Ægir - 01.07.1981, Page 22
Hin árlega yfirlitsskýrsla Fiskifélags íslands um
framvindu og gang mála sjávarútvegsins, ,,Út-
vegur 1980“ er komin út. Hagdeild Fiskifélagsins
sér um útgáfuna og er þetta í fimmta sinn sem hún
kemur út og sem fyrr í tveimur heftum, samanlagt
460 blaðsíður og kosta bæði heftin 200 kr. til
fastra áskrifenda, en 250 kr. í lausasölu.
í formála segir að reynt sé að haga efnisvali á
þann hátt að það veiti sem víðtækastar upplýs-
ingar, en þó sé aldrei hægt að svara öllum þeim
spurningum sem upp kunna að koma og að við-
leitni í þá átt hefði að öllu jöfnu óviðráðanlegt
pappírsflóð í för með sér.
•
Þorskafli minnkaði í Norðaustur-Atlantshafi
um 11% milli áranna 1978 og 1979, eða úr
1.645.739 tonnum í 1.466.530 tonn, en aukning
þorskveiða í Norðvestur-Atlantshafi um 15%, eða
úr 488.133 tonnum í 561.392 tonn, olli því að svip-
að heildarmagn af þorski var veitt í Norður-At-
lantshafinu þessi tvö ár.
Western Marine Electronics, þekktara undir
nafninu ,,Wesmar“, hefur hafið framleiðslu á rat-
sjám sem þeir hafa gefið nafnið “Omnicolor
radar”. í samanburði við hinar hefðbundnu rat-
sjár sem hafa verið á markaðnum fram til þessa, er
hér um gjörbyltingu á þessu sviði að ræða, allt frá
sjónskífunni og upp í loftnet og er þetta afrakstur
10 ára rannsókna og tilrauna. í stað sjónskífunnar
er kominn skjár, samskonar og á venjulegu sjón-
varpstæki, og með örtölvutækni er endurvörpum
ratsjárinnar breytt í stöðuga mynd sem birtist á
skjánum i eðlilegum litum. Örtölva tengd rat-
sjánni, stjórnar öllum aðgerðum hennar. Ekkert er
því til fyrirstöðu að hafa eins mörg sjónvarpstæki
tengd ratsjánni og verkast vill. Myndin sem birtist
á skjánum er sögð skýr og þó að ljós eða önnur
lýsing sé í grennd við skjáinn þá deyfir það ekki
myndina. Með litlu fjarstýrðu tæki sem menn
halda á í hendi sér, svokölluðum “Video Marker”,
eru fjarlægðir mældar og miðanir teknar á skján-
um. Völ er á 10 fjarlægðarkvörðum, frá 0,25 upp í
80 sjómílur.
Loðnuveiðar Norðmanna gengu mjög vel s.l.
vetur, þegar á sjó gaf, en þetta var einhver sú erfið-
asta vertíð sem um getur, umhleypingasöm sam-
fara langvarandi og hörðum kuldaköstum.
Alls tóku 207 nótaveiðiskip og 110 togarar þátt í
loðnuveiðunum að þessu sinni og öfluðu þau um
800.000 tonn, eða 8,2 millj. hektólítra, að verðmæti
um 400 millj.n.kr. Mjög mikið magn af stórri og
gæðamikilli loðnu fannst á miðunum og var vand-
inn minnstur hjá veiðiskipunum að ná hinum leyfi-
lega aflakvóta sinum, ef gæftaleysi hamlaði ekki
veiðunum. Mestur afli sem á land barst á einum
degi var rúmlega 38.000 tonn sem 75 skip lönduðu.
Bíða Norðmenn nú vongóðir sumarloðnuveið-
anna í Barentshafinu og er gert ráð fyrir að þeir fái
að veiða þar um 420.000 tonn, en Sovétmenn um
280.000 tonn.
Norskir síldarsjómenn og síldarverkendur hafa
vaxandi áhyggjur vegna fyrirsjáanlegrar hættu á
að hinir hefðbundnu síldarmarkaðir þeirra gangi
þeim úr greipum vegna áframhaldandi veiðibanns
á norsk-íslenska síldarstofninum, eða norsku
vorgotssíldinni, eins og Norðmenn vilja orðið kalla
þennan síldarstofn. Telja síldarsjómenn að hæfi-
legt sé að leyfa veiðar á um 20.000 tonnum úr þess-
um stofni í ár.
Leyfðar hafa verið veiðar á 617.200 tonnum af
loðnu á vertíðinni sem hefst 10. ágúst n.k. og líkur
veturinn 1982. Er þessu magni skift niður á 52
374 — ÆGIR