Ægir - 01.07.1981, Page 33
Sut No 7
"Walter Herwig '.I 14-16 aug 1973
9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19
••°verflow“ hverrar sjógerðar um sig.
Greenland-Scotland rigde in August-September 1973. The
contents are considered of general interest for the fishing
industry, as well as of special interest in connection with the
feeding migration patterns of blue-whiting in the waters in
question.
Figs. 1-16. Station index maps, TS-diagrams and fractions of
different water masses in the sections.
LÖG OG REGLUGERÐIR
LÖG
nr. 15 um tímabundið olíugjald til fiskiskipa.
1. gr.
Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn, eða
afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari
fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða
útgerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki olíugjald, er
nemi 7,5% miðað við fiskverð eins og það er
ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Hið sama
gildir, þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til
löndunar í innlendri höfn. Olíugjald þetta kemur
ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna.
2. gr.
Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal
auk frádráttartölu kjarasamninga og stofnfjár-
sjóðsgjalds samkvæmt lögum nr. 4/1976 draga
1,0% olíugjald til útgerðar frá heildarsöluverð-
mæti (brúttósöluverðmæti) við ákvörðun aflaverð-
launa, aukaaflaverðlauna og hlutar samkvæmt
kjarasamningum.
3. gr.
Sjávarútvegsráðherra er heimilt að setja nánari
ákvæði um framkvæmd þessara laga með reglu-
gerð.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu ákvæði
þeirra taka til fiskafla og hlutaskipta frá upphafi
til loka árs 1981 nema aðilar að kjarasamningum
sjómanna og útvegsmanna komi sér saman um
önnur hlutaskipti.
Sjávarútvegsráðuneytið 24. apríl 1981.
ÆGIR — 385