Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1981, Page 58

Ægir - 01.07.1981, Page 58
Blóðgunarker og aðgerðaraðstaða á vinnuþilfari. úrgang, og safngeymar fyrir lifur, sem flutt er með tannhjóladælu í tvo birgðageyma, aftast í fremra vinnslurými. Eftir aðgerð flyzt fiskurinn með tveimur færiböndum, þverskips, að þvottavél frá Kletti h/f, sem er aftast í fremra vinnslurými, og þaðan með færibandi að fiskilúgu. Fyrir karfa er sérstakt færiband, sem flytur frá fiskmóttöku, milli blóðgunarkera, að þvottavél. Öll færibönd eru vökvaknúin. Hluti fremra vinnslurýmis er búin fyrir geymslu á fiski í kössum, rými fyrir um 350 90 1 kassa, og er rýmið búið Kuba SHAE 12 kæliblásara. í skipinu eru tvær sjóísvélar frá Stálver af gerð- inni Seafarer TE16, afköst 6.5 t á sólarhring hvor vél. ísvélarnar eru í sérstökum klefa aftast í þilfars- húsi á efra þilfari. ísgeymsla, um 20 m3 að stærð, er b.b.-megin aftast í íbúðarými á neðra þilfari, og er ísinn fluttur þaðan með sniglum í lest. Loft vinnuþilfars er einangrað með polyurethan og klætt með stálplötum, en síður eru óeinangr- aðar. Fiskilest: Fiskilest er um 660 m3 að stærð og gerð fyrir fiskkassa. í lest er unnt að koma fyrir 4200 90 1 fiskkössum. Lestin er einangruð með polyurethan og klædd að innan með 4-5 mm stálplötum. Kæling í lest er með kælileiðslum í lofti lestar. Rafdrifið færiband er í lest til að flytja fisk og ís. Tvö lestarop, 1800 x 2500 mm og 2500 x 2500 mm, eru aftantil á lestinni með stálhlerum á lömum, sem búnir eru fiskilúgum. Á efra þilfari, upp af lestarlúgum á neðra þilfari, eru tvær samsvarandi losunarlúgur með álhlerum slétt við þilfar. Fyrir affermingu á kassafiski er krani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Aðalvindubúnaður skipsins er frá Brusselle, og er um að ræða tvær togvindur, tvær tvöfaldar grandaravindur, eina tvöfalda hífingavindu, tvær hjálparvindur, flotvörpuvindu og akkerisvindu. Togvindur eru rafknúnar, en aðrar Brusselle vindur vökvaknúnar (háþrýstikerfi). Annar vindu- og los- unarbúnaður er vökvaknúinn, þ.e. fjórar litlar hjálparvindur og losunarkrani, og rafknúin kapal- vinda fyrir netsjá. Aftarlega á framlengdu hvalbaksþilfari, s.b. og b.b.-megin, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð 3602 S. Tœkrtilegar stœrðir (hvor vinda): Tromlumál ............. 520mm°x 1540mm°x 1430mm Víramagn á tromlu ..... 1400 faðmar af 3 VT’ vír Togátak á miðja tromlu .. 10.0 t Dráttarhr. á miðja tromlu 100 m/mín Rafmótor............... BBC, GN 315-M34-F Afköst mótors ......... 250 hö við 820 sn/mín Spenna, straumur....... 380 V, 520 A Fremst í hvalbak eru tvær grandaravindur at gerð HL8.8-2. Hvor vinda er með tveimur sjálf- stæðum tromlum (457mmDx 1150mm°x 380mm) og knúin af tveimur Brusselle vökvaþrýstimótorutn, togátak á tóma tromlu (485mm°) 2x7.6 t og tilsvar- andi dráttarhraði 40 m/min. Á hvalbaksþilfari, aftan við brú, er ein tvöföld hífingavinda af gerð HL15-2. Vindan er með tveimur sjálfstæðum tromlum (456mm°x 950mm‘’x 150mm) og knúin af tveimur Brusselle vökva- þrýstimótorum, togátak á tóma tromlu (485mm1’) 2x13.0 t og tilsvarandi dráttarhraði 41 m/mín. Aftast á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin við skut- rennu, eru tvær hjálparvindur af gerðinni HL-6.5, önnur fyrir losun á poka og hin til að draga vörpu út. Hvor vinda er með útkúplanlegri tromlu (470mmax 735mm°x 300mm) og kopp og knúin at Brusselle vökvaþrýstimótor, togátak á tóma tromlu 5.6 t og tilsvarandi dráttarhraði 54 m /mín- Fremst á togþilfari, aftan við hvalbak, er flotvörpuvinda af gerð NTL-8, knúin af tveimut 410 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.