulegu varðbergi. Gallinn er bara sá að ef hlýja loftið kemur of seint, of snemma eða jafnvel alls ekki, gerist oftast svo sem lítið og það tekur á taug- arnar að gefa jafnvel hvað eftir annað út aðvaranir um illviðri sem ekki koma, enda kemur í ljós að of- viðrum af þessari ætt er ákaflega misvel spáð. Út frá þessu mætti koma með vangaveltur um ill- viðraspár yfirleitt. Hvernig á veðurfræðingur að koma á framfæri grun um yfirvofandi ofviðri, þegar hann veit af biturri reynslu að þannig grunur Háloftakort frá miðnætti 29.1.1966. Eins og sést strax er þetta mjög ólíkl hinu kortinu (3. mynd). Hér er sterk S-átt yfir Bret- “ndseyjum og mjög hlýtt loft leitar til norðurs í átt að mjög köldu lofti við Island og Grænland. Vindur er hægur í háloftunum yfir jlandi, en hins vegar kólnar mjög ört til NV. Það fer mjög illa um kalda loftið, sem er milli Grænlands og hlýja loftsins austur af ,slandi og það ryðst til SV og NA-fárviðri geisar á íslandi. ÆGIR — 369

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.